Aukaæfing fyrir keppendur Bikarmóts á morgun
30.10.2009
Á morgun laugardaginn 31. október verður keppendum Bikarmóts boðið upp á aukaæfingu til að renna yfir prógröm og vinna í elementum. Sjá lesa meira.
Miðvikudaginn 28. október ætlum við að gera okkur glaðan dag. Það verður þemadagur á ísnum hjá öllum hópum. Við viljum bjóða foreldrum/forráðamönnum og systkinum á æfingu með börnunum í D1 og D2 og að sjálfsögðu væri gaman að sjá sem flesta í búningum. Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma ókeypis í höllinni. Hjá öðrum hópum verður venjuleg æfing en allir koma í búningum (sem hægt er að skauta í)
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kær kveðja,
þjálfarar og stjórn