Helga Jóhannsdóttir komin heim og Iveta gestaþjálfari kemur á morgun!

Helga Jóhannsdóttir eini keppandi Íslands á Junior Grand Prix í Sheffield er nú komin heim. Helga stóð sig mjög vel, varð 31. eftir stutta prógrammið og 30. eftir frjálsa. Við viljum óska henni til hamingju með árangurinn.

Iveta Reitmayerova og börnin hennar 2, Ivana og Peter, koma til Akureyrar á morgun. Iveta þjálfaði hjá LSA sem gestaþjálfari 2 vetur og mun nú koma aftur inn sem gestaþjálfari í mánuð. Iveta er frá Slóvakíu og hefur mjög mikla reynslu af þjálfun. Dóttir hennar, Ivana, keppti á Heimsmeistaramóti í senior flokki í Gautaborg um sl. páska og um síðustu helgi kepptu bæði systkinin á sama móti og Helga J. eða Junior Grand Prix í Sheffield og varð Peter 6. og Ivana 9. Við bjóðum þau velkomin til okkar og hvetjum alla til að nýta tímann og æfingarnar vel meðan þau eru hjá okkur.

Breyttur afístími hjá 4. hóp

Afístíminn á mánudögum hjá 4. hóp verður nú færður á miðvikudag milli 16:35 og 17:05. Mæting hefur ekki verið nógu góð og því höfum við ákveðið að færa hann þannig að tíminn sé samliggjandi við ístímann þann dag. Vonum að þetta fyrirkomulag henti betur.

Mætingartímar hjá 12 ára og yngri B og Novice í fyrramálið!

Hér má finna plan yfir mætingartíma keppenda sem keppa í fyrramálið.

Mæting í fyrramálið hjá 10 B, 10 A, 12 A og Novice!

Hér má finna plan yfir mætingu hjá keppendum morgundagsins!

Myndataka !!!

Halló! Eru ekki einhverjir foreldrar sem eiga keppendur á mótinu um næstu helgi sem eiga góða myndavél og eru tilbúnir til að taka myndir fyrir okkur í stjórninni. Endilega hafið samband annagj@simnet.is eða 862-4759 eftir kl:16:30. Anna Guðrún

Aðalfundur foreldrafélags

Aðalfundur foreldrafélags verður haldinn í skautahöllinni (fundarherbergi uppi) miðvikudaginn 15. október nk. kl 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf . Búið er að manna 5 manna stjórn en ef einhverjir áhugasamir leynast meðal foreldra getum við alveg þegið 1-2 til viðbótar.

F.h. foreldrafélags listhlaupadeildar. Jóhanna K. Kristjánsdóttir.

Haustmót ÍSS

Um helgina 3.-5. október verður Haustmót ÍSS haldið og munu fjölmargir iðkendur LSA keppa. Við hvetjum alla sem áhuga hafa til að líta við í höllinni, aðgangur er ókeypis. Keppnin hefst á laugardagsmorgun kl. 8 og stendur til rúmlega 15 og á sunnudeginum frá 8 til hádegis.

Morgunæfing fellur niður nk. fimmtudag!

Næsta fimmtudag 2. október fellur niður morgunæfing hjá Novice, 12 A, 10 A og 15 B vegna keppni um helgina. 15 ára og eldri B keppendur eru ekki að keppa og geta í staðinn mætt næsta fimmtudag með hinum B flokkunum.

Breyttar æfingar hjá 5. 6. og 7. hóp!

Vegna undirbúnings fyrir Haustmótið um næstu helgi verða smávægilegar breytingar á æfingum hjá 5. 6. og 7. hóp á miðvikudag og föstudag nk.
 

Æfingar næstu helgi!

Vegna Bikarmóts í hokkí um næstu helgi (27. og 28. sept.) falla æfingar niður bæði á laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun. Æfingar verða samkvæmt tímatöflu á sunnudagskvöld.