Flýtileiðir

Fréttir

20.12.2025

Íþróttafólk hokkídeildar

í liðinni viku var tilkynnt um íþróttafólk hokkídeildar 2025, það eru þau Silvía Rán Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson sem eru vel að titlinum komin. Elísabet Ásgrímsdóttir formaður deildarinnar færði þeim verðlaun og blóm af tilefninu. Það var kátt í höllinni á þessum viðburði en í kjölfarið hófst jólaball yngri flokka, þangað mæta leikmenn meistaraflokka og fyrirmyndir yngri iðkendanna, dansa kringum jólatréð og skauta með krökkunum og foreldrafélagið býður upp á veitingar.
18.12.2025

Sædís skautakona ársins hjá listskautadeild

Á jólasýningu listskautadeildarinnar var Sædís Heba Guðmundsdóttir heiðruð af listskautdeildinni og útnefnd sem Skautakona listskautadeildarinnar 2025 og er það annað árið í röð sem Sædís Heba er skautakona deildarinnar. Sædís er jafnfram skautakona ÍSS árið 2025. Við óskum Sædísi Hebu innilega til hamingju með útnefningarnar , auk þess sem við óskum Jönu þjálfara og foreldrum Sædísar Hebu innilega til hamingju með dömuna .
16.12.2025

Frábær jólasýning listskautadeildar

Jólasýning Listskautadeildar SA var haldin í gær sunnudaginn 14. desember. Þar sýndu iðkendur verkið ,,Þegar Tröllið stal jólunum". Jana Omelinova yfirþjálfari samdi dansana og leikstýrði sýningunni með aðstoð frá aðstoðarþjálfurum deildarinnar þeim Telmu Marý Arinbjarnardóttur og Varvöru Voroninu. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og ánægjulegt að sjá hversu mikill mettnaður var lagður í búninga og hár. Við þökkum kærlega fyrir frábæra skemmtun.
12.12.2025

Sunna og Unnar íshokkífólk ársins á Íslandi

Sunna Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íshokkífólk ársins 2025 af Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö koma frá Skautafélagi Akureyrar, Unnar er leikmaður SA Víkinga en Sunna spilar með Södertalje SK í Svíþjóð.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI