18.12.2025
Á jólasýningu listskautadeildarinnar var Sædís Heba Guðmundsdóttir heiðruð af listskautdeildinni og útnefnd sem Skautakona listskautadeildarinnar 2025 og er það annað árið í röð sem Sædís Heba er skautakona deildarinnar. Sædís er jafnfram skautakona ÍSS árið 2025. Við óskum Sædísi Hebu innilega til hamingju með útnefningarnar , auk þess sem við óskum Jönu þjálfara og foreldrum Sædísar Hebu innilega til hamingju með dömuna .
16.12.2025
Jólasýning Listskautadeildar SA var haldin í gær sunnudaginn 14. desember. Þar sýndu iðkendur verkið ,,Þegar Tröllið stal jólunum". Jana Omelinova yfirþjálfari samdi dansana og leikstýrði sýningunni með aðstoð frá aðstoðarþjálfurum deildarinnar þeim Telmu Marý Arinbjarnardóttur og Varvöru Voroninu.
Krakkarnir stóðu sig frábærlega og ánægjulegt að sjá hversu mikill mettnaður var lagður í búninga og hár. Við þökkum kærlega fyrir frábæra skemmtun.
12.12.2025
Sunna Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íshokkífólk ársins 2025 af Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö koma frá Skautafélagi Akureyrar, Unnar er leikmaður SA Víkinga en Sunna spilar með Södertalje SK í Svíþjóð.
08.12.2025
Jólasýning Listskautadeildar Skautafélags Akureyrar - Þegar Trölli stal jólunum fer fram sunnudaginn 14.des nk. kl: 17:30 í Skautahöllinni. Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hléinu og pekkjakastið á sínum stað. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari. Miðasala á staðnum.
07.12.2025
Skautafélag Akureyrar hefur gengið frá ráðningu Slóvakíska íshokkíþjálfarans Richard Hartmann um að taka við þjálfun unglinga- og meistaraflokka SA út tímabilið. Ráðning Richard er frábært skref fyrir félagið en reynsla hans og sýn fellur vel að stefnu félagsins í áframhaldandi leikmannaþróun og uppbyggingu til framtíðar.
05.12.2025
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins síðastliðinn mánudag og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 92. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að fjárhæð tæplega 30 milljónir króna til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum.
04.12.2025
Íslandsmeistarmót í skautaati (short track) var haldið á í Reykjavík um síðustu helgi. Á mótið mætti fríður hópur frá SA og nældu sér allir í verðlaun.
28.11.2025
Jóhann Þór Jónsson tók í gærkvöldi við hvatningarverðlaunum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fyrir hönd Heilbrigðisteymis Skautafélags Akureyrar á formannafundi ÍBA í gærkvöld. Hvatningarverðlaunin voru fyrst kynnt á Sambandsþingi UMFÍ í Stykkishólmi í október síðastliðnum. Í tilkynningu UMFÍ kom fram að „Framlag heilbrigðisteymis Skautafélags Akureyrar til öryggis og velferðar iðkenda og gesta í Skautahöllinni á Akureyri er ómetanlegt.“
25.11.2025
Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.900 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
06.11.2025
Það er risastór hokkíhelgi framundan með heimaleikjum. SA Víkingar taka á móti Fjölni á laugardag og stelpurnar mæta kvennaliði Fjölnis á sunnudag. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs.