Æfingar SA hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku

Æfingar hjá Skautafélagi Akureyrar eru nú að fara á fullt samkvæmt tímatöflu og er starfsemi allra deilda að taka við sér eftir sumarið. Byrjendaæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku. Byrjendaæfingar: Listhlaup: Hefjast mánudaginn 25. ágúst og verða alla mánudaga og miðvikudaga kl. 16:00–17:30. Upplýsingar og skráning: thjalfari@listhlaup.is Íshokkí: Hefjast þriðjudaginn 26. ágúst og verða alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00–17:45. Upplýsingar og skráning: hockeysmiley@gmail.com Krulla: Hefst í september og verða æfingar auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar. Almenningstímar hefjast í Skautahöllinni fyrstu helgina í september og fyrsta skautadiskó vetrarins verður föstudaginn 1. september. Við hvetjum foreldra, iðkendur og áhugafólk um íþróttirnar til að kynna sér æfingatöflu félagsins og mæta með okkur í skemmtilegt og fjölbreytt ísstarf í vetur.

Íshokkíæfingabúðir hefjast á þriðjudag

Íshokkíæfingabúðir SA hefjast strax eftir versló  og standa yfir fyrstu 3 vikurnar í ágúst. Skráning í æfingabúðirnar er enn opin og nokkur laus sæti í öllum hópum. Leikmenn fara daglega á svellið, afísæfingar, fræðslustundir og kylfu- og skotæfingar. Frábær undirbúningur fyrir tímabilið þar sem þáttakendur fá miklar framfarir. Skráning á Abler. Sjáumst á ísnum á þriðjudag!