Áramótakveðja

Nú þegar árið 2021 er að líða er vert að skauta stuttlega yfir árið sem er að líða undir lok. Árið 2021 má minnast sem mjög farsæls árs fyrir Skautafélag Akureyrar því sigrar á íþróttasviðinu voru margir og sumir sögulegir. Þrátt fyrir að Covid veiran hafi ávallt staðið á hliðarlínunni þá náðist að halda þorrann af þeim mótum og keppnum sem fyrirhuguð voru á árinu. Það var vissulega þyrnum stráð að halda viðburðum gangandi með síðbreytilegum reglum og takmörkunum svo vert að minnast á framlag starfsfólks og sjálfboðaliða sem taka þátt í starfi félagsins og bera þau þökkum því þau hafa sýnt ótrúlega þrautseigju og útsjónarsemi í að ná að halda íþróttastarfinu gangandi undir þessum kringumstæðum og gott betur því unnendur íþróttanna fengu að sitja á áhorfendapöllum í flestum tilfellum þó um það giltu einhverjar fjölda- og nálægðartakmarkanir.

Áramótunum frestað

Vegna fjöldatakmarka frestum við áramóatamótinu.

Ragnhildur Kjartansdóttir og Gunnar Arason íshokkífólk SA árið 2021

Ragnhildur Kjartansdóttir hefur verið valin íshokkíkona SA og Gunnar Aðalgeir Arason íshokkíkarl SA fyrir árið 2021.

Jólasýning Listhlaupadeildar SA

Listhlaupadeild Skautafélgs Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 19.des nk. kl: 17:30. Samkvæmt sóttvarnarreglum þurfa allir 2015 og eldri að sýna fram á neikvætt hraðpróf sem má ekki vera eldra en 48 klst eða sýna fram á fyrri COVID sýkingu ( eldri en 14 daga og yngri en 180 daga). Miðasala fer fram á Stubbur appi en einnig er hægt að kaupa miða við hurð.

Aldís Kara Skautakona ársins hjá ÍSS

Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2021. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Er þetta í þriðja sinn í röð sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins.

SA Víkingar misstu toppsætið á heimavelli

SA Víkingar biðu lægri hlut fyrir SR í toppslag Hertz-deildarinnar á þriðjudag. Leikurinn var æsispennandi og hart barist fram á síðustu mínútu en lokatölur voru 2-4.

Unnar Rúnarsson snýr aftur í SA

SA Víkingum hefur borist mikill liðstyrkur en sóknarmaðurinn öflugi Unnar Rúnarsson hefur snúið aftur til SA en hann hefur spilað með Sollentuna U20 í Svíþjóð í vetur. Unnar hefur spilað í Svíþjóð síðustu fjögur tímabil en spilaði svo 12 leiki með SA Víkingum síðasta vetur áður en hann snéri aftur til Svíþjóðar. Unnar er kominn með leikheimild og verður í leikmannahópi SA Víkinga sem taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í kvöld.

Toppslagur í Hertz-deild karla á þriðjudag

Það verður toppslagur í Hertz-deild karla á þriðjudag þegar SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöllinni Akureyri kl: 19:30. SA Víkingar sitja í eftsta sæti deildarinnar en aðeins 2 stig skilja liðin að svo toppsæti Hertz-deildarinnar er í húfi. Selt verður inn í tvö 50 manna hólf.

ÍSLANDSMÓT BARNA OG UNGLINGA 2021

Helgina 19.-21. nóvember var Íslandsmót barna og unglinga 2021 haldið í skautahöllinni í Laugardal. Á þessu móti keppa iðkendur í eftirfarandi aldursflokkum: Chicks, Cubs, Basic novice girls, Intermediate novice girls og Intermediate women. LSA átti iðkendur í öllum keppnisflokkum mótsins. Allir LSA keppendur enduðu á verðlaunapalli í þeim keppnisflokkum þar sem veitt voru verðlaun. Vegna hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 þurftu allir keppendur, þjálfarar, áhorfendur, sjálfboðaliðar og allir þeir sem komu að mótinu að sýna neikvætt hraðpróf við komu í skautahöllina, sem var í fyrsta sinn sem þess hefur þurft, en með þessum ráðstöfunum var hægt að halda mótið. Lukkulega gátu allir 9 iðkendur LSA sýnt fram á neikvætt hraðpróf og sýnt áhorfendum hæfni sína á ísnum.

Skautafélag Akureyrar með alla Íslandsmeistaratitlana á Íslandsmeistaramóti ÍSS

Skautarar frá Skautafélagi Akureyrar unnu alla þrjá Íslandsmeistaratitlana á Íslandsmeistaramóti ÍSS sem fram fór í Laugardal um helgina. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir sigraði í Advanced Novice, Júlía Rós Viðarsdóttir í Junior og Aldís Kara Bergsdóttir í Senior. Allar þrjár voru að verja titlana sína frá því í fyrra en Aldís Kara Bergsdóttir setti einnig stigamet á Íslandi á mótinu bæði í stutta og frjálsa sem og heildarstig.