29.07.2009
Vegna frekar leiðinlegrar veðurspár munum við ekki fara að hjóla á morgun, þess í stað verður afísæfing á hefðbundnum tíma í skautahöllinni. Æfingin verður með öðru sniði en venjulega, við gerum eitthvað skemmtilegt :)
24.07.2009
Stuttur foreldrafundur vegna æfingabúða 2009 verður þriðjudaginn 28. júlí kl. 18-19 í fundarherbergi skautahallarinnar. Vonumst til að sjá sem flesta!
24.07.2009
Hér er plan yfir næstu viku, vikuna 27. - 31. júlí. Athugið að kíkja vel yfir þetta plan!!
21.07.2009
Nú eru komin drög að tímatöflu haustannar 2009 og einnig upplýsingar varðandi nýtt fyrirkomulag hópaskiptinga. Hóparnir fá ný nöfn og við munum bjóða upp á sýningarhóp sem er nýjung. Hvetjum alla til að kynna sér þetta (allt í valmyndinni til vinstri). Að öllum líkindum verða einhverjar breytingar og biðjum við fólk að hafa það í huga. Hópaskiptingarnar sjálfar verða ekki birtar fyrr en um miðjan ágúst, engar upplýsingar verða gefnar upp fyrr en þá.
16.07.2009
Hér kemur æfingaplan fyrir næstu viku. Helga Margrét er þá komin aftur og verða æfingar alla virka daga fram að æfingabúðum. Endilega hvetjum alla til að mæta vel í þessa tíma, bæði þá sem verða með í 4 vikur, 2 vikur eða jafnvel ekki með í æfingabúðunum. Það er ekki gaman að byrja nýtt skautaár illa! Það er mikið skemmtilegra að byrja árið í góðu formi og eins og þið vitið þá verða framfarirnar svo miklu hraðari eftir því sem líkamlegt form er betra.
14.07.2009
Hér eru skilaboð frá Audrey Freyju sem hún sendi á facebook síðunni. Hér er slóðin inn á síðuna fyrir þá sem ekki eru enn búnir að gerast meðlimir: http://www.facebook.com/group.php?gid=103694271496
05.07.2009
Hér eru upplýsingar varðandi landsmót UMFí sem við munum taka þátt í og svo um æfingar mánudag og þriðjudag.