Karfan er tóm.
Íslenska U20 drengja landslið Íslands er nú lagt af stað til Belgrad í Serbíu þar sem liðið mun á næstu dögum leika á Heimsmeistaramótinu í 2 deild B. Í riðlinum eru Ástralía, Holland, Ísrael, Nýja-Sjáland og Serbía auk Íslenska liðsins en íslenska liðið mætir Ísrael í sínum fyrsta leik á sunnudag. SA á 13 fulltrúa í liðinu auk fulltrúa í fararstjórn og þjálfarateymi. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á IcehockeyIceland.tv. Fyrsti leikur Íslands á sunnudag gegn Ísrael hefst kl. 15:00.
Leikmenn SA í U20 landsliðinu:
Elías Rúnarsson
Elvar Ingi Sigurðarson
Daníel Snær Ryan
Aron Gunnar Ingason
Finnur Bessi Finnsson
Magnús Sigurður Sigurólason
Ólafur Baldvin Björgvinsson
Bjarmi Kristjánsson
Bjarki Þór Jóhannsson
Alex Máni INgason
Stefán Darri Guðnason
Askur Reynisson
Mikael Darri Eiríksson
Yfirþjálfari liðsins er Eduard Kasack og aðstoðarþjalfarar Rúnar Freyr Rúnarsson og Viggó Hlynsson. Tækjastjóri er Karvel Þorsteinsson, Jóhann Þór Jónsson heilbrigðisfulltrúi og fararstjóri er Kristján Sturluson.
Við óskum liðinu góðs gengis á mótinu – Áfram Ísland!
Leikir Íslands:
18. janúar kl. 15:00 Ísland – Ísrael
19. janúar kl. 11:30 Ísland - Nýja-Sjáland
21. janúar kl. 11:30 Ísland - Holland
22. janúar kl. 18:30 Ísland - Serbía
24. janúar kl. 11:30 Ísland - Ástralía