SA Víkingar taka á móti Fjölni í Lýsisbikarnum í dag kl. 16.45

SA Víkingar hefja leik í Lýsisbikarnum í dag þegar liðið tekur á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 16.45 og það er frítt inn á leikinn. Lýsibikarinn er bikarkeppni þriggja aðildarfélaga Íshokkísambands Íslands, keppnisfyrirkomulag er tvöfaldur Round Robin, samtals 6 leikir. Það er Lýsi hf sem er aðal stuðningsaðili keppninnar og býður öllum frítt á alla leiki keppninnar.

Aldís Kara hefur keppni á Junior Grand Prix í kvöld

Aldís Kara Bergsdóttir hefur keppni fyrir Íslands hönd í kvöld á Junior Grand Prix sem fram fer í Lake Placid í Bandaríkjunum. Aldís dró rásnumer 23 og skautar þriðja í hópi 5. Aldís Kara hefur dvalið í Bandaríkjunum frá því á mánudag í undirbúningi sínum fyrir mótið en með henni í för er þjálfarinn hennar Darja Zaychenko sem og móðir hennar og fararsjtóri Hrafnhildur Guðjónsdóttir. Áætlað er að Aldís stigi á ísinn kl. 20.48 í kvöld á íslenskum tíma en hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni á Youtube rás ISU sem má finna hér. Útsendingin frá mótinu hefst um kl. 17.00. Hér má einnig finna keppendalista og tímaplan fyrir allt mótið.

Lýsisbikarinn: SA Víkingar - Björninn kl. 16.45

Leik SA Víkinga og SR í lýsisbikarnum hefur verið aflýst!

Bikarkeppni Íshokkísambands Íslands -Lýsibikarinn hefst nú um helgina. SA Víkingar áttu að hefja leik á móti liði Skautafélags Reykjavíkur á laugardag en hefur verið aflýst. Fyrsti leikur SA Víkinga verður því ekki fyrr en á sunnudag en þá tekur liðið á móti Birninum og hefst sá leikur kl. 16.45. Lýsibikarinn er bikarkeppni þriggja aðildarfélaga Íshokkísambands Íslands, keppnisfyrirkomulag er tvöfaldur Round Robin, samtals 6 leikir. Það er Lýsi hf sem er aðal stuðningsaðili keppninnar og býður öllum frítt á alla leiki keppninnar.

Byrjendaæfingar hefjast á mánudag

Byrjendaæfingar í listhlaupi og íshokkí fyrir 4 ára og eldri hefjast mánudaginn 26. ágúst. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:30-17:15. Frítt að prófa í 4 vikur og allur búnaður er innifalinn. Mæting á æfingarnar ekki seinna en 20 mínútum fyrir fyrstu æfinguna. Það þarf ekki að skrá sig en hægt er að fá frekari upplýsingar fyrir hokkí hjá Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com og fyrir listhlaup hjá Maríu Indriðadóttur - formadur@listhlaup.is

Sarah Smiley ráðin íþróttastjóri Skautafélags Akureyrar

Sarah Smiley hefur verið ráðin íþróttastjóri Skautafélags Akureyrar. Staða íþróttastjóra er ný hjá Skautafélaginu en hlutverk þess að efla samstarf milli deilda félagsins og hafa umsjón með nýliðunarstarfi. Auk þess mun íþróttastjóri sjá um niðurröðun æfingartíma félagsins, vera í samvinnu við Akureyrarbæ um samfelldan vinnudag barna og umsjón við skautakennslu í skólum.

Kynning á þjálfarateymi Listhlaupadeildar

Við viljum kynna fyrir ykkur þjálfara teymið okkar í vetur. Heiða verður þjálfari skautaskólans og 4. hóp í vetur og bjóðum við hana velkomna hún kom til okkar í sumar og búin að vera með 3 námskeið sem öll hafa gengið mjög vel. Darja verður áfram yfir þjálfari hjá okkur og sér um þjálfun á 1.- 3. hóps og aðstoðar Heiðu einnig. Bergdís verður með Darju með 3. hóp og mun sjá um upphitun og afís æfingar hjá 3. hóp mánudag og miðvikudag ásamt afís æfingar hjá 2. hóp sömu daga. Við bjóðum Bergdísi velkomna til starfa. Gugga mun svo aðstoða Darju með 1. og 2. hóp. Við bjóðum Guggu einnig velkomna til starfa.

Frítt byrjendanámskeið í listhlaupi daganna 12.-16. ágúst