Fréttir

02.10.2024

Flottur árangur á Haustmóti ÍSS

Þá er haustmóti ÍSS sem haldið var af Skautafélagi Reykjavíkur um helgina lokið. Við áttum 5 keppendur í ÍSS hluta mótsins og svo áttum við 7 keppendur í félagalínu hluta mótsins.
30.09.2024

Sædís Heba bæti eigið stigamet

Sædís Heba Guðmundsdóttir stóð sig vel á Junior Grand Prix í Gdansk í Póllandi sem kláraðist fyrir helgi. Sædís fékk 106.45 stig í heildina sem er hennar besti árangur. Sædís bætti sitt eigið met í bæti stutta og frjálsa prógraminu en hún fékk 37.46 stig fyrir stutta og 68.99 stig í frjálsa. Við óskum Sædísi til hamingju með þennan frábæra árangur.
31.08.2024

Sædís Heba með flottan árangur á Junior Grand Prix

Sædís Heba Guðmundsdóttir stóð sig vel á Junior Grand Prix í Riga í Lettlandi sem kláraðist í dag. Sædís fékk 86.08 stig og var í 31. sæti í heildarstigakeppninni sem er flottur árangur á hennar fyrsta Junior Grand Prix móti. Næsta verkefni hjá þessari efnilegu skautakonu er Junior Grand Prix í Gdansk í Póllandi sem fer fram í lok september.
26.08.2024

Upphaf æfingatímabilsins

Æfingar eru nú að hefjast aftur samkvæmt tímatöflu og starfsemi deilda félagsins er komin á fullt. Byrjendaæfingar í listhlaupi hefjast 26. ágúst og eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-17:15 en aðrar æfingar eru samkvæmt tímatöflu. Byrjendaæfingar í íshokkí hefjast á þriðjudag og verða alla þriðjudaga og fimmtudag kl. 17:00-17:45 og aðrar æfingar samkvæmt tímatöflu. Krulluæfingar hefjast í September og verða auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.

Fylgdu okkur á Instagram @lsa_skautar

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira