22.02.2010
Hér er að finna lista yfir þá sem eru á keppendalista LSA á Vinamóti C keppenda 2010.
19.02.2010
Nú er aðeins rúm vika í barna- og unglingamótið þar sem A og B keppendur munu keppa við iðkendur frá SR og Birninum, þetta er jafnframt síðasta ÍSS-mót tímabilsins. Allir keppendur skulu mæta í kjólum, pilsum eða samfestingum á allar æfingar fram að móti. Frá og með mánudeginum er ekki leyfilegt að vera með vettlinga. Undir lesa meira má sjá hvernig sunnudagsæfingarnar verða.
17.02.2010
Iðkendur og þjálfarar LSA gerðu sér glaðan dag í dag og mættu í búningum á æfingu. Nokkrar myndir eru komnar inn á myndasíðuna og eru fleiri væntanlegar innan skamms.
16.02.2010
Það verður enginn tími í Laugargötu í dag því miður!
15.02.2010
Hér er hægt að fylgjast með vetrarólympíuleikunum: http://www.eurovisionsports.tv/olympics/
15.02.2010
Næsta miðvikudag eða á öskudaginn verða ísæfingar skv. tímatöflu en engar afísæfingar. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta í búningum sem hægt er að skauta í :)
13.02.2010
Við ætlum að byrja æfingar á sunnudagsmorguninn seinna þar sem hokkíið mun ekki nota tímann sinn þann morguninn :) Munið eftir að mæta í nammipökkun um helgina!
11.02.2010
Á morgun föstudaginn 12. febrúar er búið að leigja út ístíma LSA milli 18:00 og 19:20. Því verðum við að þjappa saman í hópana svo allir komist á ísinn þann dag. Kl. 16:10-17:05 fara C1, B2 og A2 á ísinn og kl. 17:05-18:00 fara A1 og B1 á ísinn.
02.02.2010
Við ætlum að stefna að því að gera aðra tilraun til að skauta á tjörninni í kvöld í stað þess að hafa æfingu í Laugargötunni. Búið að er að kanna ísinn sem er traustur, vinsamlegast fylgist með heimasíðunni seinna í dag...eins og síðast þá gæti veðrið breyst en líkurnar eru meiri núna þar sem það á að haldast fyrir neðan frostmark í dag og kvöld. Endilega klæðið ykkur vel og munið að við þjálfarar berum ábyrgð á iðkendum meðan á æfingatíma stendur eða milli kl. 17 og 18, utan þess tíma eru iðkendur yngri en 18 ára á ábyrgð foreldra.