13.04.2010
Það verður engin æfing í Laugargötu í dag!
11.04.2010
Á morgun er hefðbundinn frídagur eftir mót hjá C iðkendum en A og B iðkendur mæta á generalprufu fyrir basic testið. Sjá frétt hér fyrir neðan um hópaskiptingar og mætingatíma.
06.04.2010
Generalprufa verður fyrir þá iðkendur sem skráðir eru í Basic test/grunnpróf ÍSS núna í vor mánudaginn 12. apríl og þriðjudagsmorguninn 13. apríl. Lesið töfluna vel yfir því iðkendum hefur verið skipt niður í litla hópa eftir því í hvaða próf þeir fara. Allir iðkendur fá tíma í generalprufu í basic hluta (áttur) og einnig æfingaís til að æfa free test element (prógrammahluta). Ef eitthvað er óljóst má hafa samband við Helgu Margréti þjálfara í gegnum tölvupóst eða á æfingu á miðvikudaginn næsta 7. apríl. Þeir iðkendur sem ekki fara í próf núna í vor eru ekki á listanum en ef þeir hafa áhuga á að koma og æfa sig þennan dag hafið þá samband við Helgu Margréti.
01.04.2010
Ákveðið hefur verið að sameina hópana 3 í æfingabúðunum í 2 á morgun þar sem margir eru fjarverandi. Ath að tímataflan breytist við þetta!
30.03.2010
Audrey Freyja kemur sem gestaþjálfari í páskaæfingabúðirnar okkar dagana 31. mars til 2. apríl. Ef áhugi er fyrir hendi þá getur hún boðið upp á einkatíma fyrir þá sem það kjósa þessa daga. Hafið samband við Audrey með tölvupósti (audreyfreyja@gmail.com) til að panta tíma.
27.03.2010
Páskaæfngabúðir LSA hefjast á morgun mánudaginn 29. mars. Iðkendur skulu mæta a.m.k. 20 mín. fyrir fyrsta ístímann sinn, munið að koma með afísæfingaföt, íþróttaskó og létt nesti til að borða á undan ístíma nr. 2.
23.03.2010
Páskafrí LSA verður dagana 29. mars til 6. apríl. Æfingar hefjast aftur samkvæmt tímatöflu miðvikudaginn 7. apríl. Við minnum A og B iðkendur á páskaæfingabúðir LSA en nánari upplýsingar um þær er að finna á heimsíðunni. Iðkendum í C1, 2, 3 og 4 verður boðið á æfingar í páskafríinu en þá tíma er einnig hægt að nálgast í tímatöflu páskaæfingabúða.
23.03.2010
Í páskafríinu ætlar LSA að halda litlar æfingabúðir fyrir A og B iðkendur sína og einnig hefur iðkendum Bjarnarins og SR verið boðið að taka þátt. Æfingabúðirnar munu hefjast mánudaginn 29. mars og lýkur 2. apríl. C iðkendum verður einnig boðið á æfingar í páskafríinu. Helga Margrét og Audrey Freyja Clarke munu sjá um æfingarnar bæði á ís og afís hjá A og B iðkendum. Aðaláherslan verður á Grunnpróf ÍSS. Tímatöflu má sjá undir lesa meira. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt er bent á að senda skráningu á helgamargretclarke@gmail.com, þessar æfingabúðir eru innifaldar í æfingagjöldum iðkenda LSA en mikilvægt er að fá skráninguna svo hægt sé að hópaskipta. Vinsamlega sendið inn skráningu fyrir fimmtudaginn 25. mars.
23.03.2010
Þessa vikuna fer fram 100. heimsmeistaramót í listhlaupi á vegum alþjóðaskautasambandsins (ISU). Frá og með deginum í dag og fram á næsta sunnudag munu 208 íþróttamenn frá 53 löndum keppa á ísnum í Palavela. Á meðal þeirra eru fjölmargir verðlaunahafar Ólympíuleikanna í Vancouver.
22.03.2010
Morgunístímar á þriðjudagsmorgnum verða settir til hliðar þar til eftir páskaleyfi, Laugargata verður þó á sínum stað.