Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna á þriðjudag

SA fagnar marki (mynd: Þórir Tryggva)
SA fagnar marki (mynd: Þórir Tryggva)

Úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna hefst núna á þriðjudag þegar SA stúlkur taka þá á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Leikurinn hefst leikurinn kl. 19.30 en liðið sem fyrr vinnur 2 leiki verður Íslandsmeistari. Annar leikur liðanna verður spilaður í Reykjavík fimmtudaginn 22. apríl og sá þriðji ef til kemur á Akureyri á laugardaginn 24. apríl.

Miðasala opnar kl. 18:45 í Skautahöllinni á þriðjudag - við biðjum fólk um að sýna þolinmæði í afgreiðslu þar sem skrá þarf alla í sæti á leiðinni inn. Ath. að einungis er hægt að taka við ákveðnum fjölda áhorfenda og miðasölu á staðnum verður því hætt um leið og þeim fjölda er náð. Miðaverð er 1500 kr. óháð aldri. Mætum í rauðu og styðjum okkar lið til sigurs. Það er grímuskyldu í stúku!