Þriðjudagsmorgunæfing

Á næstu þriðjudagsmorgunæfingu skulu þeir sem eru í A1 og B1 mæta. Farið verður vel í vogarsamsetningar og pírúetta úr prógrömmum.

Æfingar falla niður í kvöld!!

Því miður verðum við að fella niður allar æfingar í kvöld vegna veikinda þjálfara!!

Grunnpróf ÍSS / Basic test

Grunnpróf ÍSS verður sunnudaginn 13. september.

*ATH! það verður stuttur hittingur kl. 15:00-16:00 í fundarherbergi skautahallarinnar næsta föstudag eða 11. september þar sem við munum horfa á generalprufuna saman á dvd. Þetta er gott tækifæri fyrir ykkur til að sjá það sem hægt er að fínpússa. Helga Margrét þjálfari verður á staðnum.

Æfingar breytast sunnudaginn 13. september

Vegna Grunnprófs ÍSS hjá nokkrum af skauturunum okkar þarf að breyta æfingum sunnudaginn 13. september. Vinsamlegast kynnið ykkur það undir lesa meira.

Æfing fellur niður

Laugardaginn nk. 12. september verðum við að fella niður æfinguna hjá C3 og C4 milli 11 og 12 og afísæfinguna vegna Grunnprófs ÍSS hjá A og B iðkendum. Æfing hjá C1 og BT-æfing verður á sínum stað milli 12 og 13.

Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgun milli 06:30 og 07:20 er opið fyrir alla A og B iðkendur að koma á æfingu. Þeir sem fara í basic test um næstu helgi eru sérstaklega hvattir til að mæta. Farið verður yfir basic test æfingarnar fyrir 12 A og Novice.

Góðar fréttir

Peter Reitmayer sonur Ivetu gestaþjálfara sem var hér hjá okkur í ágúst var hæstur í prófi í Slóvakíu og hefur þar með fengið tækifæri til þess að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikana nk, hann er aðeins 16 ára gamall. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og hlökkum til að fylgjast með honum þegar þar að kemur :) Hægt er að sjá brot úr dansinum hans á þessari slóð http://www.youtube.com/watch?v=r0QMfvbtqS4 

Við ræddum við hann í dag...sjá meira hér.

Upplýsingar um nýja dómarakerfi ISU

Á heimasíðu Skautasambands Íslands er að finna upplýsingar um nýja dómarakerfið sem er það kerfi sem notað er við dæmingar á öllum mótum á Íslandi. Áhugasamir endilega kynnið ykkur þetta kerfi HÉR.

Æfingatími fyrir basic test

Á morgun fimmtudaginn 3. september er opinn ístími milli 15:10 og 16:00 fyrir þá sem æfa fyrir basic test. Ég vil sérstaklega hvetja þá sem skráðir eru í basic test núna í september til að mæta og æfa sig.

Þarftu að láta klippa lag fyrir prógrammið þitt?

Þú getur haft samband við Sindra hjá N4 í síma 412-4400, hann tekur 1000 kr. fyrir lagið.