Þarftu að láta klippa lag fyrir prógrammið þitt?
31.08.2009
Þú getur haft samband við Sindra hjá N4 í síma 412-4400, hann tekur 1000 kr. fyrir lagið.
Æfingar fyrir byrjendur og styttra komna - í svokölluðum D hópi hefjast þann 16. september n.k. og eru allir að sjálfsögðu velkomnir á æfingar hjá deildinni. Miðað er við að börn á leikskólaaldri æfi einu sinni í viku bæði á og af ísnum, en grunnskólabörn tvisvar sinnum - drög að tímatöflu haustannar má sjá á tengli hér til vinstri. Þann 16. sep. verður skráningardagur í höllinni.
Aðrir iðkendur í öllum C,B og A flokkum hefja leikinn þann 31. ágúst.
Hlökkum til að sjá ykkur
kær kveðja
Stjórnin