Karfan er tóm.
Næstu tvær fimmtudagsmorgunæfingar verða tileinkaðar þeim iðkendum sem eru að fara í basic test föstudaginn 24. apríl nk. Farið verður bæði í basic test grunnæfingarnar og líka í gegnum prógrömmin.
Boðið verður upp á aukaæfingu fyrir sömu iðkendurna laugardaginn 18. apríl milli 17:15 og 19. Iðkendur sem fara í 10 B og 12 B mæta milli 17:15 og 18:05 og iðkendur sem fara í próf fyrir 10 A og 12 A mæta milli 18:05 og 19:00.
Nú eru hafnar æfingar fyrir vorsýningu LSA sem haldin verður sunnudaginn 26. apríl. Mjög mikilvægt er að iðkendur mæti áfram vel á æfingar svo sýningin verði sem glæsilegust!
Miðvikudaginn 1. apríl verður fræðslukvöld ÍSÍ haldið milli 17 og 21. Að þessu sinni verður fjallað um næringu íþróttafólks og lyf og íþróttir. Þetta fræðslukvöld er opið öllu íþróttafólki hvort sem það eru þjálfarar, iðkendur, foreldrar og eða aðrir áhugasamir. Skráningargjald er kr. 2500. Sjá má frekari upplýsingar með því að smella á myndina.
Búið að breyta æfingum helgarinnar aftur! - Af óviðráðanlegum orsökum verður að breyta æfingum um helgina lítillega. Við vonumst til að þetta komi sér ekki illa fyrir neinn.