Fréttir

13.09.2025

SA Víkingar hefja titilvörn í Toppdeild karla í dag

Meistaraflokkur karla, SA Víkingar, hefja titilvörnina í Toppdeild karla í dag þegar liðið mætir Fjölni í Egilshöll. Eftirvæntingin er mikil í herbúðum SA en í dag lýkur 4 mánaða undirbúningstímabili leikmanna en hópurinn verið saman í 6 vikur á ís. Nýtt tímabil, nýtt fyrirkomulag og áskoranir með breyttan leikmannahóp – en markmiðið er skýrt: að verja titilinn og koma honum aftur heim til Akureyrar.
13.09.2025

Robbe Delport spilar með SA Víkingum í vetur

Robbe Delport hefur bæst í leikmannahóf SA Víkinga en hann er 18 ára Belgískur sóknarmaður sem kemur frá Chiefs Leuven sem spilar í Belgísku deildinni. Robbe er virkilega efnilegur og spennandi leikmaður en Robbe hefur verið fyrirliði Belgíska unglingalandsliðsins og var fastamaður í Belgíska A-landslið síðasta vetur. Robbe mun starfa við þjálfun yngstu aldursflokkana hjá klúbbnum í vetur. Við bjóðum Robbe hjartanlega velkominn í klúbbinn og hlökkum til að sjá hann með SA Víkingum í vetur.
12.09.2025

Hank Nagel til SA Víkinga

SA Víkingar hafa samið við Hank (Harrison) Nagel en hann er 25 ára varnarmaður og kemur frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið úr hokkíhéraðinu Minnesota. Hank er mjög sterkur varnarmaður en lipur miðað við stærð (193cm) og bætir gæðum í sóknarleikinn hjá SA Víkingum. Hank kemur einnig til með að þjálfa hjá félaginu en hann verður aðstoðarþjálfari SA kvenna og aðstoðar einnig í yngri flokka þjálfun. Hank kemur til okkar frá H.C. Jaca á Spáni þar sem hann spilaði síðasta vetur. Við bjóðum Hank hjartanlega velkominn í klúbinn og hlökkum til að sjá hann á ísnum með SA Víkingum í vetur.
05.09.2025

Kvennaliðið hefur leik í Toppdeildinni á morgun

Kvennalið SA hefur tímabilið á Íslandsmótinu í Toppdeild kvenna á morgun þegar liðið ferðast suður yfir heiðar og mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Fjölnis. Liðin í deildinni hafa öll tekið breytingum frá síðasta tímabili og vatn hefur runnið bæði norður og yfir lækinn. SA liðið hefur styrkt sig í sumar með einum leikmanni en sú viðbót gæti reynst púslið sem liðinu hefur vantað. Kolbrún Garðarsdóttir er snúin aftur í SA en hún hefur verið SA liðinu ljáfur að eiga við síðustu ár með liði Fjölnis. Engin leikmaður hefur yfirgefið hópinn frá síðasta tímabili og hópurinn því öflugri og reynslumeiri en áður - með blöndu af reyndum landsliðskonum og stórum hópi efnilegra leikmanna sem berjast af krafti um sín sæti. Marvarðarstaðan er áfram virkilega sterk með Shawlee Gaudreault áfram í markinu en hún hefur verið besti markvörður deildarinnar um árabil og sýnt ótrúlegan stöðugleika.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða