20.11.2013
Helgina 29. nóvember til 1. desember fer Íslandsmótið í listhlaupi fram í Egilshöllinni. Drög að dagskrá mótsins eru komin á vef Skautasambandsins.
04.11.2013
Nú er komin inn ný tímatafla með breytingum á tímum á föstudögum, laugardögum og sunnudögum.
28.10.2013
Þær Pálína Höskuldsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir, Rebekka Rós Ómarsdóttir og Kolfinna Ýr Birgisdóttir unnu sína flokka í Bikarmóti ÍSS um helgina. SA-stelpur náðu sér í alls átta verðlaun.
24.10.2013
Dagana 25.-27. október fer Bikarmót Skautasambands Íslands í listhlaupi á skautum fram í Skautahöllinni á Akureyri. Hátt í 70 keppendur, 13 frá SA.
Allar morgunæfingar í listhlaupi og íshokkí falla niður á laugardag og sunnudag. Breyting verður á almenningstímum báða dagana.
18.10.2013
Mánudaginn 21. október og miðvikudaginn 23. október verða eftirfarandi breytingar á æfingatímum:
30.09.2013
Keppendur úr röðum Skautafélags Akureyrar komu heim af Haustmóti ÍSS hlaðnir verðlaunapeningum. Alls unnu SA-stelpurnar til tíu verðlauna á mótinu.
27.09.2013
Núna um helgina fer fram Haustmót ÍSS í listhlaupi á skautum í Skautahöllinni í Laugardal.
19.09.2013
Frostmót listhlaupadeildarinnar var haldið í gær, miðvikudaginn 18. september. Það voru 13 keppendur sem stóðu sig allir sem einn með prýði. Vill mótstjóri þakka iðkendum, þjálfara, dómurum og öllum þeim sem unnu við mótið, kærlega fyrir daginn.
27.08.2013
Sunnudaginn 1. september verður mikið um að vera á svellinu og utan þess því Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar stendur fyrir Listhlaupadeginum 2013. Allir eru velkomnir að koma og prófa. Núverandi (nýir og gamlir) iðkendur þurfa að mæta til skráningar vegna æfinga vetrarins.
27.08.2013
Listhlaupadeild boðar foreldra iðkenda í 1., 2. og 3. hópi til fundar í fundarherbergi Skautahallarinnar fimmtudaginn 5. september kl. 20.00.