Fréttir

17.03.2025

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna á þriðjudagskvöld

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna fer fram í Skautahöllinni á morgun þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 19:30. Fjölnir leiðir einvígið 2-1 en allir leikirnir hafa unnist á heimavöllum liðanna en SA freistar þess að knýja fram oddaleik sem fer þá fram í Egilshöll á fimmtudag. Við hvetjum allt SA fólk til að mæta í stúkuna og styðja vel við bakið á okkar liði.
16.03.2025

4 vikna Skautanámskeið fyrir alla aldurshópa hefst á miðvikudag

Við bjóðum uppá 4 vikna skautanámskeið sem hentar öllum sem vilja læra á skauta sér til heilsubótar eða auka þá færni sem er nú þegar til staðar. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er kennt á allar gerðir skauta - listskauta - hokkískauta og skautahlaups. Námskeiðið er kennt á miðvikudagskvöldum kl. 20:20-21:05 en fyrsti tíminn er 19. Mars og verð er 10.000 kr. fyrir námskeiðið.
11.03.2025

Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna í kvöld

Fyrsti leikur í úrslitakeppni Toppdeildar kvenna fer fram í kvöld en SA mætir þar Fjölni í Egilshöll. Fjölnir er með heimaleikjaréttinn í seríunni en leikið er heima og að heiman þangað til annað liðið nær 3 sigrum og tryggir sér þá Íslandsmeistaratitilinn. Leikir liðanna hafa verið jafnir og spennandi allan í vetur en 6 af 8 leikjum hafa unnist með einu marki og 3 leikir hafa farið í framlengingu og vítakeppni. Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á þennan fyrsta leik í Egilshöll en leikurinn hefst kl. 19:45. 
08.03.2025

Drengirnir okkar í U18 að gera gott mót í Mexíkó

Drengirnir okkar í U18 landsliðinu eru heldur betur búnir að bíta í skjaldarendur á HM í Mexíkó eftir bratta byrjun í upphafi móts. Eftir frábæran sigur á Tyrkjum á miðvikudag þá beið okkar heimaliðið Mexíkó sem er djöfullegt að eiga á heimavelli í 2300 metra hæð fyrir fullri höll. Okkar drengir spiluðu virkilega vel og gáfu Mexíkó hörkuleik en heimaliðið vann að lokum 5-2 sigur og tryggði sér þar með sigur í mótinu. Mörk og stoðsendingar Íslands voru öll skoruð af okkar drengjum í þessum leik en Mikael Eiríksson skoraði fyrsta markið Íslands í yfirtölu með stoðsendingu frá Elvar Skúlasyni og fyrirliðanum Bjarma Kristjánssyni. Stefán Guðnason skoraði síðara markið með klassísku coast to coast marki og var valinn maður leiksins hjá Íslandi í lok leiks. Bjarmi Kristjánsson (2+2) og Mikeal Eiríksson (1+4) eru stigahæstu leikmenn Íslands það sem af er móti báðir með 4 stig.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - SR

    SA Víkingar
    16:45 lau 29. mar
    SR
    Hertz deild karla
  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - SR

    SA Víkingar
    19:30 fim 3. apr
    SR
    Hertz deild karla

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða