Skráningar í sumaræfingabúðir LSA 2009

Undir lesa meira er að finna þær skráningar sem borist hafa í æfingabúðirnar okkar í ágúst. Ef einhverjir eru ekki búnir að skrá sig endilega sendið þá póst á skautar@gmail.com (kíkið á linkinn neðst í valmyndinni hér til vinstri, þar eru allar upplýsingar).

Afísæfingar hjá Hóffu!

Afísæfingar hjá Hóffu byrjuðu í gær. Mæting var góð og allir mjög duglegir, hvetjum þá sem ekki mættu í gær til að mæta á næstu æfingu því þetta er tilvalið tækifæri til að fá leiðbeiningar um æfingar fyrir sumarfríið. Afísæfingarnar hjá Hóffu fyrir 4. og 5. hóp verða á þriðjudögum og fimmtudögum milli 15:30 og 16:30 og fyrir 6. og 7. hóp sömu daga en milli 16:30 og 17:30. Ef til vill verða hóparnir sameinaðir en fylgist vel með því hér á heimasíðunni. Mæting í andyrið á Bjargi. Munið að taka með vatnsbrúsa, vera í góðum íþróttafötum, klædd eftir veðri því við verður úti flesta dagana og komið með sundföt og handklæði til að fara í pottinn á eftir :)

TILKYNNING - Skráning í sumaræfingabúðir LSA 2009

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningu í sumaræfingabúðir LSA 2009. Upphaflega þurftu skráningar og staðfestingargjald að hafa borist fyrir 4. maí en ákveðið hefur verið að veita frest til 11. maí. Athugið að það er ekki nóg að senda bara skráningu fyrir 11. maí heldur þarf að berast staðfestingargjald fyrir þann tíma líka. Allar upplýsingar um þetta er að finna í valmyndinni hér neðst til vinstri. Í maraþoni var smá misskilningur í gangi varðandi skráningardag og er staðfest hér með að dagsetningin 11. maí er sú rétta!

Glæsileg vorsýning LSA - sumarfrí/vor-sumaræfingar

Við viljum óska öllum iðkendum LSA innilega til hamingju með frábæra vorsýningu. Á vorsýningunni komu allir iðkendur deildarinnar fram, byrjað var á yngstu iðkendunum og endað á eldri iðkendum. Aldrei hafa jafn margir áhorfendur komið á sýningu hjá LSA sem er mikið gleðiefni. Að lokinni vorsýningu hófst sumarfrí hjá iðkendum í 1., 2. og 3. hóp. Vor- og sumaræfingar verða settar upp fyrir 4. - 7. hóp á næstu dögum en fylgist vel með því hér á heimasíðunni. Hóffa á Bjargi verður með námskeið núna í maí þar sem farið verður í kennslu á æfingaprógrammi fyrir sumarfríið, t.d. hvernig á að skokka rétt o.s.frv. Hver og einn iðkandi í A og B flokkum og eldri C fær æfingaplan fyrir sumar"fríið". Það verður eitt æfingaprógramm fyrir þá sem fara í æfingabúðir ÍSS og LSA og annað æfingaprógramm fyrir þá sem einungis fara í æfingabúðir LSA. Gleðilegt sumar :)

Sumarbúðir ÍSS í Egilshöll - Reykjavík

Kæru foreldrar/forráðamenn og iðkendur. Undir lesa meira er að finna mikilvægar upplýsingar sem stjórn Skautasambands Íslands vill koma á framfæri. Enn eru nokkur pláss laus í æfingabúðirnar í Reykjavík í júní og er hægt að skrá sig til 1. maí en það er algjör lokaskráningardagur. Heildarnafnalista æfingabúðanna er einnig að finna undir lesa meira og er mjög mikilvægt að allir sem hafa skráð sig í æfingabúðirnar sjái nafn sitt þar, ef ekki þá verður að hafa samband við skrifstofu ÍSS (sjá lesa meira).

Lukkupakkasala og fl. v. vorsýningar.

Foreldrar og forráðamenn barna í listhlaupadeild.

Örlitlar breytingar á æfingum fram að vorsýningu

Það verða örlitlar breytingar hjá sumum hópum í næstu viku, kíkið á planið undir "lesa meira"

Næstu 2 morgunæfingar + aukaæfing!

Næstu tvær fimmtudagsmorgunæfingar verða tileinkaðar þeim iðkendum sem eru að fara í basic test föstudaginn 24. apríl nk. Farið verður bæði í basic test grunnæfingarnar og líka í gegnum prógrömmin.

Boðið verður upp á aukaæfingu fyrir sömu iðkendurna laugardaginn 18. apríl milli 17:15 og 19. Iðkendur sem fara í 10 B og 12 B mæta milli 17:15 og 18:05 og iðkendur sem fara í próf fyrir 10 A og 12 A mæta milli 18:05 og 19:00. 

Nánari upplýsingar varðandi sumaræfingabúðir LSA 2009

Neðst í valmyndinni til vinstri er nú að finna nánari upplýsingar varðandi sumaræfingabúðir LSA 2009. Þar er meðal annars að finna drög að tímatöflum, upplýsingum varðandi verð og skráningu. Við viljum vekja athygli á að skráning þarf að berast fyrir 4. maí sem og staðfestingargjald.

Vorsýning LSA 2009

Nú eru hafnar æfingar fyrir vorsýningu LSA sem haldin verður sunnudaginn 26. apríl. Mjög mikilvægt er að iðkendur mæti áfram vel á æfingar svo sýningin verði sem glæsilegust!