Minningarorð

Eva Björg Halldórsdóttir
Eva Björg Halldórsdóttir

Í dag kveðjum við fyrrum skautara og þjálfara hana Evu Björg Halldórsdóttur sem lést af slysförum á síðasta vetrardag 24.apríl síðastliðinn. Við minnumst Evu Bjargar með hlýju. Hún var samviskusamur og kröftugur skautari sem sinnti æfingum og keppni í skautaíþróttinni af alúð. Þetta gerði hún samhliða æfingum og keppni á skíðum. Hennar er minnst sem góðs vinar, hvetjandi æfingafélaga og öflugs skautara. Við minnumst hennar einnig sem athugulum, samviskusömum og ljúfum þjálfara, en hún kom meðal annars að þjálfun byrjenda hjá okkur í nokkur ár.

Við sendum Vilborgu Þórarinsdóttur og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og styrk í sorginni.

Hvíldu í friði kæra Eva Björg

Stjórn LSA, stjórn SA, iðkendur og foreldrar LSA