Fræðslukvöld ÍSÍ

Smellið á myndina til að sjá auglýsingu vegna fræðslukvölds ÍSÍ nk. fimmtudag. Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.

Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgun mætir A1 og B1 á morgunæfingu kl. 06:30-07:20, mæting kl. 06:15.

Hefðbundinn frídagur keppenda

Keppendur á Kristalsmóti fá hefðbundinn frídag eftir keppni í dag.

Sýningarhópurinn kemur fram í fyrsta sinn

Á laugardagskvöldið 17. október nk. kl. 17:30 verður fyrsti heimaleikurinn í hokkí milli SA og SR. Sýningarhópurinn okkar mun koma fram formlega í fyrsta sinn í fyrra hléi og sýna fyrsta dans tímabilsins. Hvetjum alla til að koma og horfa á stelpurnar okkar og auðvitað leikinn líka :)

Dagskrá og keppnisröð á Kristalsmóti

Hér má finna dagskrá og keppnisröð á Kristalsmótinu sem haldið verður í Egilshöll um helgina.

Breyttar og niðurfelldar æfingar vegna Kristalsmóts

Vegna Kristalsmóts í Reykjavík er því miður óhjákvæmilegt að breyta og fella niður nokkrar æfingar um helgina vegna fjarveru þjálfara. Undir lesa meira má finna tímatöflu næstu helgar.

Kristalsmót fyrir C keppendur í Egilshöll

Um næstu helgi fer fram Kristalsmót fyrir C keppendur. Æfingar munu eitthvað breytast/falla niður vegna fjarveru þjálfara og því er mikilvægt að fylgjast vel með hér á heimasíðunni. Undir "lesa meira" má finna lista yfir þá sem keppa á mótinu og einnig tékklista sem gott er að prenta út.

Þriðjudagsmorgunæfing

Í fyrramálið koma eftirtaldir hópar á ísninn kl. 6:30-07:20: A2 og B2. A1 og B1 koma svo næsta þriðjudagsmorgun. Munið að mæta tímanlega, ekki seinna en 06:15 svo þið náið að hita ykkur örlítið upp :)

Hefðbundinn frídagur eftir keppni

Á morgun mánudaginn 5. október er hefðbundinn frídagur hjá keppnisflokkunum A1, A2, B1 og B2, einnig á morgunæfingu á þriðjudaginn. C flokkar mæta á sínum vanalega tíma, bæði ís og afís. S hópur fær aukaæfinga strax að lokinni æfingu hjá D eða kl. 17:20-18:10, þeir A og B iðkendur sem ekki voru að keppa geta mætt með S hópnum.

Breyttar æfingar föstudag-sunnudag!

Vegna Haustmóts ÍSS um helgina verða breyttar æfingar og einnig verður við að fella nokkrar æfingar niður. Sjá lesa meira.