Ynjur mæta Ásynjum þriðjudag kl 19.30

Íslandsmeistarar síðasta tímabils, Ynjur Skautafélags Akureyrar, mæta Ásynjum Skautafélags Akureyrar annað kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er fyrsti leikur liðanna síðan þessi lið mætust í úrslitakeppninni á síðasta tímabili í úrslitakeppni sem fæstir hafa gleymt. Mikil eftirvænting er fyrir leikinn en leikir liðanna hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi í gegnum tíðina en það verður einnig spennandi að sjá hvernig liðin hafa þróast frá síðasta tímabili. Mætið í Skautahöllina og styðjið ykkar lið! Frítt inn og sjoppan opin.

SA Víkingar með stórsigur á SR

SA Víkingar lögðu SR með 11 mörkum gegn 3 í Hertz-deild karla á laugardag. Jussi Sipponen var atkvæðamikill að vanda í liði Víkinga og skoraði 3 mörk í leiknum auk þess að eiga stoðsendingu í öðrum þremur mörkum. Jakob Jóhannesson stóð í marki Víkinga og átti góðann leik en þetta var fyrsti meistaraflokks leikur drengsins sem hann spilar frá byrjun til enda. SA Víkingar náðu með sigrinum efsta sæti deildarinnar en Esja á leik til góða. Hér má sjá myndir úr leiknum frá sem Elvar Pálsson myndaði.

Krullan að byrja

Krullan byrjar á mánudaginn 25. sept.

LSA gerði góða ferð til borgarinnar um helgina

15 stúlkur frá LSA tóku þátt í Haustmóti ÍSS um helgina og stóðu sig vel

Flottur hokkídagur í Skautahöllinni á morgun

Á morgun fara fram tveir leikir í Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri. Ynjur mæta sameiginlegu liði SR og Bjarnarins í Hertz-deild kvenna kl 16.30 og strax á eftir þeim leik eða kl 19.00 mætir 2. flokkur SA Íslandsmeisturum síðasta árs í þessum aldursflokki, Birninum. Pottþétt skemmtun fyrir hokkíþyrsta.

SA Víkingar með tap í fyrsta heimaleik

SA Víkingar töpuðu fyrsta heimaleik sínum gegn Esju í gærkvöld þar sem lokatölur urðu 4-6. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á að horfa og ljóst að þessi lið eiga eftir að selja sig dýrt í vetur. Jordan Steger skoraði sína aðra þrennu á tímabilinu í leiknum fyrir SA Víkinga en hjá Esju var Robbie Sigurdsson atkvæðamikill en hann skoraði 4 mörk í leiknum. Næsti leikur SA Víkinga er næstkomandi þriðjudag þegar liðið sækir SR heim í Laugardalinn. Elvar Pálsson myndaði leikinn eins og honum er vant hér má sjá myndirnar hans.

SA Víkingar - Esja í kvöld kl 19.30

SA Víkingar leika fyrsta heimaleik sinn í Hertz-deild karla í kvöld þegar þeir taka á móti meisturum síðasta tímabils úr Esju. SA Víkingar unnu Björninn syðra í fyrsta leik tímabilsins í rafmögnuðum leik þar sem Víkingar náðu að klóra sig úr erfiðri stöðu og unnu að lokum 7-6. Esja byrjaði einnig tímabilið vel með þægilegum 10-2 sigri á SR svo spennandi verður að sjá hvernig leikurinn í kvöld þróast. Mætum í stúkuna og hvetjum okkar lið! Aðgangseyrir 1.000 kr og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

SA með sigra í öllum leikjum helgarinnar

Öll þrjú lið SA sigruðu í leikjum sínum fyrstu keppnishelgina á Íslandsmótinu í íshokkí. SA Víkingar sigruðu Björninn í Hertz-deild karla í Egilshöll í rafmögnuðum leik þar sem Víkingar voru þremur mörkum undir um miðjan leik en náðu að snúa leiknum sér í hag og unnu að lokum 8-7. Jussi Sipponen og Jordan Steger voru atkvæðamestir í liði Víkinga og skoruðu 3 mörk hvor. Ynjur áttu ekki í erfiðleikum með sameiginlegt lið SR/Bjarnarins í Hertz-deild kvenna og unnu með 12 mörkum gegn 5. Ynjur áttu frábæran leik og voru alltaf skrefi á undan SR/Birninum en Sunna Björgvinsdóttir var áberandi í markaskorun að vanda en hún skoraði 5 mörk í leiknum.

Íshokkítímabilið hefst hjá okkar liðum í dag

Íshokkítímabilið hjá okkar liðum hefst í dag með þremur leikjum sem allir fara fram syðra. Í Hertz-deild kvenna mæta Ynjur sameiginlegu liði Bjarnarins og SR í dag kl 16.20 í Egilshöll. SA Víkingar mæta svo Birninum í Hertz-deild karla kl 18.50 á sama stað en 3. flokkur heimsækir SR í Laugardalinn en sá leikur hefst kl 17.45. Tölfræði leikjanna má finna á heimasíðu ÍHÍ en leikjunum í Egilshöll hefur oft verið streymt og þá í gegnum vefsíðu Bjarnarins.

Minningarorð um Guðmund Pétursson

Í júní síðast liðnum lést Guðmundur Pétursson, eða Kubbi, eins og hann var oftast kallaður. Kubbi var virkur félagsmaður frá barnsaldri og var gerður að heiðursfélaga Skautafélagsins árið 1997. Hann fæddist í Innbænum árið 1940 þar sem hann átti sín æsku- og ungdómsár og byrjaði snemma að renna sér á skautum líkt og Innbæinga er siður. Hann hefur allra manna lengst setið í formannsstóli SA, frá 75-76 og aftur frá 79 – 89. Lengi vel bar hann félagið á herðum sér og barðist fyrir rekstri og viðhaldi skautasvæðanna hér í bænum. Sá hann þá bæði um samskipti við íþrótta- og bæjaryfirvöld auk þess sem hann skilaði ómældri vinnu við uppbyggingu og viðhald svæðanna.