Fréttir

19.08.2025

Æfingar SA hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku

Æfingar hjá Skautafélagi Akureyrar eru nú að fara á fullt samkvæmt tímatöflu og er starfsemi allra deilda að taka við sér eftir sumarið. Byrjendaæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku. Byrjendaæfingar: Listhlaup: Hefjast mánudaginn 25. ágúst og verða alla mánudaga og miðvikudaga kl. 16:00–17:30. Upplýsingar og skráning: thjalfari@listhlaup.is Íshokkí: Hefjast þriðjudaginn 26. ágúst og verða alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00–17:45. Upplýsingar og skráning: hockeysmiley@gmail.com Krulla: Hefst í september og verða æfingar auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar. Almenningstímar hefjast í Skautahöllinni fyrstu helgina í september og fyrsta skautadiskó vetrarins verður föstudaginn 1. september. Við hvetjum foreldra, iðkendur og áhugafólk um íþróttirnar til að kynna sér æfingatöflu félagsins og mæta með okkur í skemmtilegt og fjölbreytt ísstarf í vetur.
01.08.2025

Íshokkíæfingabúðir hefjast á þriðjudag

Íshokkíæfingabúðir SA hefjast strax eftir versló  og standa yfir fyrstu 3 vikurnar í ágúst. Skráning í æfingabúðirnar er enn opin og nokkur laus sæti í öllum hópum. Leikmenn fara daglega á svellið, afísæfingar, fræðslustundir og kylfu- og skotæfingar. Frábær undirbúningur fyrir tímabilið þar sem þáttakendur fá miklar framfarir. Skráning á Abler. Sjáumst á ísnum á þriðjudag! 
11.06.2025

Árshátíð hokkídeildar 2025

í lok maí hélt hokkídeildin árshátíðina sína þar sem saman komu leikmenn frá U14 upp í meistaraflokka, þjálfarar, foreldrar og velunnarar. Gestir nutu að vanda ljúffengs matar hjá Helga á Vitanum og skemmtu sér undir góðri veislustjórn Arndísar Eggerz Sigurðardóttur veislustjóra og leikmanns meistaraflokks kvenna. Formaður deildarinnar flutti fáein orð og minntist m.a. á allt það öfluga og góða starf sem á sér stað hjá sí stækkandi deild, áskoranir sem því fylgja og þá miklu vinnu og vegferð sem hokkídeildin er þátttakandi í ásamt öðrum deildum félagsins. Þá vinnu sem farið hefur fram með virkri þátttöku iðkenda, þjáfara, starfsfólks og stjórna í fræðsluviðburðum og vinnufundum og snýr í stuttu máli að virðingu og góðum heilbrigðum samskiptum. Afrakstur vinnu vetrarins verði svo innleiddur í upphafi næsta tímabils. Eldri iðkendur, foreldrar og sjálfboðaliðar sem þekkja íþróttina vel verði að stíga enn betur inn í það hlutverk að bjóða nýtt fólk velkomið, kenna og útskýra reglur og vinnulag við íþróttina innan vallar og utan. Þannig muni hokkí fjölskyldan vaxa og dafna enn betur en hún hafi gert og SA hjartað að slá jafnvel enn taktfastar en áður, ef allir eru samstíga og vinna að sama marki. Að vanda sýndu flokkarnir highlight myndbrot frá leikjum vetrarins og verðlaun og viðurkenningar voru veitt ásamt því að meistaraflokkarnir þökkuðu sínu dygga aðstoðarfólki vel unnin störf eftir tímabilið.
25.05.2025

Frá Skautahöllinni til konungshallarinnar – og aftur heim að leiða næstu kynslóð

Það hefur verið líf og fjör í lífi Sunnu Björgvinsdóttur fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins og leikmanns Södertalje SK eftir að keppnistímabilinu hennar lauk á ísnum um miðjan apríl en hefur hún staðið í ströngu utan ís og hefur leiðtogahlutverkið fengið nýja vídd. Sunna átti frábært tímabili á ísnum í vetur eins og þeir sem hafa fylgst með vita en hún fór fyrst með Södertalje alla leið í úrslitaeinvígi um sæti í SDHL deildinni og leiddi svo íslenska kvennalandsliðið til síns besta árangurs á Heimsmeistaramóti frá upphafi. Frá þeim tíma hefur Sunna ekki slegið slöku við því hún hefur tekið þátt í Leiðtogaráðstefnu IIHF í Tékklandi – fengist boði sænska Konungsins um boð í Sænsku konungshöllina og er nú mætt aftur á heimaslóðirnar til þessa að leiða næstu kynslóð ungra íshokkíkvenna á 25 ára afmæli kvennaíshokkís á Íslandi.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða