Flýtileiðir

Fréttir

17.10.2025

SA Víkingar hefja leik í Continental Cup í dag

SA Víkingar eru mætir til Vilníus í Litháen þar sem þeir spila í Evrópukeppninni Continental Cup næstu daga. SA Víkingar lögðu af stað á miðvikudag og komu á áfangastað í gærkvöld og leikur sinn fyrsta leik í kvöld gegn heimaliðinu Hockey Punks. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á IIHF Tv kl. 17:00. Áfram SA Víkingar!
28.09.2025

Fræðslufyrirlestrar í upphafi tímabils

Í byrjunseptember buðum við foreldrum og forráðamönnum iðkenda í U14, U16 og U18 á fræðslufyrirlestur um samskipti. Á þessum aldri geta samskipti verið krefjandi og því mikilvægt að ræða þau sérstaklega. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, fjallaði um samskipti í ýmsum myndum og hvernig foreldrar geta brugðist við ef ágreiningur kemur upp. Hún ræddi hvernig leysa má úr málum á farsælan hátt, hvaða boðleiðir eru í boði og spurði að lokum hvort við sem foreldrar værum góðar fyrirmyndir í samskiptum.
24.09.2025

Fyrsti heimaleikur tímabilsins á laugardag

Fyrsti heimaleikur tímabilsins er um helgina en þá tekur SA á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Toppdeild kvenna í Skautahöllinni kl. 16:45 á laugardag. Bæði lið hafa spilað einn leik og lagt Íslandsmeistara síðasta tímabils að velli og því um toppslag að ræða. Árskortasalan er í fullum gangi á Stubb og þar er einnig forsala miða. Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og Sjoppan Ásgarður opin.
24.09.2025

12 keppendur SA á haustmót ÍSS um komandi helgi

Fyrsta mót tímabilsins hjá skautasambandinu, haustmót ÍSS, fer fram um helgina 26.-28. september í Skautahöllinni í Laugardal. LSA sendir flottan hóp skautara á mótið en við eigum 7 keppendur í ÍSS línu mótsins og 5 keppendur í félaga línu mótsins. Við hlökkum til að fylgjast með stelpunum á þessu fyrsta móti vetrarins og hvetjum við alla sem möguleika eiga á til að kíkja í laugardalinn og hvetja skautarana okkar til dáða.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI