-
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:30-17:15. Mikilvægt er að mæta tímanlega til að hafa tíma til að fara í æfingaföt og skauta (15 min áður en æfing byrjar). Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í tvær vikur.
-
Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.
-
Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar
-
Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér
-
facebook síða 4. hóps https://www.facebook.com/groups/230321910761187
-
Nánari upplýsingar: formadur@listhlaup.is
- Æfingagjöld
Allur veturinn haustönn/vorönn 1.hópur 300.000 kr 160.000 kr 2.hópur 215.000 kr 120.000 kr 3.hópur 150.000 kr 80.000 kr 4.hópur 50.000 kr