Karfan er tóm.
Laugardaginn 15. nóvember hefst námskeið á Bjargi hjá Hóffu fyrir 4. 5. 6. og 7. hóp. Tímarnir verða til að byrja með á laugardögum. Þessir tímar verða í svipuðum dúr og tímarnir í æfingabúðunum þ.e. blanda af þoli og þreki, s.s. pallatímar, stöðvaþjálfun, teygjur o.s.frv.
Meðan Iveta gestaþjálfari er hjá okkur mun hún bjóða upp á einkatíma. Takmarkaðir tímar eru lausir í höllinni og því mikilvægt að panta tímanlega ef áhugi er fyrir hendi. Einkatímarnir eru 30 mín. og kosta 2400 kr. Hægt er að panta einkatíma með því að hafa samband beint við hana á milli æfinga inn í höll eða í símann hennar 8411587 (hún skilur ensku vel).
Helga Margrét mun áfram bjóða upp á einkatíma sem hægt er að panta á milli æfinga niður í höll eða í gegnum e-mail: helgamargretclarke(hjá)gmail.com.