Fréttir

12.09.2024

Meistaraflokkar SA hefja keppnistímabilið á laugardag

Meistaraflokkar SA karla og kvenna hefja bæði leik í deildarkeppninni á laugardag þegar liðin ferðast suður og leika bak í bak leiki við Fjölni í Egilshöll. Mikil eftirvænting er fyrir fyrstu leikina í deildarkeppninni og fyrir því hvernig liðin koma úr undirbúningstímabilinu sem hefur staðið yfir frá í byrjun ágúst. Liðin okkar bæði eru vel mönnuð frá síðasta tímabili en þó með nokkrum leikmannabreytingum.
31.08.2024

Keppnistímabilið í íshokkí hefst í dag

Íshokkítímabilið hefst formlega í dag með fyrstu keppnileikjunum í Íslandsmóti en það eru tveir U16 leikir sem báðir verða spilaðir eru í Skautahöllinni hjá okkur í dag. Fyrri leikurinn er lið SA Víkinga gegn Fjölni kl 16:30 og sá síðari leikur SA Jötna gegn SR kl 19:00. Ein deild er í þessu móti þar sem SA teflir fram tveimur liðum en SR og Fjölnir sitthvoru liðinu. Við hvetjum íshokkíunendur að mæta í höllina og horfa á skemmtilega íshokkíleiki.
31.08.2024

Sædís Heba með flottan árangur á Junior Grand Prix

Sædís Heba Guðmundsdóttir stóð sig vel á Junior Grand Prix í Riga í Lettlandi sem kláraðist í dag. Sædís fékk 86.08 stig og var í 31. sæti í heildarstigakeppninni sem er flottur árangur á hennar fyrsta Junior Grand Prix móti. Næsta verkefni hjá þessari efnilegu skautakonu er Junior Grand Prix í Gdansk í Póllandi sem fer fram í lok september.
26.08.2024

Upphaf æfingatímabilsins

Æfingar eru nú að hefjast aftur samkvæmt tímatöflu og starfsemi deilda félagsins er komin á fullt. Byrjendaæfingar í listhlaupi hefjast 26. ágúst og eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-17:15 en aðrar æfingar eru samkvæmt tímatöflu. Byrjendaæfingar í íshokkí hefjast á þriðjudag og verða alla þriðjudaga og fimmtudag kl. 17:00-17:45 og aðrar æfingar samkvæmt tímatöflu. Krulluæfingar hefjast í September og verða auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.
18.08.2024

Áheitaskautun Listskautadeildar SA 2024

Föstudaginn 16. ágúst var langþráður dagur runninn upp hjá iðkendum listskautadeildinni, eftir nokkurra ára hlé var komið að áheitaskautun/maraþonskautun. Ákveðið var að stunda æfingar jafnt á ís og af ís frá því klukkan átta að morgni og til klukkan átján að kvöldi. Æfingarnar gengu vel og voru þjálfarar virkjaðir með í að halda æfingunum gangandi líkt og alla aðra daga, en auk þess héldu elstu skautararnir okkar utan um leikjaæfingar afís á milli tarna hjá þjálfurunum okkar. Dagskránni lauk svo með pizzuveislu og skemmtilegri samveru iðkenda og foreldra sem stóð fram eftir kvöldi. Að lokum gistu iðkendur svo í höllinni undir vökulum augum vaskra foreldra. Áheitasöfnunin gekk vonum framar og hafa þegar safnast 373.500 krónur. Það munar svo sannarlega um minna í rekstrinum á litlu deildinni okkar. Við í stjórn LSA þökkum öllum sem komu að því að gera daginn eins eftirminnilegan og hann reyndist. Iðkendum, foreldrum/forráðamönnum styrktaraðilum og þeim sem gáfu veitingar til að halda orku á tanki skautaranna.
30.05.2024

Sumardagskráin hjá Skautafélaginu

Það eru nóg um að vera í skautaíþróttunum í sumar fyrir fríska krakka. Í júní bíður SA uppá skauta- og íshokkí leikjanámskeið fyrir öll börn fædd 2018-2014 daganna 10. - 14. Júní Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Skráning á námskeið: sportabler.com/shop/sa/ishokki
29.05.2024

Vorsýningin á laugardag - 1. júní

Velkomin á vorsýningu listskautadeildar - Encanto á ís á laugardag 1. júní kl 16:00 💐⛸🍀 Miðasala á staðnum: 2500 kr fyrir 18 ára og eldri 1500 kr fyrir 17 ára og yngri - frítt inn fyrir 5 ára og yngri Foreldrafélag listskautadeildar verður með veitingasölu.
24.05.2024

Ólöf Björk Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga Skautafélags Akureyrar

Ólöf Björk Sigurðardóttir var gerð að heiðursfélaga Skautafélags Akureyrar fyrir störf sín fyrir Skautafélag Akureyrar á aðalfundi þess sem fram fór í gærkvöld. Ólöf Björk, sem lét af formennsku íshokkídeildar fyrr í vikunni, hefur verið formaður íshokkídeildar í 20 ár og setið í aðalstjórn Skautafélags Akureyrar í 15 ár.

 

Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA - SR

    SA
    16:45 lau 28. sep
    SR
    Hertz-deild kvenna
  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - SR

    SA Víkingar
    19:30 lau 28. sep
    SR
    Hertz deild karla
  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - SR

    SA Víkingar
    16:45 lau 19. okt
    SR
    Hertz deild karla
  • Skautahöllin Akureyri

    SA - SR

    SA
    19:30 lau 19. okt
    SR
    Hertz-deild kvenna

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2018 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2015, 2016 og 2017 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
 
    • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:00-17:15. Æfingarnar hefjast á upphitun afís. Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í eina viku.

    • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

    • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

    • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

    • facebook síða 4. hóps https://www.facebook.com/groups/230321910761187

    • Nánari upplýsingar: formadur@listhlaup.is

      • Æfingagjöld
             
          Allur veturinn haustönn/vorönn Iðkendagjald ÍSS  
      1.hópur   315.000 kr 170.000 kr 3.500 kr  
      2.hópur   230.000 kr 130.000 kr 3.500 kr  
      3.hópur   165.000 kr 90.000 kr 3.500 kr  
      4.hópur     60.000 kr 3.500 kr  

       

 

Þjálfarar Listskautadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur) : thjalfari@listhlaup.is
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND