Keppendur á Bikarmóti!

Hvet ykkur til að koma á opinn tíma á sunnudagsmorgun milli 08:00 og 09:20, tilvalið að renna yfir prógröm með tónlist eða vinna í elementum.

Nokkrar myndir frá hrekkjavökuæfingu yngri iðkenda

Komnar eru inn nokkrar myndir á myndasíðuna frá æfingu yngri iðkenda en þemadagur var á ísnum og var þemað að þessu sinni hrekkjavakan.

Örlítið breyttar æfingar á sunnudaginn nk.

Á sunnudaginn skal A1 mæta milli 11:05 og 12:00 á æfingu í stað 10:05-10:55. Aðrir hópar mæta á sínum vanalega tíma.

Aukaæfingar í Haustfríi fyrir A og B keppendur

Boðið verður upp á aukaæfingar í Haustfríinu fyrir A og B keppendur. Áhersla verður á undirbúning fyrir Bikarmótið, farið yfir element úr prógrömmum og þau fínpússuð.

Hrekkjavökuæfing

Miðvikudaginn 28. október ætlum við að gera okkur glaðan dag. Það verður þemadagur á ísnum hjá öllum hópum. Við viljum bjóða foreldrum/forráðamönnum og systkinum á æfingu með börnunum í D1 og D2 og að sjálfsögðu væri gaman að sjá sem flesta í búningum. Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma ókeypis í höllinni. Hjá öðrum hópum verður venjuleg æfing en allir koma í búningum (sem hægt er að skauta í)

Vonumst til að sjá sem flesta.
Kær kveðja,
þjálfarar og stjórn

Sarah fjarverandi en æfingar falla EKKI niður

Sarah verður fjarverandi þar til 2. nóvember. Í stað þess að fella niður tímana mun Helga Margrét þjálfari útbúa afísplan sem iðkendur æfa í staðinn. Planið verður hengt upp á korktöflu í 3. klefa :)

S - hópur aukaafís

Sarah ætlar að bjóða S hóps stelpum upp á auka afís á morgun miðvikudaginn 21. október kl. 17:20-18:10, þið verðið í lyftingarherberginu.

Fundur um Basic test / grunnpróf ÍSS

Kynningarfundur um Grunnpróf ÍSS verður föstudaginn 6. nóvember í húsi ÍSÍ að Engjavegi 6 (Reykjavík), í sal C og hefst hann kl. 20:00. (Þetta er sömu helgi og Bikamót hjá A og B keppendum er og því ættu einhverjir að geta sótt þennan fund).

 

Afís hjá Söruh fellur niður í dag!

Sarah er fjarverandi í dag og því fellur afísinn því miður niður hjá A og B hópum.

Fræðslukvöld ÍSÍ

Smellið á myndina til að sjá auglýsingu vegna fræðslukvölds ÍSÍ nk. fimmtudag. Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.