Fyrsti heimaleikur SA Víkinga á laugardag

SA Víkingar hefja leik í Hertz-deild karla á laugardag þegar liðið tekur á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar komu heim úr Evrópukeppni á mánudag og koma á fljúgandi ferð inn í deildarkeppnina en Fjölnir hefur spilað tvo leiki í deildinni og tapaði þeim síðasta í vítakeppni gegn SR. Leikurinn hefst kl. 17:00 á laugardag en miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

SA Víkingar í 3. sæti í Continental Cup

SA Víkingar enda í 3. sæti A-riðils fyrstu umferðar Continental Cup en það má teljast góður árangur og drengirnir geta gengið stoltir frá borði. Tartu Valk var aðeins of stór biti fyrir Víkinga í þriðja og síðasta leik keppninnar en Víkingar náðu ekki að halda nægilega lengi út en Eistarnir áttu greinilega meira á tanknum þegar leið á leikinn og vinna 8-0. SA Víkingar voru með 25 skot í leiknum á móti 30 skotum Eistanna og Ingvar Þór Jónsson var maður leiksins hjá Víkingum í kvöld.

Tap í öðrum leik Víkinga í Continental Cup

KHL Sisak fór með sigurinn úr leiknum í dag en þrátt fyrir nokkuð jafnræði í leiknum framan af náðu Krótatarnir fjögurra marka forystu um miðja aðra lotuna sem reyndist okkar mönnum of mikið til að brúa og lokatölur 6-2. Sisak var með 41 skot á mark á móti 28 skotum Víkinga og Jakob varði 25 skot í markinu og var maður leiksins hjá Víkingum. Andri Mikaelsson og Birkir Einisson skoruðu mörk Víkinga í leiknum. SA mætir Eistnesku meisturunum í Tartu Valk á morgun en Víkingar geta náð öðru sætinu í riðlinum með sigri en leikurinn hefst kl. 16:30 á íslenskum tíma.

SA Víkingar með sigur í fyrsta leik Continental Cup

Frábær byrjun hjá drengjunum okkar í Continental Cup en SA Víkingar voru að vinna NSA Sofia 6-5 í algjörum spennitrylli í Búlgaríu þar sem úrslitin réðust í vítakeppni en Jói Leifs skoraði sigurmarkið í vítakeppninni. SA Víkingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum og sigurinn verðskuldaður en Víkingar voru með 47 skot á móti 26. Jói var valinn maður leiksins en hann var með 2 mörk í leiknum og skoraði önnur 2 mörk í vítakeppninni. Andri Már, Gunni Ara og Birkir Einissonskoruðu hin mörkin.

SA Víkingar í Continental Cup

SA Víkingar lögðu nú í morgunsárið af stað frá Akureyri til Sófíu í Búlgaríu þar sem liðið tekur þátt fyrstu umferð Continental Cup nú um helgina. Continental Cup er Evrópukeppni meistaraliða Evrópu frá síðasta tímabili í en átta lið frá átta löndum taka þátt í fyrstu umferð í tveimur fjögurra liða riðlum þar sem sigurvegarar hvors riðils fara áfram í næstu umferð.

Krullan hefst mánudaginn 26. September

Opinn ís-tíma fyrir alla “gömlu” iðkendur LSA

Ertu fyrrum skautari og langar að rifja upp taktana á ísnum? Nú er tækifærið! Næstkomandi 5 miðvikudagskvöld (21/9 - 19/10) mun listhlaupadeildin bjóða uppá opinn ís-tíma kl. 20:20-21:05 fyrir alla “gömlu” iðkendur LSA.

U20 íshokkílandsliðið hefur keppni á HM í Serbíu í dag

Íshokkílandslið U-20 hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í 2. deild B sem fer fram í Berlgrad í Serbíu. Ísland mætir Hollandi í dag í fyrsta leik sínum en leikurinn hefst kl. 14.30.

Æfingar hefjast samkvæmt tímatöflu 12. september

Æfingar hefjast samkvæmt næsta mánudag 12. september. Byrjendur geta komið og prófað að æfa frítt út september hjá báðum deildum. Fyrsta byrjendaæfingin hjá listhlaupadeild er á mánudag og hjá hokkídeild á þriðjudag.

Frítt að prófa æfa listhlaup út september

Frítt að prófa æfa listhlaup á skautum út september. Æfingar á ís hefjast mánudaginn 12. september. Allur búnaður á staðnum bara mæta 20 mín fyrir æfingu í Skautahöllina. Æfingar eru mánudaga og miðvikudaga kl. 16:30-17:35.