Æfingar miðvikudaginn 18. nóvember

Helga Margrét þjálfari verður fjarverandi á morgun vegna veikinda. Æfingar haldast þó óbreyttar hjá C hópum og D1 og D2. A og B hópar fá að púla á æfingu sem Sarah Smiley ætlar að kenna. Hún mun taka stíft power skating prógram sem verður örugglega mjög skemmtilegt :) Undir lesa meira má sjá örlitlar tilfærslur á æfingum A og B hópa.

Kæru foreldrar/forráðamenn/iðkendur í C hópum

Næsta sunnudag, 22. nóvember, fer fram innanfélagsmót fyrir C keppendur. Nú þurfum við að fá endanlegan keppendalista og viljum við því biðja ykkur um að senda tölvupóst fyrir miðvikudaginn 18. nóvember á Jóhönnu mótstjóra og Helgu Margréti þjálfara hvort þið keppið eða ekki.
Kveðja,
Jóhanna – josasigmars@gmail.com
Helga Margrét – helgamargretclarke@gmail.com

Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgunæfingunni á morgun kl. 06:30-07:20 verður farið yfir basic test æfingar. Þeir sem áhuga hafa á að koma og fá hjálp við æfingarnar skulu mæta (iðkendur úr A1 og A2 og B1 og B2). Seinni hlutann af æfingunni verður farið í vogarsamsetningar.

Æfingar um helgina

Vegna Brynjumóts í hokkí þá falla æfingar niður á laugardag. Á sunnudagsmorguninn verða engar ísæfingar en í staðinn höfum við fengið lánaðan salinn á Bjargi þar sem við tökum góða afísæfingu, sjá lesa meira. 

Úrslit Bikarmóts ÍSS

Keppendur SA stóðu sig með stakri prýði um helgina á Bikarmóti ÍSS sem haldið var í Egilshöllinni. SA fór heim með 5 verðlaun af 16 mögulegum (1 gull, 1 silfur og 3 brons).

Opinn tími á föstudag fyrir keppendur

Á föstudaginn nk. verður opinn tími fyrir þá sem fara á Bikarmótið fyrir sunnan, hægt verður að koma og skauta milli 11:30 og 12:45 eða þar til rútan leggur af stað suður. Diskur með lögum allra keppenda verður í tækinu í tónlistarboxinu hjá búningsklefunum og geta allir fengið að renna í gegnum dansana sína ef þeir vilja.

Breyttar æfingar næstu daga vegna fjarveru þjálfara og Bikarmóts

Um helgina verður haldið Bikarmót í Egilshöll í Reykjavík fyrir A og B keppendur. Bæði verður stór hluti iðkenda fjarverandi sem og þjálfarar. Af þeim orsökum verðum við að breyta æfingum og/eða fella niður. Nánari upplýsingar undir "lesa meira".

Þriðjudagsmorgunæfing og miðvikudagsæfingar

Næsta þriðjudag verður ekki morgunæfing hjá A og B, afísinn hjá Hóffu verður ekki heldur. Æfingar á miðvikudag verða örlítið breyttar vegna undirbúnings fyrir Bikarmótið. Sjá...

Breyttir æfingatímar hjá S, A1 og B1 sunnudagskvöldið 1. nóvember

Annað kvöld skipta S hópur og A1 og B1 um æfingatíma. S hópur mætir því á æfingu kl. 19:05-20:00 og A1 og B1 kl. 18:00-18:55. Allar aðrar æfingar verða á sínum vanalega tíma.

Aukaæfing fyrir keppendur Bikarmóts á morgun

Á morgun laugardaginn 31. október verður keppendum Bikarmóts boðið upp á aukaæfingu til að renna yfir prógröm og vinna í elementum. Sjá lesa meira.