Fréttir

16.11.2023

U18 stelpurnar okkar komnar heim af 4Nation

U18 stelpurnar okkar eru komnar heim af 4Nation. Stelpurnar komu heim eldsnemma á þriðjudagsmorgun eftir langt ferðalag, þreyttar en sælar.  SA átti 10 fulltrúa af 19 í U18 landsliði stúlkna sem tók þátt í Fjögurra þjóða móti sem haldið var í Jaca á Spáni um s.l. helgi. Auk íslenska liðsins eru það heimamenn á Spáni, Bretar og Pólverjar sem eru þátttakendur í mótinu en þessar þjóðir gerðu með sér samkomulag um að halda mót fyrir U18 stúlkna landsliðin sín einu sinni í hverju þátttökulandi. Ísland hélt mótið árið 2021 í Laugardalnum í Reykjavík og lokaðist hringurinn núna með þessu móti á Spáni. SA átti einnig fulltrúa í þjálfarateymi liðsins en Silvía Rán Björgvinsdóttir leikmaður mfl kvenna og þjálfari innan félagsins er önnur af aðstoðar þjálfurum liðsins.
25.10.2023

Þetta er Draumurinn.

Hvað er að frétta af stelpunum okkar sem hafa horfið á vit hokkí ævintýranna undanfarið ? Við ætlum að reyna ná tali af þeim einni af annari á næstu vikum og komast að því hvernig gengur í hinum stóra íshokkíheimi. Herborg Rut Geirsdóttir er ein af stelpunum okkar, hún byrjaði skautaferilinn hjá okkur í SA, flutti ung að árum með fjölskyldunni til Noregs, æfði þar og í Svíþjóð, í Reykjavík, kom til okkar á heimaslóðirnar í fyrra en elti svo hokkídrauminn áfram til Svíþjóðar nú í haust.   
20.10.2023

Heimaleikir um helgina

SA Víkingar taka á móti Fjölni í Hertz-deild karla í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag. SA Víkingar hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni. Fjölnir voru taplausir í venjulegum leiktíma þangað til þeir mætu Víkingum um síðustu helgi í fjörugum leik svo það má búast við hörkuleik á laugardag. Leikurinn hefst kl. 16:45. Forsala miða er hafin á Stubb en miðaverð er 1500 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Fyllum stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs!
25.09.2023

SA Bikarmeistarar U14 í A og AA liða

SA Bikarmeistarar u14 í AA og A liða   SA liðin unnu bæði sigra á skemmtilegu og spennandi bikarmóti sem fór fram í Skautahöllinni um helgina. það Við þökkum Skautafélagi Reykjavíkur og Fjölni fyrir komuna og keppnina.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA - SR

    SA
    16:45 lau 9. des
    SR
    Hertz-deild kvenna

Fylgdu okkur á Instagram

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira