Íshokkíæfingabúðir hefjast á þriðjudag
01.08.2025
Íshokkíæfingabúðir SA hefjast strax eftir versló og standa yfir fyrstu 3 vikurnar í ágúst. Skráning í æfingabúðirnar er enn opin og nokkur laus sæti í öllum hópum. Leikmenn fara daglega á svellið, afísæfingar, fræðslustundir og kylfu- og skotæfingar. Frábær undirbúningur fyrir tímabilið þar sem þáttakendur fá miklar framfarir. Skráning á Abler. Sjáumst á ísnum á þriðjudag!