ALDÍS KARA BERGSDÓTTIR HLÝTUR SILFURMERKI ÍSS

Stjórn Skautasambands Íslands veitir Heiðursmerki ÍSS til þeirra sem starfa og iðka innan skautahreyfingarinnar.

Vormót ÍSS fór fram um helgina

Vormót ÍSS fór fram um síðastliðna helgi í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið fór vel fram og mættu skautarar fullir eldmóðs til þess að sýna hvað í þeim býr.

Íslenska U18 landsliðið fékk silfur á heimavelli

Íslenska U18 landsliðið fékk silfur á HM í 3.deild eftir svekkjandi tap gegn Ísrael í síðasta leik mótsins. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur fyrir fullu húsi gesta en Ísrael fékk draumabyrjun í leiknum og komust í 2-0 í fyrstu lotu. Ísland náði að minnka munninn í 3. lotu í 2-1 en nær komumst við ekki því Ísrael bætti við þremur mörkum og tóku gullverðlaunin á mótinu. Birki Einisson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu og Arnar Helgi Kristjánsson var valinn besti varnarmaður mótsins.

Úrslitakeppni karla hefst á þriðjudag

Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla í íshokkí hefst næsta þriðjudag 21. mars. SA Víkingar taka þá á móti Skautafélagi Reykjavíkur en SA Víkingar eru deildarmeistarar og byrja því á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn í íshokkí. Leikurinn á þriðudag hefst kl. 19:30. Miðaverð er 1500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit. Sjoppan verður opin svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!

HM U18 klárast í kvöld með hreinum úrslitaleik

Í dag er síðasti keppnisdagur á heimsmeistaramótin sem fram fer hér í Skautahöllinni á Akureyri. Íslenska liðið er búið að vinna alla sína leiki á mótinu, en þurfa að vinna Ísrael í lokaleiknum í kvöld til að tryggja sér gullið. Leikurinn hefst kl. 18:00 og nú þurfum við að fylla höllina.

HM U18 hefst á sunnudag

Íslensku U18 landsliðið hefur leik á HM á Akureyri á sunnudag en mótið fer fram daganna 12.-18. mars í Skautahöllinni á Akureyri. Þáttökuþjóðir auk Íslands eru Mexíkó, Ísrael, Bosnía- Herzegóvína og Lúxembourg. Opnunarleikur Íslands er á sunnudag en þá tekur Ísland á móti Mexíkó. Leikurinn er þriðji leikur dagsins og hefst kl. 20:00. Miðasala fer fram á Tix.is en miðaverð er 2000 kr. en mótspassi á alla leiki mótsins kostar 6000 kr og frítt er einn fyrir 16 ára og yngri. Dagskrá og tölfræði mótsins má finna hér.

SA Íslandsmeistarar kvenna 2023

SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld með 5-1 sigri á Fjölni í þriðja leik úrslitakeppninnar í Hertz-deild kvenna. SA vann einvígið 3-0 og átti sinn besta leik í gærkvöldi en liðið spilaði frábært hokkí og skemmtu áhorfendum með tilþrifum. Íslandsmeistaratitilinn var sá 21. í sögu félagsins.

Þriðji leikur í úrslitum kvenna á morgun

SA mætir Fjölni í þriðja leik úrslitakeppni kvenna á morgun þriðjudag kl. 19:30 í Skautahöllinni Akureyri. SA leiðir einvígið 2-0 og getur með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Mætum í rauðu og styðjum okkar lið til sigurs. Forsala miða hafin á Stubb.

SA stelpur einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum

Frábær frammistaða hjá stelpunum okkar í kvöld sem unnu 4-2 sigur á útivelli gegn Fjölni í öðrum leik úrslitakeppninnar. Fjölnir leiddi 1-0 eftir fyrstu lotu en á 10 mínútna kafla í annarri lotu náðum við að snúa leiknum í 3-1. Fjölnir minnkaði muninn í þriðju lotu en Herborg Geirsdóttir innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum. Katrín Björnsdóttir og Hilma Bergsdóttir skoruðu hin mörk SA í leiknum en SA var með 30 skot gegn 19 skotum Fjölnis. SA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á þriðjudag þegar liðin mætast í þriðja sinn í Skautahöllinni á Akureyri kl. 19:30.

SA stelpur einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum

Frábær frammistaða hjá stelpunum okkar í kvöld sem unnu 4-2 sigur á útivelli gegn Fjölni í öðrum leik úrslitakeppninnar. Fjölnir leiddi 1-0 eftir fyrstu lotu en á 10 mínútna kafla í annarri lotu náðum við að snúa leiknum í 3-1. Fjölnir minnkaði muninn í þriðju lotu en Herborg Geirsdóttir innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum. Katrín Björnsdóttir og Hilma Bergsdóttir skoruðu hin mörk SA í leiknum en SA var með 30 skot gegn 19 skotum Fjölnis. SA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á þriðjudag þegar liðin mætast í þriðja sinn í Skautahöllinni á Akureyri kl. 19:30.