Æfingar um helgina

Vegna Brynjumóts í hokkí þá falla æfingar niður á laugardag. Á sunnudagsmorguninn verða engar ísæfingar en í staðinn höfum við fengið lánaðan salinn á Bjargi þar sem við tökum góða afísæfingu, sjá lesa meira. 

Úrslit Bikarmóts ÍSS

Keppendur SA stóðu sig með stakri prýði um helgina á Bikarmóti ÍSS sem haldið var í Egilshöllinni. SA fór heim með 5 verðlaun af 16 mögulegum (1 gull, 1 silfur og 3 brons).

Opinn tími á föstudag fyrir keppendur

Á föstudaginn nk. verður opinn tími fyrir þá sem fara á Bikarmótið fyrir sunnan, hægt verður að koma og skauta milli 11:30 og 12:45 eða þar til rútan leggur af stað suður. Diskur með lögum allra keppenda verður í tækinu í tónlistarboxinu hjá búningsklefunum og geta allir fengið að renna í gegnum dansana sína ef þeir vilja.

Breyttar æfingar næstu daga vegna fjarveru þjálfara og Bikarmóts

Um helgina verður haldið Bikarmót í Egilshöll í Reykjavík fyrir A og B keppendur. Bæði verður stór hluti iðkenda fjarverandi sem og þjálfarar. Af þeim orsökum verðum við að breyta æfingum og/eða fella niður. Nánari upplýsingar undir "lesa meira".

Þriðjudagsmorgunæfing og miðvikudagsæfingar

Næsta þriðjudag verður ekki morgunæfing hjá A og B, afísinn hjá Hóffu verður ekki heldur. Æfingar á miðvikudag verða örlítið breyttar vegna undirbúnings fyrir Bikarmótið. Sjá...

Breyttir æfingatímar hjá S, A1 og B1 sunnudagskvöldið 1. nóvember

Annað kvöld skipta S hópur og A1 og B1 um æfingatíma. S hópur mætir því á æfingu kl. 19:05-20:00 og A1 og B1 kl. 18:00-18:55. Allar aðrar æfingar verða á sínum vanalega tíma.

Aukaæfing fyrir keppendur Bikarmóts á morgun

Á morgun laugardaginn 31. október verður keppendum Bikarmóts boðið upp á aukaæfingu til að renna yfir prógröm og vinna í elementum. Sjá lesa meira.

Keppendur á Bikarmóti!

Hvet ykkur til að koma á opinn tíma á sunnudagsmorgun milli 08:00 og 09:20, tilvalið að renna yfir prógröm með tónlist eða vinna í elementum.

Nokkrar myndir frá hrekkjavökuæfingu yngri iðkenda

Komnar eru inn nokkrar myndir á myndasíðuna frá æfingu yngri iðkenda en þemadagur var á ísnum og var þemað að þessu sinni hrekkjavakan.

Örlítið breyttar æfingar á sunnudaginn nk.

Á sunnudaginn skal A1 mæta milli 11:05 og 12:00 á æfingu í stað 10:05-10:55. Aðrir hópar mæta á sínum vanalega tíma.