Fréttir

25.09.2023

SA Bikarmeistarar U14 í A og AA liða

SA Bikarmeistarar u14 í AA og A liða   SA liðin unnu bæði sigra á skemmtilegu og spennandi bikarmóti sem fór fram í Skautahöllinni um helgina. það Við þökkum Skautafélagi Reykjavíkur og Fjölni fyrir komuna og keppnina.
15.09.2023

SA Víkinga hefja leik í Hertz-deildinni um helgina

SA Víkingar hefja tímabilið í Hertz-deildinni um helgina þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum síðasta tímabils, Skautafélagi Reykjavíkur. Litlar breytingar eru á hóp SA Víkinga frá síðasta tímabili en hefur þó misst þrjá leikmenn en það eru landsliðsleikmennirnir Gunnar Arason, Heiðar Gauta Jóhannsson og Halldór Skúlason sem eru allir farnir til liða í Svíþjóð. En þrátt fyrir þennan missi er hópurinn þéttskipaður með góðri blöndu af gríðarlega sterkum reynsluboltum og enn stærri hóp ungra og efnilegra leikmanna sem hafa verið að gera sig gildandi í deildinni en einnig kemur ný kippa af leikmönnum inn úr unglingastarfinu. Nýr þjálfari er einnig kominn í brúnna en Jamie Dumont mun stýra liðinu í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir hans stjórn.
14.09.2023

SA með 6-1 sigur á Fjölni í kvöld

Frábær spilamennska hjá SA liðinu í kvöld sem sýndi mikinn vilja og karakter með 6-1 sigri á Fjölni. Liðið er á mikilli siglingu í Hertz-deildinni ósigraðar eftir 3 leiki. Mörkin: Silvía Björgvinsdóttir 2 Jónína Guðbjartsdóttir Amanda Bjarnadóttir Magdalena Sulova Sólrún Assa Arnardóttir Shawlee Gaudreault með 94.4 % markvörslu.
11.09.2023

Jamie Dumont er nýr aðalþjálfari íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar

Jamie Dumont hefur verið ráðinn aðalþjálfari íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar. Jamie eins og hann er kallaður hefur störf fyrir félagið strax og stýrir sínum fyrstu æfingum í dag. Jamie verður aðalþjálfari meistaraflokka félagsins ásamt því að vera þróunarstjóri unglingaflokkanna U18, U16 og U14.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin á Akureyri

    SA - SR

    SA
    16:45 lau 30. sep
    SR
    Hertz-deild kvenna

Fylgdu okkur á Instagram

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira