Sumaræfingar í júlí hjá Helgu Margréti og Audrey Freyju

Öllum iðkendum LSA stendur til boða að vera með í sumaræfingum í júlí með Helgu Margréti yfirþjálfara og Audrey Freyju systur hennar. Æfingarnar verða í svipuðum stíl og æfingarnar hjá Hóffu voru núna í maí, skokk, stöðvaþjálfun, stökk afís, teygjur o.s.frv. Við munum að sjálfsögðu gera ýmislegt skemmtilegt líka t.d. hjóla Eyjafjarðarhringinn, fara í Kjarnaskóg og sund. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt bæði til að halda sér í formi, auka liðleika og hafa gaman. Búið er að opna Facebook síðu þar sem afístímarnir verða auglýstir sérstaklega. Þeir sem ekki eru með Facebook geta nálgast upplýsingar hér á heimasíðunni. Endilega fylgjist vel með :) Hér er linkur á Facebook síðuna.

Iðkendur á leið í æfingabúðir ÍSS í júní

Núna á mánudaginn byrjar loksins fyrsta vika æfingabúða ÍSS. Inn á síðu skautasambandsins er að finna allar upplýsingar varðandi 1. viku búðanna, dagskrá, hópaskiptingu og aðrar upplýsingar. Hinar vikurnar koma svo koll af kolli inn á heimasíðuna og viljum við biðja fólk um að fylgjast vel með þeirri síðu. Helga Margrét þjálfari sendi tölvupóst með tékklista og smá upplýsingum á alla sem taka þátt, ef einhver kannast ekki við að hafa fengið póstinn þá vinsamlegast sendið póst um það á helgamargretclarke@gmail.com, það er mikilvægt að allir lesi þetta bréf vel yfir. Sjáumst í Reykjavík, kv. Helga Margrét :)

Mögulegt fyrir iðkendur í sumarvinnu að taka þátt í æfingabúðum LSA

Stjórn LSA og Helga Margrét yfirþjálfari hafa fengið nokkrar fyrirspurnir varðandi "eldri" iðkendur sem áhuga hafa á að taka þátt í æfingabúðunum okkar í ágúst en eru að vinna á sama tíma. Rætt hefur verið um möguleikann á að fá að nýta þá tíma sem iðkendur komast á og borga hlutfallslega í samræmi við það. Sumir eru að vinna seinni partinn á daginn og gætu þá nýtt æfingar fyrir hádegi og svo öfugt. Að sjálfsögðu viljum við að sem flestir sem áhuga hafa geti tekið þátt og gerum það sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við alla. Við viljum biðja þá sem áhuga hafa að senda póst á skautar@gmail.com með nánari útskýringum á vinnutíma iðkanda og hvaða tímabil hann vill nýta, við svörum svo hverju erindi fyrir sig.

Skráningar í sumaræfingabúðir LSA 2009

Undir lesa meira er að finna þær skráningar sem borist hafa í æfingabúðirnar okkar í ágúst. Ef einhverjir eru ekki búnir að skrá sig endilega sendið þá póst á skautar@gmail.com (kíkið á linkinn neðst í valmyndinni hér til vinstri, þar eru allar upplýsingar).

Afísæfingar hjá Hóffu!

Afísæfingar hjá Hóffu byrjuðu í gær. Mæting var góð og allir mjög duglegir, hvetjum þá sem ekki mættu í gær til að mæta á næstu æfingu því þetta er tilvalið tækifæri til að fá leiðbeiningar um æfingar fyrir sumarfríið. Afísæfingarnar hjá Hóffu fyrir 4. og 5. hóp verða á þriðjudögum og fimmtudögum milli 15:30 og 16:30 og fyrir 6. og 7. hóp sömu daga en milli 16:30 og 17:30. Ef til vill verða hóparnir sameinaðir en fylgist vel með því hér á heimasíðunni. Mæting í andyrið á Bjargi. Munið að taka með vatnsbrúsa, vera í góðum íþróttafötum, klædd eftir veðri því við verður úti flesta dagana og komið með sundföt og handklæði til að fara í pottinn á eftir :)

TILKYNNING - Skráning í sumaræfingabúðir LSA 2009

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningu í sumaræfingabúðir LSA 2009. Upphaflega þurftu skráningar og staðfestingargjald að hafa borist fyrir 4. maí en ákveðið hefur verið að veita frest til 11. maí. Athugið að það er ekki nóg að senda bara skráningu fyrir 11. maí heldur þarf að berast staðfestingargjald fyrir þann tíma líka. Allar upplýsingar um þetta er að finna í valmyndinni hér neðst til vinstri. Í maraþoni var smá misskilningur í gangi varðandi skráningardag og er staðfest hér með að dagsetningin 11. maí er sú rétta!

Glæsileg vorsýning LSA - sumarfrí/vor-sumaræfingar

Við viljum óska öllum iðkendum LSA innilega til hamingju með frábæra vorsýningu. Á vorsýningunni komu allir iðkendur deildarinnar fram, byrjað var á yngstu iðkendunum og endað á eldri iðkendum. Aldrei hafa jafn margir áhorfendur komið á sýningu hjá LSA sem er mikið gleðiefni. Að lokinni vorsýningu hófst sumarfrí hjá iðkendum í 1., 2. og 3. hóp. Vor- og sumaræfingar verða settar upp fyrir 4. - 7. hóp á næstu dögum en fylgist vel með því hér á heimasíðunni. Hóffa á Bjargi verður með námskeið núna í maí þar sem farið verður í kennslu á æfingaprógrammi fyrir sumarfríið, t.d. hvernig á að skokka rétt o.s.frv. Hver og einn iðkandi í A og B flokkum og eldri C fær æfingaplan fyrir sumar"fríið". Það verður eitt æfingaprógramm fyrir þá sem fara í æfingabúðir ÍSS og LSA og annað æfingaprógramm fyrir þá sem einungis fara í æfingabúðir LSA. Gleðilegt sumar :)

Sumarbúðir ÍSS í Egilshöll - Reykjavík

Kæru foreldrar/forráðamenn og iðkendur. Undir lesa meira er að finna mikilvægar upplýsingar sem stjórn Skautasambands Íslands vill koma á framfæri. Enn eru nokkur pláss laus í æfingabúðirnar í Reykjavík í júní og er hægt að skrá sig til 1. maí en það er algjör lokaskráningardagur. Heildarnafnalista æfingabúðanna er einnig að finna undir lesa meira og er mjög mikilvægt að allir sem hafa skráð sig í æfingabúðirnar sjái nafn sitt þar, ef ekki þá verður að hafa samband við skrifstofu ÍSS (sjá lesa meira).

Lukkupakkasala og fl. v. vorsýningar.

Foreldrar og forráðamenn barna í listhlaupadeild.

Örlitlar breytingar á æfingum fram að vorsýningu

Það verða örlitlar breytingar hjá sumum hópum í næstu viku, kíkið á planið undir "lesa meira"