Upplýsingar um æfingabúðir LSA sumarið 2008
24.06.2008
Eftir skautamaraþonið urðu eftir bleikir línuskautar hérna í skautahöllinni sem einhver hlýtur að sakna sárt. Stelpur, endilega láta vita ef þið vitið um eigandan og hringið í undirritaðan í síma 864 7464.
Kv, Viðar
Listhlaupadeild SA mun í sumar bjóða upp á æfingabúðir eins og síðastliðið sumar. Áætlaður tími er 21. júlí til 18. ágúst en þessi tímasetning er birt með fyrirvara. Öllum flokkum verður boðin þátttaka og koma frekari upplýsingar um fyrirkomulagið á næstu dögum.
Deildin mun halda skautamaraþon 3. -4. maí til styrktar æfingabúðunum og fá iðkendur bréf heim varðandi það á næstu dögum.
Fjölskyldudagur og pizzaveisla fyrir 1. og 2. hóp föstudaginn 11. apríl!
Sjá "lesa meira".