19.12.2018
Það gleður okkur að tilkynna að Marta María Jóhannsdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Vetrar Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar (European Youth Olympic Festival), sem fer fram í Sarajevó, Austur-Sarajevó og Bosníu-Hersegóvínu, dagana 9. - 16. febrúar, 2019.
19.12.2018
Það gleður okkur að tilkynna að tveir fulltrúar frá LSA munu taka þátt í Alþjóða vetrarleikum barna 2019 – International Childrens Winter Games 2019 sem haldnir verða að þessu sinni í Lake Placid í Bandaríkjunum 6. til 11. janúar nk.
17.12.2018
Marta María Jóhannsdóttir var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar í gærkvöld en hún fékk afhennt verðlaunin í lok jólasýningar deildarinnar. Marta María er vel að titlinum komin en hún varð Íslandsmeistari í Junior flokki nú á dögunum annað árið í röð og setti einnig stigamet í flokknum. Þetta er annað árið í röð sem Marta er valin skautakona ársins og við óskum henni hjartanlega til hamingju með nafnbótina.
16.12.2018
Listhlaupadeild Skautafélgs Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 16. des. kl: 17.00. Þar koma allir okkar iðkendur saman með töfrandi sýningu þar en þema sýningarinnar í ár er jólalestin sem kemur við á hinum ýmsu stöðum. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari.
07.12.2018
Um síðastliðna helgi kláraðist Íslandsmótið í Listhlaupi þar sem Skautafélag Akureyrar vann tvo Íslandsmeistaratitla af þremur en Marta María Jóhannsdóttir vann í Junior annað árið í röð eftir æsispennandi keppni við Aldís Köru Bergsdóttur. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í Advanced Novice með miklum yfirburðum.
06.05.2014
Boðað er til aðalfundar Lishlaupadeildar Skautafélags Akureyrar mánudagskvöldið 12. maí kl. 19.30 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Aðalfundur foreldrafélags deildarinnar verður kl. 19.00.
21.04.2014
Miðvikudaginn 23. apríl verður hin árlega Vorsýning listhlaupadeildar. Disneyþema verður að þessu sinni.
07.04.2014
Frostmót listhlaupadeildar SA fór fram um helgina. Alls voru 86 keppendur skráðir til leiks, þar af 18 frá SA, mun fleiri en í fyrra þegar aðeins einn keppandi var héðan.
03.04.2014
Á laugardag og sunnudag heldur listhlaupadeild SA Frostmótið fyrir keppendur í C-flokkum. Dagskrá Frostmótsins liggur fyrir, sem og keppnisröð í öllum flokkum.
20.03.2014
Vegna verðurútlits og færðar hefur mótsstjóri Listhlaupadeildar frestað Frostmótinu sem vera átti núna um helgina. Mótið verður haldið helgina 5. og 6. apríl.