Flýtileiðir

Fréttir

20.11.2023

Félagsgjöldin komin í heimabanka

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.500 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
16.11.2023

U18 stelpurnar okkar komnar heim af 4Nation

U18 stelpurnar okkar eru komnar heim af 4Nation. Stelpurnar komu heim eldsnemma á þriðjudagsmorgun eftir langt ferðalag, þreyttar en sælar.  SA átti 10 fulltrúa af 19 í U18 landsliði stúlkna sem tók þátt í Fjögurra þjóða móti sem haldið var í Jaca á Spáni um s.l. helgi. Auk íslenska liðsins eru það heimamenn á Spáni, Bretar og Pólverjar sem eru þátttakendur í mótinu en þessar þjóðir gerðu með sér samkomulag um að halda mót fyrir U18 stúlkna landsliðin sín einu sinni í hverju þátttökulandi. Ísland hélt mótið árið 2021 í Laugardalnum í Reykjavík og lokaðist hringurinn núna með þessu móti á Spáni. SA átti einnig fulltrúa í þjálfarateymi liðsins en Silvía Rán Björgvinsdóttir leikmaður mfl kvenna og þjálfari innan félagsins er önnur af aðstoðar þjálfurum liðsins.
03.11.2023

Hrekkjavakan í Skautahöllinni 2023

Helgina 27 - 28 október síðastliðinn hélt Skautahöllin í samstarfi við Listskautadeild Akureyrar Hrekkjavöku böll. Hrekkjavöku skautadiskóið var haldið í þriðja sinn, Uppselt hefur verið síðust ár á Hrekkjavöku skautadiskóið og færri komist sem vildu, því var ákveðið þetta árið af aðilum sem komu að böllunum að bæta við barna balli á laugardeginum. Böllin tókust mjög vel og allir virtust njóta sín.
25.10.2023

Þetta er Draumurinn.

Hvað er að frétta af stelpunum okkar sem hafa horfið á vit hokkí ævintýranna undanfarið ? Við ætlum að reyna ná tali af þeim einni af annari á næstu vikum og komast að því hvernig gengur í hinum stóra íshokkíheimi. Herborg Rut Geirsdóttir er ein af stelpunum okkar, hún byrjaði skautaferilinn hjá okkur í SA, flutti ung að árum með fjölskyldunni til Noregs, æfði þar og í Svíþjóð, í Reykjavík, kom til okkar á heimaslóðirnar í fyrra en elti svo hokkídrauminn áfram til Svíþjóðar nú í haust.   

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI