Fréttir

28.04.2025

Íslenska karlalandsliðið með öruggan sigur gegn Búlgaríu

Íslenska karlalansliðið í íshokkí vann Búlgaríu örugglega 8-4 í nótt í öðrum leik liðsins á Heimsmeistaramótinu í 2. Deild B sem fer fram í Dunedin í Nýja-Sjálandi. Ísland skoraði 5 mörk í fyrstu lotunni gegn einu marki Búlgaríu og lögðu þar með grunnin að sigrinum. SA drengirnir okkar voru öflugir í markaskorun í leiknum en Unnar Rúnarson og Hafþór Sigrúnarson skoruðu báðir 2 mörk og Uni Blöndal og Jóhann Leifsson sitthvort markið. Íslenska liðið mætir næst Taívan en leikurinn fer fram á kl. 01:00 á aðfaranótt fimmtudags á íslenskum tíma en allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu í streymisveitu alþjóða íshokkísambandsins.
23.04.2025

SA Víkingar Íslandsmeistarar í U18 - og SA Jötnar í 2. sæti

Í gærkvöldi fór fram síðasti leikur SA liðanna Jötna og Víkinga í Íslandsmóti U18. SA teflir fram tveimur liðum í þessum aldursflokki og liðin röðuðu sér í tvö efstu sætin eftir fádæma yfirburði í vetur. SA Víkingar fengu afhentan bikarinn eftir leik og bæði lið stilltu sér upp í myndatöku í leikslok. Það er til marks um öflugt barna- og unglingastarf að geta teflt fram tveimur öflugum liðum í U18 og taka tvö efstu sætin einnig. U18 landsliðin voru einnig að meirihluta skipuð okkar fólki, í karlaliðinu voru 15 af 20 leikmönnum frá SA og í kvennaliðinu 14 af 20. Áfram SA!
15.04.2025

Ungir íshokkíleikmenn SA kepptu á alþjóðlegu móti í Svíþjóð

Sextán ungir og efnilegir íshokkí leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku nýverið þátt í Uplandia Trophy í Stokkhólmi – alþjóðlegu íshokkímóti á vegum Sweden Hockey Trophy, sem sérhæfir sig í sterkum unglingamótum víðs vegar um Evrópu. Keppt var í AA deild, þar sem hörð samkeppni ríkir og öflug lið víðs vegar að tóku þátt.
15.04.2025

Stelpurnar með sinn besta árangur frá upphafi

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann til bronsverlauna á HM í 2. deild A sem lauk í fyrradag í Bytom í Póllandi eftir að Spánn vann Pólland í lokaleik mótsins og urðu þá vonir um silfurverðlaun að engu. Spánn sigraði því mótið en eina tap liðsins var gegn Íslandi og Pólland fékk silfurverðlaun. Árangurinn er þrátt fyrir allt sá besti sem liðið hefur náð frá upphafi en 20 ár eru síðan Íslands sendi fyrst kvennalandslið til keppni. 
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða