Flýtileiðir

Fréttir

17.03.2025

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna á þriðjudagskvöld

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna fer fram í Skautahöllinni á morgun þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 19:30. Fjölnir leiðir einvígið 2-1 en allir leikirnir hafa unnist á heimavöllum liðanna en SA freistar þess að knýja fram oddaleik sem fer þá fram í Egilshöll á fimmtudag. Við hvetjum allt SA fólk til að mæta í stúkuna og styðja vel við bakið á okkar liði.
16.03.2025

4 vikna Skautanámskeið fyrir alla aldurshópa hefst á miðvikudag

Við bjóðum uppá 4 vikna skautanámskeið sem hentar öllum sem vilja læra á skauta sér til heilsubótar eða auka þá færni sem er nú þegar til staðar. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er kennt á allar gerðir skauta - listskauta - hokkískauta og skautahlaups. Námskeiðið er kennt á miðvikudagskvöldum kl. 20:20-21:05 en fyrsti tíminn er 19. Mars og verð er 10.000 kr. fyrir námskeiðið.
15.03.2025

Skautafélag Akureyrar hefur eignast þrjá Íslandsmeistara í skautahlaupi

Íslandsmeistarmót í skautaati - short track var haldið á Vormóti Skautasambands Íslands hér á Akureyri helgina 1.-2. mars s.l. Skautaat er sú grein skautahlaups sem haldin er á stuttri brautu eða á sama ís og listskautar og hokkí. Greinin hefur verið stunduð í Skautafélagi Akureyrar í rúm 2 ár. Keppt var í tveimur vegalengdum og veittu samanlögð úrslit beggja vegalengda heildarúrslit mótsins.
11.03.2025

Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna í kvöld

Fyrsti leikur í úrslitakeppni Toppdeildar kvenna fer fram í kvöld en SA mætir þar Fjölni í Egilshöll. Fjölnir er með heimaleikjaréttinn í seríunni en leikið er heima og að heiman þangað til annað liðið nær 3 sigrum og tryggir sér þá Íslandsmeistaratitilinn. Leikir liðanna hafa verið jafnir og spennandi allan í vetur en 6 af 8 leikjum hafa unnist með einu marki og 3 leikir hafa farið í framlengingu og vítakeppni. Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á þennan fyrsta leik í Egilshöll en leikurinn hefst kl. 19:45. 

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI