AÐALFUNDUR KRULLUDEILDAR

Máunudaginn 8. maí kl. 18:30

Aðalfundur Listhlaupadeildar

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 8. maí kl. 20:00 í fundarherbergi ÍBA í Íþróttahöllinni.

SA Íslandsmeistarar í U14

SA liðin tryggðu sér báða Íslandsmeistaratitlana í síðasta helgarmóti U14 sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um nýliðna helgi. SA Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki A-liða og urðu SA Jötnar í öðru sæti. SA Garpar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki B-liða. Við óskum þeim öllum til hamingju með titlana og árangurinn í vetur.

Íslenska karlaliðið í íshokkí hefur leik á HM á morgun

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur leik á Heimsmeistaramótinu í II deild A á morgun. Ísland er nú að taka þátt í deildinni í fyrsta sinn síðan 2018 en liðið vann B deildinna á heimavelli á síðasta ári. Mótið fer fram í Pista De Hielo Skautahöllinni í Madríd á Spáni en auk Íslands eru í riðlinum heimaliðið Spánn, Ástralía, Króatía, Ísrael og Georgía. Ísland mætir Georgíu í fyrsta leik mótsins sem fer fram á morgun kl. 10:30 á íslenskum tíma.

Krílanámskeið í íshokkí og listhlaupi

Krílanámskeið í íshokkí og listhlaupi fyrir börn fædd 2016-2019 verður haldið út apríl á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:15-17:00. Verð er 5.000 kr og allur búnaður innifalinn. Skráning í gegnum sportabler.