Fréttir

16.03.2025

4 vikna Skautanámskeið fyrir alla aldurshópa hefst á miðvikudag

Við bjóðum uppá 4 vikna skautanámskeið sem hentar öllum sem vilja læra á skauta sér til heilsubótar eða auka þá færni sem er nú þegar til staðar. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er kennt á allar gerðir skauta - listskauta - hokkískauta og skautahlaups. Námskeiðið er kennt á miðvikudagskvöldum kl. 20:20-21:05 en fyrsti tíminn er 19. Mars og verð er 10.000 kr. fyrir námskeiðið.
08.03.2025

Gott gengi landsliðs skautaranna okkar á Sonja Heine Trophy í Osló

Þrjár stúlkur frá LSA, auk skautara frá SR og Fjölni eru nú staddar í Osló þar sem íslenska landsliðið tekur þátt á Sonja Heine Trophy. Helga Mey (basic Novice) hóf keppni á fimmtudag og náði 17. sæti af 47 keppendum sem er glæsilegur árangur hjá henni. Ylfa Rún (Advanced Novice) hóf keppni í gær með stutta prógrammið og er sem stendur í 21 sæti með 24.38 stig að loknum fyrri keppnisdegi. Ylfa Rún heldur áfram keppni í dag klukkan 19:10 með frjálsa prógrammið. Sædís Heba hefur leik í Junior síðar í dag en upphitun í hennar hóp hefst kl. 10:57 og röðin kemur svo að henni kl. 11:14. Við fylgjumst með þeim úr fjarska og sendum þeim hlýjar kveðjur og ósk um gott gengi.
27.02.2025

Vormót ÍSS í Skautahöllinni um helgina

Um helgina dagana 28. febrúar - 2. mars fer Vormót ÍSS fram hjá okkur hér í Skautahöllinni á Akureyri. Rúmlega 100 keppendur eru skráðir til leiks í ólíkum keppnislínum innan sambandsins en keppt í keppnislínu félaganna og Special Olympics/Adaptive Skating sem og skautahlaupi. Skautasamband Íslands fagnar 30 ára afmæli á þessu ári og verður afmælishátíð ÍSS haldin hátíðleg að keppni lokinni á laugardag. Við hvetjum ykkur öll til að leggja leið ykkar í Skautahöllina og fylgjast með öllum þessum flottu skauturum sína listir sínar ísnum.
14.02.2025

Frábær árangur Sædísar Hebu á Ólympíuleikum ungmenna í Georgíu

Sædís Heba Guðmundsdóttir lauk keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær en hún endaði í 22. sæti af 33. keppendum. Sædís fékk 36.58 stig fyrir stutta prógrammið sitt og svo 66.33 í frjálsa prógramminu í gær og 102.91 stig í heildina. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (Eyof) eru einskonar Ólympíuleikar ungmenna í Evrópu en 45 þjóðir taka þátt í leikunum sem fer fram í Gergíu í fyrsta sinn. Listskautakeppnin var haldin í glænýrri höll í Batumi en þar var einnig keppt í skautahlaupi og íshokkí. Sædís og hópurinn hennar sem kepptu í Batumi ferðast í dag til Bakuriani þar sem lokahátíðin fer fram. Við óskum Sædísi og Jönu þjálfara hennar til hamingju með þennan frábæra árangur. 💐

Fylgdu okkur á Instagram @lsa_skautar

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira