Flýtileiðir

Fréttir

28.09.2023

Haustmót 2023

Á laugardaginn síðasta fór fram haustmót ÍSS í Egilshöll. SA átti 7 keppendur á mótinu. Mótið hófst á laugardaginn með keppni í félagalínu hluta mótsins. Þar átti SA einn keppanda, hana Kristbjörgu Heiðu sem keppti í flokknum 12 ára og yngri. Hún stóð sig með mikilli prýði. Seinnipartinn var svo komið að keppni í ÍSS línu mótsins...
25.09.2023

SA Bikarmeistarar U14 í A og AA liða

SA Bikarmeistarar u14 í AA og A liða   SA liðin unnu bæði sigra á skemmtilegu og spennandi bikarmóti sem fór fram í Skautahöllinni um helgina. það Við þökkum Skautafélagi Reykjavíkur og Fjölni fyrir komuna og keppnina.
19.09.2023

Farsæll ferill: Íþróttaferill í meðbyr og mótbyr Íþróttaráðstefna

Íþróttaráðstefna verður haldin í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og ÍBA. Tilgangur íþróttaráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir þá sem að íþróttum koma á margvíslegan hátt, m.a. íþróttafólk, þjálfara og foreldra, rannsakendur, nema og fagaðila, og deila þekkingu sinni og ræða viðfangsefni líðandi stundar í íþróttum. Þema ráðstefnunnar í ár er: Farsæll ferill: Íþróttaferill í meðbyr og mótbyr
15.09.2023

SA Víkinga hefja leik í Hertz-deildinni um helgina

SA Víkingar hefja tímabilið í Hertz-deildinni um helgina þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum síðasta tímabils, Skautafélagi Reykjavíkur. Litlar breytingar eru á hóp SA Víkinga frá síðasta tímabili en hefur þó misst þrjá leikmenn en það eru landsliðsleikmennirnir Gunnar Arason, Heiðar Gauta Jóhannsson og Halldór Skúlason sem eru allir farnir til liða í Svíþjóð. En þrátt fyrir þennan missi er hópurinn þéttskipaður með góðri blöndu af gríðarlega sterkum reynsluboltum og enn stærri hóp ungra og efnilegra leikmanna sem hafa verið að gera sig gildandi í deildinni en einnig kemur ný kippa af leikmönnum inn úr unglingastarfinu. Nýr þjálfari er einnig kominn í brúnna en Jamie Dumont mun stýra liðinu í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir hans stjórn.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI