28.09.2023
Á laugardaginn síðasta fór fram haustmót ÍSS í Egilshöll. SA átti 7 keppendur á mótinu.
Mótið hófst á laugardaginn með keppni í félagalínu hluta mótsins. Þar átti SA einn keppanda, hana Kristbjörgu Heiðu sem keppti í flokknum 12 ára og yngri. Hún stóð sig með mikilli prýði. Seinnipartinn var svo komið að keppni í ÍSS línu mótsins...
14.07.2023
Byrjendanámskeið hjá listskautadeild SA verður á þriðjudögum og fimmtudögum fyrstu þrjár vikurnar í ágúst. Opnað hefur verið fyrir skráningar á sportabler.com/signup
með kóðanum WHIQTC
Verð 20.000 kr
Nánari upplýsingar á formadur@listhlaup.is
12.05.2022
Figure skating department is seeking a Head Coach for the 2022/2023 season and beyond. This is a remunerated position that includes both on ice and off ice duties, commencing August 1st 2022. Akureyri Skating Club is committed to provide high-quality skating programs in a fun environment for all their skaters.
19.12.2018
Það gleður okkur að tilkynna að Marta María Jóhannsdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Vetrar Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar (European Youth Olympic Festival), sem fer fram í Sarajevó, Austur-Sarajevó og Bosníu-Hersegóvínu, dagana 9. - 16. febrúar, 2019.
19.12.2018
Það gleður okkur að tilkynna að tveir fulltrúar frá LSA munu taka þátt í Alþjóða vetrarleikum barna 2019 – International Childrens Winter Games 2019 sem haldnir verða að þessu sinni í Lake Placid í Bandaríkjunum 6. til 11. janúar nk.
17.12.2018
Marta María Jóhannsdóttir var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar í gærkvöld en hún fékk afhennt verðlaunin í lok jólasýningar deildarinnar. Marta María er vel að titlinum komin en hún varð Íslandsmeistari í Junior flokki nú á dögunum annað árið í röð og setti einnig stigamet í flokknum. Þetta er annað árið í röð sem Marta er valin skautakona ársins og við óskum henni hjartanlega til hamingju með nafnbótina.
16.12.2018
Listhlaupadeild Skautafélgs Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 16. des. kl: 17.00. Þar koma allir okkar iðkendur saman með töfrandi sýningu þar en þema sýningarinnar í ár er jólalestin sem kemur við á hinum ýmsu stöðum. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari.
07.12.2018
Um síðastliðna helgi kláraðist Íslandsmótið í Listhlaupi þar sem Skautafélag Akureyrar vann tvo Íslandsmeistaratitla af þremur en Marta María Jóhannsdóttir vann í Junior annað árið í röð eftir æsispennandi keppni við Aldís Köru Bergsdóttur. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í Advanced Novice með miklum yfirburðum.
06.05.2014
Boðað er til aðalfundar Lishlaupadeildar Skautafélags Akureyrar mánudagskvöldið 12. maí kl. 19.30 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Aðalfundur foreldrafélags deildarinnar verður kl. 19.00.
21.04.2014
Miðvikudaginn 23. apríl verður hin árlega Vorsýning listhlaupadeildar. Disneyþema verður að þessu sinni.