Fréttir

28.04.2025

Fyrsta úthlutun úr minningarsjóði Evu Bjargar Halldórsdóttur á síðasta vetrardegi

Á síðasta vetrardegi þann 23. apríl var úthlutað í fyrsta skipti úr nýstofnuðum minningarsjóði Evu Bjargar Halldórsdóttur, fyrrum skautara og síðar þjálfara hjá listskautadeildinni, sem lést af slysförum síðasta vetrardag fyrir ári síðan. Móðir Evu Bjargar, Vilborg Þórarinsdóttir fyrrum formaður listskautadeildarinnar, stofnaði Minningarsjóðinn og ákvað stjórn sjóðsins að veita tveim ungum skauturum styrk í ár sem hafa sýnt miklar framfarir á tímabilinu og eru að stefna að því að vinna sig upp á afreksstig. Í ár fengu þær Helga Mey Jóhannsdóttir og Ronja Valgý Baldursdóttir, sem í ár hafa keppt í Basic Novice. Stjórn sjóðsins óskar stelpunum til hamingju með styrkinn og vonar að styrkurinn komi að góðum notum í áframhaldandi skautaiðkun og að þær nái öllum þeim markmiðum sem þær setja sér í framtíðinni
27.03.2025

Samskiptasáttmáli Skautafélags Akureyrar

Iðkendur SA í íshokkí og listskautum luku á mánudag við gerð samskiptasáttmála fyrir iðkendur og félagsmenn Skautafélags Akureyrar. Sáttmálinn er leiðarvísir til að viðhalda og styrkja jákvæða menningu innan félagsins. Sáttmálinn er afurð vinnu sem félagið fór af stað með í haust þar sem markmiðið er að auka umburðarlyndi og almenna virðingu innan félagsins í forvarnarskyni gegn hatursorðræðu, fordómum og ofbeldi.
16.03.2025

4 vikna Skautanámskeið fyrir alla aldurshópa hefst á miðvikudag

Við bjóðum uppá 4 vikna skautanámskeið sem hentar öllum sem vilja læra á skauta sér til heilsubótar eða auka þá færni sem er nú þegar til staðar. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er kennt á allar gerðir skauta - listskauta - hokkískauta og skautahlaups. Námskeiðið er kennt á miðvikudagskvöldum kl. 20:20-21:05 en fyrsti tíminn er 19. Mars og verð er 10.000 kr. fyrir námskeiðið.
08.03.2025

Gott gengi landsliðs skautaranna okkar á Sonja Heine Trophy í Osló

Þrjár stúlkur frá LSA, auk skautara frá SR og Fjölni eru nú staddar í Osló þar sem íslenska landsliðið tekur þátt á Sonja Heine Trophy. Helga Mey (basic Novice) hóf keppni á fimmtudag og náði 17. sæti af 47 keppendum sem er glæsilegur árangur hjá henni. Ylfa Rún (Advanced Novice) hóf keppni í gær með stutta prógrammið og er sem stendur í 21 sæti með 24.38 stig að loknum fyrri keppnisdegi. Ylfa Rún heldur áfram keppni í dag klukkan 19:10 með frjálsa prógrammið. Sædís Heba hefur leik í Junior síðar í dag en upphitun í hennar hóp hefst kl. 10:57 og röðin kemur svo að henni kl. 11:14. Við fylgjumst með þeim úr fjarska og sendum þeim hlýjar kveðjur og ósk um gott gengi.

Fylgdu okkur á Instagram @lsa_skautar

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira