01.01.2013
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir er skautakona ársins úr röðum Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. Hrafnhildi var veitt viðurkenning í fjölskyldutíma deildarinnar á svellinu á gamlársdag.
16.12.2012
Sunnudaginn 16. desember kl. 17.30 verða iðkendur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar með sína árlegu jólasýningu.
12.12.2012
Listhlaupskrakkar skemmtu sér saman á svellinu ásamt fjölskyldum sínum í liðinni viku. Þrír bræður kíktu í heimsókn og N4 mætti með myndavél á lofti.
25.11.2012
Fjórar stelpur úr Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar urðu um helgina Íslandsmeistarar í sínum flokkum í listhlaupi, ein fékk silfur og ein brons.
21.11.2012
Íslandsmótið í listhlaupi á skautum fer fram í Skautahöllinni í Laugardal helgina 23.-25. nóvember. Tólf keppendur frá SA skráðir til leiks.
09.11.2012
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir luku keppni á ISU Icechallenge í Graz í Austurríki á miðvikudag.
06.11.2012
Keppt var í stuttu prógrammi á ISU Icechallenge í Graz í Austurríki í morgun. Okkar stelpur eru í 18. og 20. sæti eftir fyrri keppnisdag. Keppt í frjálsu prógrammi í fyrramálið.
04.11.2012
Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar á tvo fulltrúa í íslenska landsliðinu í listhlaupi sem keppir á Icechallenge 2012 í Graz í Austurríki núna í vikunni. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir eru einnig í landsliðshóp sem valið verður úr fyrir Norðurlandamótið 2013.
28.10.2012
SA-stelpurnar stóðu sig frábærlega á Bikarmóti Skautasambands Íslands sem fram fór í Egilshöllinni um helgina. Þær koma heim með fern gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
26.10.2012
Listhlaupadeildin stendur í stórræðum við kynningu á starfi deildarinnar þessa dagana með það að markmiði að fá fleiri krakka til að koma og prófa og fjölga þannig iðkendum í listhlaupi.