Úkraína engin fyrirstaða

Síðasti leikur mótisins var annar auðveldur sigur Íslands og í þetta skiptið gegn Úkraínu. Leiknum lauk 6 - 0 og var aldrei í hættu. Ísland endaði í öðru sæti, Ástralía í því fyrsta og Nýja Sjáland í þriðja. Segja má að þetta hafi verið heldur sérkennilegt mót. Eitt tap á móti Ástralíu í fyrsta leik og svo fjórir til þess að gera auðveldir sigrar, en marka hlutfallið í síðustu fjórum leikjunum var 23 á móti 1. Það er alveg ljóst að íslenska liðið á heima í deildinni fyrir ofan og verður það markmið næsta móts.

Síðasti dagur heimsmeistaramótsins í dag

Í dag er síðasti dagur Heimsmeistaramótsins í íshokkí, II deild b-riðill, sem fram fer í hér í Skautahöllinni á Akureyri. Leik Tyrklands og Króatíu var að ljúka með 5 - 2 sigri Tyrkja og núna kl. 13:30 hefst grannaslagurinn hjá Áströlum og Nýsjálendingum. Kl 17:00 er svo lokaleikur mótsins þegar Ísland tekur á móti Úkraínu. Leikurinn hefur ekki mikið að segja um loka niðurstöðu mótsins, en Úkraína berst þar fyrir veru sinni í riðlinum. Úkraína er aðeins með tvö stig eftir tvö jafntefli og fellur þá niður um deild eftir tap gegn Íslandi. Ísland er hins vegar annað hvort í 2. eða 3. sæti, eftir því hvernig leikar fara hjá Ástralíu og Nýja Sjálandi, að því gefnu að við vinnum Úkraínu auðvitað.

Auðveldur sigur á Króatíu

Á fimmtudagskvöldið mætti íslenska liðið því króatíska og lauk leiknum með nokkuð auðveldum 7 - 0 sigri. Var þarna um að ræða leik kattarins að músinni og gestirnir sáu aldrei til sólar. Karitas Halldórsdóttir snéri aftur í markið og fór létt með að halda hreinu. Mörk Íslands skoruðu 7 leikmenn en það voru þær Kolbrún Garðarsdóttir, Sunna Björgvinsdóttir, Hilma Bergsdóttir, Silvía Björgvinsdóttir, Sarah Smiley, Kristín Ingadóttir og Sigrún Árnadóttir. Stoðsendingar áttu Berglind Leifsdóttir, Silvía Björgvinsdóttir, Teresa Snorradóttir, Brynhildur Hjaltisted, Guðrún Viðarsdóttir, Flosrún Jóhannesdóttir, Anna Sonja Ágústsdóttir og Elín Axelsdóttir.

Sigur á Tyrklandi í gær

Í gærkvöldi tók Ísland á móti Tyrklandi hér í Skautahölllinni á Akureyri og það er skemmst frá því að segja að leikurinn var næsta auðveldur, lokastaðan 6 - 0. Íslenska liðið spilaði vel og átti alltaf svar við því sem Tyrkirnir buðu uppá. Birta Helgudóttur skellt í lás og hélt markinu hreinu þá er víst ekki hægt að tapa leik. Silvía Björgvinsdóttir hélt uppteknum hætti í framlínunni og setti þrennu, Sunna Björgvinsdóttir og Teresa Snorradóttir skoruðu einnig og svo var það Hilma Bóel Bergsdóttir, yngsti leikmaður liðsins sem skoraði sitt fyrsta landsliðmark. Stoðsendingar áttu Saga Blöndal, Silvía Björgvinsdóttir, Brynhildur Hjaltisted, Guðrún Viðarsdóttir og Herborg Geirsdóttir.

HM heldur áfram í dag

Í dag hefst dagur þrjú á Heimsmeistaramótinu hér í Skautahöllinni á Akureyri. Á mánudaginn, öðrum keppnisdegi, fóru fram þrír leikir. Króatía vann Úkraínu í vítakeppni, Ástralía rétt marði sigur gegn Tyrklandi 2 - 1 og um kvöldið vann íslenska liðið það Ný Sjálenska 4 - 1. Mörk Íslands skoruðu Sunna Björgvinsdóttir, Saga Blöndal og Silvía Björgvinsdóttir setti tvö. Stoðsendar áttu Sunna Björgvinsdóttir, Teresa Snorradóttir, Kolbrún Garðarsdóttir og Silvía Björgvinsdóttir. Í markinu stóð Birta Helgudóttur og fékk aðeins á sig eitt mark.

Fyrsta degi lokið á HM kvenna

Í gær hófst Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí hér á Akureyri með þremur leikjum. Fyrsti leikurinn var á milli Úkraínu og Tyrklands sem lauk með sigri Tyrkja í framlengingu, 3 - 2. Næsti leikur var svo viðureign Nýja Sjálands og Króatíu sem lauk með auðveldum sigri Nýsjálendinga 11 - 1. Aðalleikurinn hófst hins vegar kl. 20:00 í gærkvöldi og þá voru það okkar stúlkur sem tóku á móti Ástralíu, sem fyrirfram var talið sigurstranglegasta liðið. Íslenska liðið var seint í gang og átti fá svör við sterkum gestunum fram undir miðbik leiksins - en þá var staðan orðin 6 - 0 fyrir þær áströlsku. Síðari hluti leiksins var hins vegar allt annar. Sunna Björgvinsdóttir skoraði eina mark Íslands eftir sendingar frá Silvíu Björgvinsdóttur og Sögu Blöndal, og eftir það var um jafnan leik að ræða fram til síðustu mínútu. Hvorugu liðinu tókst að skora og því urðu lokatölur 6 - 1. Stelpurnar börðust vel síðustu 30 mínútur leiksins og sýndu að þær ættu í fullu tré við gestina, og það gefur okkur ástæðu til að vera bjartsýn á framhaldið. Ástralía er með sterkt lið og var að koma niður um deild. Það var því vitað að leikurinn yrði erfiður og svona er þetta bara stundum. Mótið heldur áfram í dag. Fyrsti leikurinn hefst kl. 13:00 og þá mætast Króatía og Úkraína, svo kl. 16:30 mætast Tyrkland og Ástralía og kl. 20:00 mætir Ísland Nýja Sjálandi. Þetta er sannkölluð hokkíhátíð hér í Skautahöllinni Akureyri og hvetjum við sem flesta að láta sjá sig og taka þátt í þessu ævintýri.

SA Víkingar deildarmeistarar 2020

SA Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Hertz-deild karla á gærkvöld þegar liðið lagði Björninn/Fjölni að velli 5-3. SA Víkingar tryggðu sér þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst 31. mars og mæta þar Birninum/Fjölni. SA Víkingar hafa unnið 12 af 13 leikjum í Hertz-deildinni í vetur og eru því afar vel að titlinum komnir.

SA Víkingar - Björninn/Fjölnir þriðjudag kl. 19.30

SA Víkingar taka á móti Birninum í toppslag Hertz-deildarinnar þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar og Björninn berjast nú um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni og hafa Víkingar nú12 stiga forskot á Björninn. Ungt lið SA Víkinga hefur verið á miklu flugi undanfarið og þurfa allann þann stuðning sem stúkan getur veitt. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16. ára og yngri. Sjáumst í Skauthöllinni á þriðjudag!

Akureyrar- og bikarmót

Fimmta og næstsíðasta umferðin leikin í kvöld

Akureyrar- og bikarmót

Mótið heldur áfram í kvöld