SA Víkingar Íslandsmeistarar 2021

SA Víkingar unnu í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í 22. sinn þegar liðið lagði Fjölni að velli í þriðja leik úrslitakeppni karla í íshokkí. Lokatölur leiksins 3-1 og SA Víkingar unnu úrslitakeppnina 3-0. Fullkomin endir á frábæru tímabili hjá SA Víkingum.

3. Leikur í Úrslitakeppni karla á morgun

SA Víkingar taka á móti Fjölni á morgun í þriðja leik úrslitakeppni karla. SA Víkingar leiða einvígið 2-0 og geta með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst kl. 19:30 en miðasala í hurð opnar kl. 18:45.

SA Víkingar leiða úrslitaeingvígið 2-0

SA Víkingar sigruðu Fjölni 3-1 í öðrum leik úrslitakeppninnar í íshokkí í Egilshöll í gærkvöld og leiða einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 2-0. SA Liðin mætast í þriðja sinn á morgun á heimavelli í Skautahöllinni á Akureyri og geta Víkingar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn 2021 með sigri.

SA Víkingar komnir með einn sigur í úrslitakeppni karla

SA Víkingar unnu mikinn karakter sigur á Fjölni í fyrsta leik úrslitakeppni karla á laugardag. Sigurmarkið skoraði Andri Skúlason þegar aðeins 24 sekúndur voru eftir af leiknum.

SA Íslandsmeistarar kvenna 2021

SA stúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í gærkvöld þegar þær lögðu Fjölni í oddaleik úrslitakeppninnar - lokatölur 5-0. Leikurinn var æsispennandi og þrátt fyrir lokatölur benda til annars þá áttu bæði lið frábæran leik og fer í sögubærnar sem einn af mest spennandi úrslitaleikjum í sögu kvennaíshokkís á Íslandi.

Júmbó hokkídagur í Skautahöllinni á laugardag

Á laugardag verður sannkallaður júmbó hokkídagur í Skautahöllinni á Akureyri þar sem leikinn verður úrslitakeppna tvíhöfði. SA Víkingar hefja sína úrslitakeppni kl. 16:00 þegar Fjölnir kemur í heimsókn og síðar sama dag eða kl. 20:30 verður spilaður oddaleikur í úrslitakeppni kvenna þar sem SA tekur á móti Fjölni og Íslandsmeistarabikarinn fer á loft.

SA með yfirburði í fyrsta leik úrslitakeppni kvenna

SA vann stórsigur á Fjölni í fyrsa leik úrslitakeppninnar í Hertz-deild kvenna en lokatölur urðu 13-1. SA getur tryggt sér titilinn á fimmtudag þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn.

Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna á þriðjudag

Úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna hefst núna á þriðjudag þegar SA stúlkur taka þá á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Leikurinn hefst leikurinn kl. 19.30 en liðið sem fyrr vinnur 2 leiki verður Íslandsmeistari. Annar leikur liðanna verður spilaður í Reykjavík fimmtudaginn 22. apríl og sá þriðji ef til kemur á Akureyri á laugardaginn 24. apríl.