Æfingar 5.-7. desember

Það verða breyttar æfingar föstudaginn-sunnudaginn næsta vegna Íslandsmeistaramóts um helgina. Sjá lesa meira.

Morgunæfing fellur niður!

Morgunæfing í fyrramálið, fimmtudaginn 4. desember fellur niður!

Morgunæfing fellur niður í fyrramálið!

Morgunæfing milli 6:30 og 7:15 hjá 5. 6. og 7. hóp fellur niður í fyrramálið. Þeir sem áttu að mæta í fyrramálið geta mætt í staðinn næsta fimmtudagsmorgun. 

Kristalsmót C keppenda í Rvík!

Helgina 22.-23. nóvember nk. verður Kristalsmót C flokka haldið í Egilshöll. SA sendir stóran hóp keppenda á þetta mót. Hér má nálgast tímatöflu mótsins.

Æfingar fös-sun!

Vegna C-móts um helgina verða örlitlar breytingar á æfingum.

Afís hjá Söruh fellur niður á morgun!

Afís hjá öllum flokkum sem Sarah kennir fellur niður á morgun. Ísæfingar verða þó skv. tímatöflu. og afís hjá 3. hóp!

Afís á Bjargi fyrir 4.-7. hóp

Laugardaginn 15. nóvember hefst námskeið á Bjargi hjá Hóffu fyrir 4. 5. 6. og 7. hóp. Tímarnir verða til að byrja með á laugardögum. Þessir tímar verða í svipuðum dúr og tímarnir í æfingabúðunum þ.e. blanda af þoli og þreki, s.s. pallatímar, stöðvaþjálfun, teygjur o.s.frv.

Breyttar æfingar næstu 2 helgar

Það verða lítilsháttar breytingar á æfingum næstu 2 helgar. Til að fúllnýta ístíma munu verða smá tilfærslur á æfingum hjá 3.-7. hóp vegna móts og undirbúnings fyrir mót. Í lesa meira má sjá frekari upplýsingar.

Hrekkjavökuæfing hjá 1. og 2. hóp

Kæru iðkendur og foreldrar/forráðamenn!

Miðvikudaginn 5. nóvember ætlum við að gera okkur glaðan dag. Það verður þemadagur á ísnum hjá 1. og 2. hóp í tilefni hrekkjavökunnar. Við viljum bjóða foreldrum/forráðamönnum á æfingu með börnunum og að sjálfsögðu væri gaman að sjá sem flesta í búningum ☺
Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma ókeypis í höllinni. Að æfingu lokinni mun foreldrafélagið bjóða iðkendum upp á pizzu og djús en foreldrar geta keypt pizzu og djús á kr. 300.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kær kveðja,
þjálfarar, stjórn og foreldrafélag

Einkatímar

Meðan Iveta gestaþjálfari er hjá okkur mun hún bjóða upp á einkatíma. Takmarkaðir tímar eru lausir í höllinni og því mikilvægt að panta tímanlega ef áhugi er fyrir hendi. Einkatímarnir eru 30 mín. og kosta 2400 kr. Hægt er að panta einkatíma með því að hafa samband beint við hana á milli æfinga inn í höll eða í símann hennar 8411587 (hún skilur ensku vel).

Helga Margrét mun áfram bjóða upp á einkatíma sem hægt er að panta á milli æfinga niður í höll eða í gegnum e-mail: helgamargretclarke(hjá)gmail.com.