Opinn tími fyrir keppendur helgarinnar!

Opinn tími á ísnum verður fyrir þá sem keppa um helgina milli kl. 11.30 og 13.00.

Engin morgunæfing á morgun fimmtudaginn 3. desember

Minni á að það er engin morgunæfing í fyrramálið, hvet samt alla til að koma á opinn tíma milli 13 og 15 bæði í dag, miðvikudag og á morgun fimmtudag. Kv. Helga Margrét

Dagarnir 4. - 6. desember

Vegna íslandsmeista- og aðventumóts um næstu helgi verða bæði margir skautarar og þjálfarar fjarverandi. Af þeim orsökum verða breyttar æfingar.

Æfingar á morgun miðvikudaginn 2. desember

Vegna undirbúnings fyrir Íslandsmeistara- og Aðventumót ÍSS um næstu helgi verða æfingar á morgun örlítið breyttar.

Dagskrá Íslandsmeistaramóts og Aðventumóts 2009

Inni á síðu Skautasambands Íslands er að finna dagskrá og keppendalista fyrir Íslandsmeistaramótið og Aðventumótið sem haldið verður helgina 5. og 6. desember 2009 í Laugardalnum.

Breyttar æfingar og fundur

Æfingar á morgun verða breyttar/falla niður vegna hóps sem kemur á svellið milli 16 og 18. A2 og B2 mæta á fund með Helgu kl. 15:30-16:45 og A1 og B1 mæta 16:45-18:00, fundurinn verður uppi í fundarherbergi. A2 og B2 fara svo á ísinn kl. 18 og A1 og B1 kl. 18:40. Æfing hjá C1 fellur niður (verður bætt upp fyrir síðar).

Basic test æfingar

Það sem eftir er af haustönninni verður fyrirkomulagið með því móti að þriðjudagsmorgunæfingarnar (06:30-07:20) og sunnudagsmorgunæfingarnar (08:00-08:40) verða eingöngu basic test æfingar. Basic test æfingarnar verða ekki æfðar á öðrum tímum. Ath. þeir sem hyggjast taka basic test þetta skautaárið (janúar/apríl) munið að þessar æfingar þarf að æfa jafnt og þétt allt tímabilið. Basic test verður í eftirtöldum keppnisflokkum í vor: 8 ára og yngri A og B, 10 ára og yngri A og B, 12 ára og yngri A og B, Novice A og B. Þeir sem hyggjast keppa næsta skautaár í einhverjum eftirtalinna flokka þurfa að taka próf í vor. Þeir sem hafa nú þegar lokið prófi og keppa áfram í sama flokki næsta skautatímabil þurfa ekki að taka próf aftur í vor.

ATH! Næstu 3 vikur þá verður þriðjudagsmorgunæfingin á fimmtudagsmorgni, æfingin verður á sama tíma og með sama fyrirkomulagi. (Æfingin 3. desember fellur þó niður vegna keppnisferðar A og B keppenda til Reykjavíkur)

Breyttar æfingar vegna C-móts

Næsta sunnudag, 22. nóvember, verður haldið innanfélagsmót fyrir C keppendur. Vegna undirbúnings fyrir það mót breytast æfingar örlítið á föstudag, laugardag og sunnudag. Sjá lesa meira.

Keppnisröð og tímatafla C-móts

Hér er að finna keppnisröð, tímatöflu og mætingatíma mótsins sem haldið verður á morgun fyrir alla C iðkendur LSA.

Tölvupóstföng foreldra

Kæru foreldrar! Mikilvægt er fyrir bæði þjálfara, foreldrafélag og stjórn að hafa rétt tölvupóstföng allra svo upplýsingaflæði sé eins gott og kostur er. Vinsamlegast sendið póst á skautar@gmail.com ef þið fáið ekki póst frá okkur eða ef þið breytið um tölvupóstfang, látið koma fram nafn ykkar og barns sem og æfingaflokk :)