Afísæfingar fyrir 3.-7. hóp

3. -7. hópur: Afísæfingar hjá Helgu og danstímar í KA heimilinu byrja frá og með næstu viku en afístímar hjá Söruh byrja mánudaginn 8. sept. Iðkendur 3.-7. hóps fengu í síðustu viku afhenta tímatöflu með afístímum og ístímum, danstímum, upphitunartímum og teygjutímum. Þeir sem ekki hafa fengið þá töflu afhenta geta nálgast hana hjá Helgu þjálfara á æfingatímum eða hér á heimasíðunni undir "Ís og afístímatafla 2008-2009".

Iðkendur í 3.-7. hóp!

Á morgun miðvikudaginn 27. ágúst fá allir iðkendur í 3.-7. hóp afhenta útprentaða tímatöflu yfir ís-, afístíma, upphitunartíma, danstíma og teygjutíma.

  • Afístímar og danstímar hefjast frá og með mánudeginum 1. september skv. tímatöflunni.
  • Morguntímar á fimmtudagsmorgnum fyrir 5.6. og 7. hóp verða með þessu sniði:

*1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar mæta iðk. í eftirfarandi keppnisflokkum í morguntíma á fimmtudagsmorgnum milli 6:30 og 7:15 (mæting 6:15): Junior, Novice, 15 ára og eldri B, 12 ára og yngri A og 10 ára og yngri A

*2. og 4. fimmtudag hvers mánaðar mæta iðk. í eftirfarandi keppnisflokkum í morguntíma á fimmtudagsmorgnum milli 6:30 og 7:15 (mæting kl. 6:15): 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B og 10 ára og yngri B.

Þar með munu iðk. sem keppa í 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B og 10 ára og yngri B mæta nk. fimmtudagsmorgun í morguntíma. 

  • Flokkaskiptingu og keppnisflokkaskiptingu má finna HÉR.

Danstímar hjá Point fyrir 3.-7. hóp

Dans hjá Point dansstúdíói hefst fimmtudaginn 4. september.

Haustönn LSA að hefjast!

Haustönn Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar hefst mánudaginn 25. ágúst hjá öllum keppnisflokkum/framhaldshópum (3. og upp úr).

Haustönn byrjendahópa (1. og 2. hóps) byrjar um miðjan september og verður auglýst sérstaklega.

Skráningardagur verður í Skautahöllinni sunnudaginn 24. ágúst milli 13 og 16 fyrir alla iðkendur, gamla og nýja. Frítt verður á svellið fyrir alla og hægt að fá skauta að láni endurgjaldslaust. Við bjóðum nýja iðkendur sérstaklega velkomna. Stjórn Listhlaupadeildar verður á svæðinu og tekur við skráningum og veitir upplýsingar. Hvetjum alla til að mæta!

Föstudaginn 22. ágúst verða birtar flokkaskiptingar 3. flokks og upp úr og einnig ístímatafla vetrarins (með fyrirvara um breytingar).

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Síðasti dagur æfingabúða á morgun!

Síðasti dagur æfingabúðanna er á morgun. Þessar 4 vikur hafa verið fljótar að líða en allt hefur gengið eins og best verður á kosið. Iðkendur hafa staðið sig vel, bæði verið til fyrirmyndar og sýnt íþróttamannslega framkomu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa komið að undirbúningi æfingabúðanna, hjálpað í hádegi og einnig keyrt iðkendur á milli afísæfinga og ísæfinga. Við viljum þakka öllum þeim sem hjálpuðu og gerðu okkur kleyft að halda æfingabúðirnar og vonum að allir séu sáttir með afraksturinn!

Týnt skautapils

Ég týndi skautapilsinu mínu í skautahöllinni í síðustu viku. Það er svart með gylltu munstri. EF þú hefur fundið það vinsamlegast hafðu samband við mig. Kv. Diljá sími 8435255

Einkatímar hjá Margaret og Körlu

Margaret og Karla vildu koma því á framfæri að þær munu bjóða þeim sem áhuga hafa upp á einkatíma þessar tvær vikur sem þær eru hjá okkur.

Lausir ístímar

Einhverjir ístímar eru lausir á meðan á æfingabúðunum stendur. Seljum klukkutímann fyrir iðkendur í SA á að lágmarki 6000, annars 500 kall á mann. Hafið samband við Vidda s. 864-7464. Hér má sjá stundatöflu næstu fjöggurra vikna.  

Æfingabúðir hefjast!

Æfingabúðir hefjast á morgun mánudaginn 21. júlí. Allar helstu upplýsingar eru komnar hér inn á heimsíðuna bæði í "fréttir" og í valmyndinni til vinstri undir "Æfingabúðir 2008". Enn vantar okkur sjálfboðaliða bæði til að vinna í hádegi og einnig í akstur á milli Skautahallar og Bjargs. Mikilvægt er að muna að þegar skautað er um helgar þá er ekki boðið upp á hádegismat heldur þurfa iðkendur að hafa með sér nesti. Eins er mikilvægt að allir muni að ef fyrsti tími að morgni er "Afís-Bj" þá þýðir það að afístíminn er á Bjargi og skulu iðk. mæta beint þangað en þeim verður skutlað niður í skautahöll að loknum tíma.

Matseðill æfingabúða 2008

Hér er matseðill æfingabúðanna.