Flýtileiðir

Fréttir

06.11.2025

Risa hokkíhelgi framundan með heimaleikjum

Það er risastór hokkíhelgi framundan með heimaleikjum. SA Víkingar taka á móti Fjölni á laugardag og stelpurnar mæta kvennaliði Fjölnis á sunnudag. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs.
06.11.2025

Krulluævintýri í Noregi

9 krullarar úr Krulludeild SA hentu sér í ævintýraferð til Noregs til að spila á Bygdøy Broomstacking. Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt og var spilað í tveimur krulluhöllum. Í heimahöll Bygdøy sem er með tvær brautir og Snarøya sem er 6 brauta hús. Á næsta ári er 10 ára afmæli þessa skemmtilega krullumóts.
19.10.2025

SA Víkingar í 3. sæti í fyrstu umferð Continental Cup 2025

SA Víkingar náðu í sigur gegn Eistnesku meisturunum Narva PSK frá Eistlandi í síðasta leik liðsins í Evrópukeppninni Continental Cup sem lýkur í dag. SA Víkingar voru sterkari aðilinn í leiknum en jafnt var eftir venjulegan leiktíma og en Jóhann Már Leifsson skoraði sigurmarkið í framlengingu eftir góðan undirbúning Hank Nagel. Unnar Rúnarsson skoraði tvö marka SA í leiknum, Heiðar Jóhannsson eitt og Aron Ingason jöfnunarmarkið í þriðju lotu. Róbert Steingrímsson átti góðan leik í markinu og var með 88% markvörslu.
17.10.2025

SA Víkingar hefja leik í Continental Cup í dag

SA Víkingar eru mætir til Vilníus í Litháen þar sem þeir spila í Evrópukeppninni Continental Cup næstu daga. SA Víkingar lögðu af stað á miðvikudag og komu á áfangastað í gærkvöld og leikur sinn fyrsta leik í kvöld gegn heimaliðinu Hockey Punks. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á IIHF Tv kl. 17:00. Áfram SA Víkingar!

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI