Persónuvernd og myndbirting

Persónuvernd og myndbirting í starfi Skautafélags Akureyrar

Skautafélag Akureyrar (SA) vinnur með persónuupplýsingar iðkenda í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Félagið leggur ríka áherslu á að tryggja öryggi, virðingu og rétt einstaklinga til einkalífs, sér í lagi þegar börn og ungmenni eiga í hlut.

Við skráningu og greiðslu æfingagjalda samþykkir viðkomandi að SA megi vinna með skráðar upplýsingar og birta myndefni (ljósmyndir/myndbönd) sem tekið er í skipulögðu starfi félagsins – á æfingum, keppni, mótum eða viðburðum – t.d. á vefsíðu félagsins, samfélagsmiðlum og í kynningarefni.

Myndbirting byggð á samþykki er ávallt valkvæð og má afturkalla hvenær sem er með skriflegri beiðni til skrifstofu félagsins eða yfirþjálfara. Afturköllun hefur ekki áhrif á lögmæti fyrri vinnslu. SA veitir aldrei þriðja aðila aðgang að persónulegum upplýsingum án sérstaks samþykkis.

Opnir viðburðir og lögmætir hagsmunir:
Viðburðir á vegum SA sem fara fram í opnu rými, svo sem keppnir, opin æfingatímar og mót, geta verið myndefni sem birt er á grundvelli lögmætra hagsmuna félagsins. Þó gætir félagið ætíð hófs og virðingar og birtir aldrei viðkvæmt eða niðurlægjandi efni, sér í lagi þegar börn koma við sögu. Þeir sem óska eftir aðkomu slíkra birtinga geta haft samband við félagið og verða beiðnir teknar alvarlega.

Viðmið í myndbirtingu:

  • Börn eru ekki sýnd með nafni eða öðrum persónuupplýsingum nema með sérstöku samþykki.
  • Virðing er borin fyrir sjálfsákvörðunarrétti barna, í samræmi við aldur og þroska.
  • Leitast er við jafnvægi í kynjahlutföllum og fjölbreytileika í birtingum.
  • Myndefni er aldrei birt sem sýnir börn í óviðeigandi eða niðurlægjandi aðstæðum.

 

Sjá nánar í persónuverndarstefnu í Handbók SA á www.sasport.is.