Takk fyrir íshokkítímabilið og gleðilegt sumar!

Þá erum við í hokkídeildinni búin að klára íshokkíveturinn með style! Við enduðum vetrarstarfið okkar með hinu skemmtilega vormóti sem við höldum alltaf í maí. Um er að ræða innanfélagsmót með 5 deildum, 17 lið í heildina fyrir krakka á aldrinum 4-16 ára. Mótinu lauk formlega með lokahófi á þriðjudaginn s.l. þar sem þátttakendur úr yngri flokkunum gæddu sér á grilluðum pylsum og allir fóru heim með viðurkenningar.

Minningarstund um Sergii

Minningarstund um Sergii sem starfað hefur sem þjálfari listskautadeildar í vetur en lést í síðustu viku verður haldin á fimmtudaginn 1. júní kl. 17:00 í fundarsal ÍBA í íþróttahöllinni. Séra Hildur Eir Bolladóttir mun stýra stundinni en Karen Halldórsdóttir flytur minningarorð og Ívar Helgason tónlistaratriði.