Kvennalandsliðið hefur leik á HM í Andorra í dag

Kvennalandsliðið í íshokkí hefur leik á Heimsmeistaramótinu í 2. deild A í dag sem fram fer í Andorra. Spánverjar halda mótið en mótsstaðurinn er Andorra sem er lítið ríki á milli Spánar og Frakklands. Í riðlinum eru auk Íslands, Kasakstan, Belgía, Taívan, Mexíkó og Spánn. Ísland mætir Spáni í fyrsta leik og hefst leikurinn kl. 18:00 á íslenskum tíma en beina útsendingu frá leiknum og öllum öðrum leikjum má finna á þessari síðu hér en það þarf að búa til agðgang en kostar ekki neitt. Fylgjast má með úrslitum og tölfræði mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins.

Kríla námskeið í íshokkí

Kríla námskeið í íshokkí fyrir börn fædd 2018, 2019 2020. 5 æfingar í apríl (9. 11. 16. 18. og 23. apríl) verð 7.000,- Allur búnaður innifalinn. Þriðjudögum og fimmtudögum kl 17 - 17:45 (mæta 20 mínútum fyrir fyrstu æfingu) Skráning á https://www.abler.io/shop/sa/ishokki Aðrar upplýsingar: hockeysmiley@gmail.com

Hokkíbær

Engir Íslandsmeistaratitlar í hokkíbæinn Akureyri í meistaraflokkum í ár því báðir titlarnir fóru suður – einn í Grafarvog og hinn í Laugardalinn. Kvennaliðið tapaði sínu einvígi 1-3 á útivelli í Egilshöll á meðan karlaliðið tapaði 2-3 í oddaleik á heimavelli á fimmtudag. Vonbrigði á vonbrigði ofan í Innbænum segja margir eftir frábært tímabili beggja liða í deild þar sem deildarmeistaratitlar unnumst sannfærandi. Staðreyndin er hinsvegar sú að bæði frammistaðan og árangurinn er meira en viðunandi. Samkeppnin er af hinu góða og Reykjavíkurfélögin vel að titlum sínum komin...

5. leikur í Skautahöllinni á morgun

5. leikur úrslitakeppninnar í íshokkí og úrslitaleikur fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á morgun Skírdag kl. 16:45. Sigurliðið lyftir Íslandsmeistarabikarnum. Mætum í rauðu - málum stúkuna rauða og styðjum okkar lið til sigurs. Forsalan er hafin á Stubb! Gríptu Burger fyrir leik eða í leikhléi.

Nýr leiktími (18:00) 3. leiks úrslitakeppninnar

Búið er að seinka leiktíma 3. leiks úrslitakeppninnar til kl 18:00 vegna aksturskilyrða hingað norður.

3. leikur í úrslitakeppninni á laugardag

LEIKUR #3 í Úrslitakeppninni í Hertz-deild karla er á laugardag kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar sýndu gamla góða SA karakterinn í gær þegar þeir snéru stöðunni 1-3 í síðustu lotunni í 5-4 sigur með þremur glæsilegum mörkum Jóhanns Leifssonar og sigurmarki Gunnars Arasonar. Sigurinn er vendipunktur í seríunni því núna er staðan 1-1 og SA Víkingar eiga næsta heimaleik. Við hvetjum fólk til að mæta í stúkuna á laugardag og styðja okkar menn til sigurs! Forsalan er hafin á Stubb og kvöldmatnum er reddað því það er Burger fyrir leik eða í leikhléi á 2. hæðinni. 🎫 Miðaverð 2.000 kr. frítt inn fyrir 13 ára og yngri. 🎟 Forsala Miða: https://stubb.is/events/yNKako 🍔 Burger fyrir leik og í leikhléi á 2. hæð. 🥪 Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin og samlokugrillið funheitt.

Fyrsti leikur í Úrslitakeppni karla á þriðjudag

Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla á milli Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 19. mars kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru deildarmeistarar og hefja því leik á heimavelli en leikið verður sitt á hvað þar til annað liðið hefur unnið þrjá leiki og tryggir sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Miðaverð er 2000 kr. en frítt inn fyrir 13 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit. Foreldrafélagið selur hamborgara og drykki í félagssalnum fyrir leik og Sjoppan samlokur svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!

Alex Máni á samning hjá Örnsköldsvik

Alex Máni Sveinsson er komin á samning hjá Örnsköldsvik í sænsku 1. deildinni. Alex Máni gerði tveggja ára samning við liðið en hann spilaði með unglingaliðinu liðsins í vetur og frammistaðan heillaði þannig að liðið bauð honum tveggja ára samning sem búið er að skrifa undir. Eins og fram kemur á heimasíðu ÍHÍ þá er Alex Máni fyrsti íslendingurinn sem alin er upp innan íslensks félagsliðs sem kemst á samning í sænsku 1. deildinni. Við óskum Alex Mána til hamingju með samninginn og áframhaldandi velgengni í sænsku deildinni.

Sögulegu Vormóti lokið

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni hjá okkur um síðustu helgi en mótið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið í listskautum. Keppt var í ÍSS keppnislínu, félagalínu og Special Olympics/Adaptive Skating á listskautum en svo var einnig keppt í skautahlaupi opinberlega í fyrsta sinn í 42 ár á Íslandi. Mótið er síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts.

U18 landslið drengja byrjar á stórsigri

Íslenska drengja landsliðið í íshokkí byrjar heimsmeistaramótið í III deild af miklum krafti en liðið lagði Bosníu nú rétt í þessu 13-1. 8 leikmenn skoruðu mörk í leiknum en SA drengirnir Askur Reynisson (2), Bjarmi Kristjánsson (2), Bjarki Jóhannsson, Stefán Guðnason og Alex Ingason skoruðu allir mörk í leiknum. Mótið fer fram í Istanbúl í Tyrklandi og á Ísland eftir að mæta Tyrklandi, Nýja-Sjálandi, Mexíkó og Belgíu. Næsta verkefni liðsins er gegn heimaliðinu Tyrklandi en leikurinn er á morgun kl. 17:00 og má sjá hann í beinni útsendingu hér. Hér má finna dagskrá og tölfræði mótsins.