Fundur vegna æfingabúða var haldinn miðvikudaginnn 9. júlí.  
Punktar yfir þau atriði sem rædd voru á fundinum:
   
    - Tímataflan sem upphaflega var birt var birt með fyrirvara um      breytingar. Vegna komu- og farartíma erlendra þjálfara urðu smávægilegar      breytingar á tímatöflunni en hún hefur þegar verið uppfærð og birt á heimsíðunni.      Mjög mikilvægt að fylgjast vel með síðunni okkar.
- Gíróseðlar fyrir helmingi æfingabúðagjalds hafa þegar verið sendir      heim, annar gíróseðill mun bráðlega verða sendur út fyrir restinni.
- Helga Margrét og Audrey Freyja munu þjálfa fyrstu 5 dagana.      Aðaláherslan verður á alhliða undirbúning fyrir veturinn. 
- Erlendir þjálfarar kynntir. Margaret O´Neill frá Bretlandi mun      koma ásamt 2-3 skauturum 28. júlí - 8. ágúst. Margaret hefur víðtæka      reynslu sem þjálfari og er meðal annars fyrrum þjálfari Jennu McCorkel sem      er einn besti skautari Breta í dag. Iveta Reitmayerova mun koma ásamt      börnum sínum, Ivönu og Peter, 12. - 17. ágúst. Margir muna eflaust eftir      Ivetu því hún þjálfaði hjá okkur 2 vetur. Iveta hefur mjög mikla reynslu      af skautaþjálfun og fór meðal annars með dóttur sinni sem keppti fyrir      hönd slóvakíu á heimsmeistaramóti í Gautaborg um sl. páska. Við erum mjög      heppin að fá þessa þjálfara og erum viss um að iðkendur verði alsælir með      þjálfun hjá þeim.
- Hólmfríður Jóhannsdóttir mun sjá um þol og þrek bæði í      skautahöllinni og upp á Bjargi fyrstu 2 vikurnar.
- Sigyn og Diljá munu sjá um ballett 3svar í viku seinni 2 vikurnar.
- Boðið verður upp á heitan/kaldan mat alla virka daga í      æfingabúðunum. Þá daga sem æfingabúðirnar erum um helgar þurfa iðkendur að      koma með nesti.
- Eins og í fyrra þá getum við alltaf þegið aðstoð frá foreldrum eða      aðstandendum. Okkur þætti frábært að fá fólk til að aðstoða okkur í hádegismatnum.      Þessi aðstoð felst í því að sækja mat út í bæ og skammta iðkendum mat. Ef      allir foreldrar taka að sér 1-2 daga þá náum við að manna öll hádegin J. Allý sér um skráningu í gegnum e-mailið allyha@simnet.is.
- Eins myndum við glöð þiggja aðstoð við að skutla iðkendum í afístíma      upp á Bjarg. Þ.e.a.s. skutla á Bjarg og niður í höll aftur. Sjá aðra frétt      fyrir nánari upplýsingar. 
- Helga Margrét þjálfari mun setja inn smá grein bráðlega um t.d.      klæðnað og annað í þeim dúr sem tengist æfingabúðum. Fylgist alltaf vel      með heimasíðunni og munið að afís er byrjaður!