Flýtileiðir

Fréttir

13.09.2025

SA Víkingar hefja titilvörn í Toppdeild karla í dag

Meistaraflokkur karla, SA Víkingar, hefja titilvörnina í Toppdeild karla í dag þegar liðið mætir Fjölni í Egilshöll. Eftirvæntingin er mikil í herbúðum SA en í dag lýkur 4 mánaða undirbúningstímabili leikmanna en hópurinn verið saman í 6 vikur á ís. Nýtt tímabil, nýtt fyrirkomulag og áskoranir með breyttan leikmannahóp – en markmiðið er skýrt: að verja titilinn og koma honum aftur heim til Akureyrar.
13.09.2025

Robbe Delport spilar með SA Víkingum í vetur

Robbe Delport hefur bæst í leikmannahóf SA Víkinga en hann er 18 ára Belgískur sóknarmaður sem kemur frá Chiefs Leuven sem spilar í Belgísku deildinni. Robbe er virkilega efnilegur og spennandi leikmaður en Robbe hefur verið fyrirliði Belgíska unglingalandsliðsins og var fastamaður í Belgíska A-landslið síðasta vetur. Robbe mun starfa við þjálfun yngstu aldursflokkana hjá klúbbnum í vetur. Við bjóðum Robbe hjartanlega velkominn í klúbbinn og hlökkum til að sjá hann með SA Víkingum í vetur.
12.09.2025

Minningarorð um Jón Björnsson

Í dag var borinn til grafar Innbæingurinn Jón Björnsson, heiðursfélagi í Skautafélagi Akureyrar. Jón, eða Nonni Björns eins og við flest þekkjum hann, ólst upp í Innbænum, í Aðalstræti 54 og fór snemma að renna sér á skautum og spila íshokkí líkt og bræður hans, Hermann, Davíð og Héðinn. Nonni varð fljótt mikill Skautafélagsmaður og lagði mikla vinnu í félagið og uppbyggingu þess og var formaður félagsins fyrst á árunum 1976 – 1979 og svo aftur 1994 – 1996. Framlag hans til félagsins var margþætt en auk þess að standa að uppbyggingu skautasvæðanna spilaði hann íshokkí, tók að sér þjálfun og dómgæslu. Fyrir óeigingjarnt framlag sitt var Nonni gerður að heiðursfélaga í Skautafélagi Akureyrar árið 2012.
12.09.2025

Hank Nagel til SA Víkinga

SA Víkingar hafa samið við Hank (Harrison) Nagel en hann er 25 ára varnarmaður og kemur frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið úr hokkíhéraðinu Minnesota. Hank er mjög sterkur varnarmaður en lipur miðað við stærð (193cm) og bætir gæðum í sóknarleikinn hjá SA Víkingum. Hank kemur einnig til með að þjálfa hjá félaginu en hann verður aðstoðarþjálfari SA kvenna og aðstoðar einnig í yngri flokka þjálfun. Hank kemur til okkar frá H.C. Jaca á Spáni þar sem hann spilaði síðasta vetur. Við bjóðum Hank hjartanlega velkominn í klúbinn og hlökkum til að sjá hann á ísnum með SA Víkingum í vetur.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI