Unnar Rúnarsson snýr aftur í SA

SA Víkingum hefur borist mikill liðstyrkur en sóknarmaðurinn öflugi Unnar Rúnarsson hefur snúið aftur til SA en hann hefur spilað með Sollentuna U20 í Svíþjóð í vetur. Unnar hefur spilað í Svíþjóð síðustu fjögur tímabil en spilaði svo 12 leiki með SA Víkingum síðasta vetur áður en hann snéri aftur til Svíþjóðar. Unnar er kominn með leikheimild og verður í leikmannahópi SA Víkinga sem taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í kvöld.