Fyrsta þriðjudagsmorgunæfing

Næsta þriðjudagsmorgun skulu þeir iðkendur mæta sem skráðir eru í grunnpróf ÍSS núna í september. Þetta er Hildur Emelía, Sara Júlía, Hrafnkatla, Guðrún B., Hrafnhildur Ósk, og Hrafnhildur Lára. Æfingin hefst á slaginu 06:30 og er mæting kl. 06:15. Ekki gleyma að fá ykkur léttan morgunmat :)

Vel heppnað þjálfaranámskeið hjá ÍSS

Nú um helgina sóttu 10 þjálfarar frá LSA þjálfaranámskeið hjá Skautasambandi Íslands. Þetta námskeið var haldið í Reykjavík þar sem fjallað var um prógrammagerð, með tilliti til dómgæslu og nýja dómarakerfið. Maria McLean sá um kennslu og voru bæði ístímar og fyrirlestrar. T.a.m. var farið í gegnum ýmsar grunnæfingar á ís með notkun tónlistar, skipt í hópa og búnar til sporasamsetningar og að lokum fengu þjálfarar það verkefni að hanna lítið prógram. Námskeiðið var að sögn þjálfaranna mjög fróðlegt, skemmtilegt og vel skipulagt. Þjálfararnir okkar koma heim í kvöld og á morgun og hlakka til að nýta sér það sem þeir lærðu um helgina í starfi vetrarins.

Tímatafla og hópaskiptingar - haustönn 2009

Nýju tímatöfluna er nú að finna hér í valmyndinni til vinstri sem og hópaskiptingu haustannar 2009. Einhverjar breytingar gætu orðið á fyrstu vikunum og biðjum við fólk að virða það og fylgjast vel með. Hóparnir hafa nú fengið ný nöfn og er hægt að nálgast allar upplýsingar um það undir "hópaskiptingar". Æfingar byrja samkvæmt tímatöflu á mánudaginn nk. 31. ágúst hjá öllum flokkum A, B og C. Skráningardagur fyrir alla hópa verður þó ekki fyrr en miðvikudaginn 16. september eða þegar byrjendaflokkar, D1 og D2, byrja æfingar. Afís hjá Söruh og Gyðu hefst strax á mánudaginn nk. en afístímar hjá Hóffu í Laugargötu hefjast ekki fyrr en mánudaginn 14. september.

Sumaræfingabúðir - 3 vikur á enda og 1 eftir

Hér er smá samantekt á viku 1, 2 og 3 í æfingabúðunum.

Drög að tímatöflu viku 4 í æfingabúðum LSA

Hér undir lesa meira má finna drög að tímatöflu fyrir viku 4 í æfingabúðum LSA. Athugið að planið gæti breyst og kemur þá tilkynning um það sérstaklega.

Æfingar fyrir byrjendur hefjast 16. september

Æfingar fyrir byrjendur og styttra komna - í svokölluðum D hópi hefjast þann 16. september n.k. og eru allir að sjálfsögðu velkomnir á æfingar hjá deildinni. Miðað er við að börn á leikskólaaldri æfi einu sinni í viku bæði á og af ísnum, en grunnskólabörn tvisvar sinnum - drög að tímatöflu haustannar má sjá á tengli hér til vinstri. Þann 16. sep. verður skráningardagur í höllinni.

Aðrir iðkendur í öllum C,B og A flokkum hefja leikinn þann 31. ágúst.

Hlökkum til að sjá ykkur

kær kveðja
Stjórnin

Einkatímar

Hægt er að fá einkatíma hjá Ivetu, Helgu Margréti og Audrey Freyju meðan á æfingabúðunum stendur. Það er takmarkaður ístími í boði og því mikilvægt að þeir sem áhuga hafa panti tíma sem fyrst. Best er að panta tímana með því að tala við viðkomandi þjálfara beint. Við bendum á að ekki má trufla hóptíma á ís til að panta, best að reyna að hitta á þjálfara meðan heflanatímar eru eða á opnum tímum. Iveta og Helga Margrét bjóða upp á tíma í tækni og prógrammagerð en Audrey Freyja mun bjóða upp á tíma í "choreography" eða listfengi (fínpússa prógröm, bæta inn hreyfingum o.s.frv.). 30 mín hjá Ivetu kosta 2500 kr en 1200 kr. hjá Helgu Margréti og Audrey Freyju. Borga skal áður en tíminn byrjar. Það er hægt að senda Helgu Margréti póst á helgamargretclarke@gmail.com og Audrey Freyju póst á audreyfreyja@gmail.com, auðvelt er að hitta á Ivetu niður í höll :)

Æfingar laugardaginn 8. ágúst

  • Afís fellur niður á morgun og ekkert um að vera í fundarherbergi vegna fjarveru þjálfara
  • 3. hópur mætir með 2. hóp en 1. og 2. hópur mætir á sínum venjulegu tímum
  • Það er ekki boðið upp á hádegismat á morgun svo allir verða að taka með sér nesti

Æfingabúðir hefjast á morgun þriðjudaginn 4. ágúst!

Þá er biðin loksins á enda og æfingabúðirnar okkar hefjast á morgun þriðjudaginn 4. ágúst. Allir hópar mæta stundvíslega 08:50 í skautahöllina, finna sinn klefa og hitta Helgu Margréti upp í fundarherbergi kl. 09:00 þar sem farið verður yfir nokkra hluti áður en afísæfing hefst. Hver hópur fær sinn klefa og má geyma skautabúnað og fatnað alla virka daga svo lengi sem allt er sett í tösku og hengt upp á snaga. Það verður að tæma klefana á föstudögum svo hægt sé að þrífa almennilega. Í öllum klefum verða stundatöflur og svo er hægt að nálgast þær hér á heimsíðunni líka. Í 2. viku fá allir afhenta æfingabók sem verður kynnt fyrir iðkendum í fundarherbergistíma mánudaginn 10. ágúst. Minni alla á að mæta í viðeigandi klæðnaði bæði á ís og afís! Að lokum vil ég minna alla á íþróttamannslega hegðun, kurteisi gagnvart öðrum iðkendum, starfsfólki og þjálfurum og vona að allir muni eiga góðan tíma í æfingabúðunum :)

Ekki farið að hjóla á morgun

Vegna frekar leiðinlegrar veðurspár munum við ekki fara að hjóla á morgun, þess í stað verður afísæfing á hefðbundnum tíma í skautahöllinni. Æfingin verður með öðru sniði en venjulega, við gerum eitthvað skemmtilegt :)