Flýtileiðir

Fréttir

06.02.2025

Ylfa Rún keppir á sínu fyrsta Norðurlandamóti

Norðurlandamótið á listskautum sem fer fram í Asker í Noregi hefst í dag en Skautasamband Íslands sendir 4 keppendur til keppni sem allar að keppa í Advanced Novice girls. Við eigum einn keppanda í þessum hópi hana Ylfu Rún Guðmundsdóttir sem er á leið á sitt fyrsta Norðurlandamót. Ásamt Ylfu Rún keppa þær Elín Katla og Arna Dís frá Fjölni og Katla Karítas frá Skautafélagi Reykjavíkur. Ylfa skautar stutta prógramið sitt í dag en Ylfa er fyrst á ísinn í öðrum upphitunarhóp sem hefst kl. 15:25 á íslenskum tíma og hægt er að horfa á streymi af keppninni hér. Ylfa skautar svo frjálsa prógramið á morgun föstudag en mótið klárast svo á laugardag. Við óskum Ylfu og öllum íslenska hópnum velgengni og hlökkum til að fylgjast með ykkur.
05.02.2025

Risastór hokkíhelgi framundan hjá meistaraflokkunum

Það er risa hokkíhelgi framundan hjá meistaraflokkunum okkar en það verða þrír heimaleikir spilaðir í Skautahöllini um helgina. SA Víkingar mæta Fjölni á laugardag og meistaraflokkur kvenna spilar tvíhöfða við Fjölni laugardag og sunnudag. SA Víkingar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni við Fjölni og SR en SA Víkingar eru í lykilstöðu með 3 stiga forskot á SR og 8 stiga forskot á Fjölni og eiga einnig leiki til góða. Kvennaliðið okkar er í góðri stöðu um sæti í úrslitakeppninni með 12 stiga forskot á SR en 3 sigum á eftir Fjölni svo leikirnir um helgina geta einnig skorið úr um hvaða lið nær heimaleikjarétt. Við búumst við frábærum hokkíleikjum um helgina og ætlum að fyllum stúkuna og styðja okkar lið til sigurs takk fyrir.
31.01.2025

Skautafélag Akureyrar fékk styrk frá Norðurorku

Á miðvikudag fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2025 í Menningarhúsinu Hofi en þar fékk Skautafélag Akureyrar veglegan styrk. Verkefnið sem Skautafélag Akureyrar fékk styrk fyrir eru skautar fyrir byrjendur á listskautum en en Stella Pauli tók við styrknum fyrir hönd Skautafélagsins. Skautafélag Akureyrar kann Norðurorku miklar þakkir fyrir styrkinn og þáttöku þess í samfélagsverkefnum á starfsvæðinu.
28.01.2025

Fjölmennasta MaggaFinns mótinu lokið

Um helgina fór fram MaggaFinns mótið í íshokkí í Skautahöllinni þar sem 9 lið heldri manna lið í blönduðum kynjum kepptu um MaggaFinns bikarinn eftirsótta. Mótið í ár markaði ákveðin tímamót því 20 ár eru síðan Magnús Einar Finnsson fyrrverandi formaður Skautafélags Akureyrar til margra ára lést en hann var meðal fyrstu manna sem tekin var inn í Heiðursstúku Íshokkísambands Íslands fyrir sín störf fyrir íshokkí á Íslandi.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI