Fréttir

17.10.2025

SA Víkingar hefja leik í Continental Cup í dag

SA Víkingar eru mætir til Vilníus í Litháen þar sem þeir spila í Evrópukeppninni Continental Cup næstu daga. SA Víkingar lögðu af stað á miðvikudag og komu á áfangastað í gærkvöld og leikur sinn fyrsta leik í kvöld gegn heimaliðinu Hockey Punks. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á IIHF Tv kl. 17:00. Áfram SA Víkingar!
28.09.2025

Fræðslufyrirlestrar í upphafi tímabils

Í byrjunseptember buðum við foreldrum og forráðamönnum iðkenda í U14, U16 og U18 á fræðslufyrirlestur um samskipti. Á þessum aldri geta samskipti verið krefjandi og því mikilvægt að ræða þau sérstaklega. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, fjallaði um samskipti í ýmsum myndum og hvernig foreldrar geta brugðist við ef ágreiningur kemur upp. Hún ræddi hvernig leysa má úr málum á farsælan hátt, hvaða boðleiðir eru í boði og spurði að lokum hvort við sem foreldrar værum góðar fyrirmyndir í samskiptum.
24.09.2025

Fyrsti heimaleikur tímabilsins á laugardag

Fyrsti heimaleikur tímabilsins er um helgina en þá tekur SA á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Toppdeild kvenna í Skautahöllinni kl. 16:45 á laugardag. Bæði lið hafa spilað einn leik og lagt Íslandsmeistara síðasta tímabils að velli og því um toppslag að ræða. Árskortasalan er í fullum gangi á Stubb og þar er einnig forsala miða. Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og Sjoppan Ásgarður opin.
24.09.2025

Ungmennaliðið okkar með sinn fyrsta sigur í Toppdeild karla

Ungmenna U22 liðið okkar gerði sér lítið fyrir og sigraði meistaraflokk Fjölnis í gærkvöld í Toppdeild karla. Úrslitin eru í raun ótrúleg en fullkomlega verðskulduð því liðið okkar spilaði frábæran hokkíleik og voru sterkari aðilinn í leiknum. Bjarmi Kristjánsson var frábær í leiknum fyrir SA en hann skoraði 3 mörk og átti auk þess eina stoðsendingu. Robbe Delport og Marek Vybostok skoruðu báðir 2 mörk í leiknum og Bjarki Jóhannsson eitt mark. Elías Rúnarson var eins og klettur í markinu í sínum fyrsta leik í meistaraflokki og var með 31 pökk varðan og 93,9% markvörslu.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða