Vetrarstarfið hefst hjá hokkídeild í dag

Æfingar samkvæmt tímatöflu vetrarins hefjast hjá hokkídeild í dag. Tímataflan hefur ekki tekið neinum breytingum frá síðasta vetri. Breytingar eru á þjálfaramálum deildarinnar en yfirþjálfarinn Mark LeRose sem ráðinn var á dögunum hefur hætt við stöðuna af persónulegum ástæðum en Íshokkídeildin leitar nú að nýjum yfirþjálfara. Búið er að semja við eftirfarandi þjálfara um að þjálfa í byrjun vetrar:

Byrjendaæfingar í september

Byrjendaæfingar í listhlaupi og íshokkí fyrir 4 ára og eldri eru nú í fullum gangi! Æfingarnar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:30 - 17:15. Frítt að æfa í listhlaupi til 15. september og frítt út september í hokkí. Allur búnaður innifalinn.

Skráning í listhlaup

Það er búið að opna fyrir skráningar í alla hópa. Skráningar eru opnar til 15. sept.

Frítt byrjendanámskeið í ágúst

Mark LeRose nýr yfirlþjálfari SA Íshokkídeildar

Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar hefur náð samkomulagi við Mark LeRose um að gerast yfirþjálfari Íshokkídeildarinnar. Mark mun stýra meistaraflokkum félagsins og verður einnig yfirþjálfari U18, U16 og U14 flokkanna. Mark er reynslumikill þjálfari sem hefur þjálfað bæði í Evrópu sem og Norður-Ameríku og á flestum stigum leiksins. Reynsla hans af þjálfun meistaraflokka sem og þróun yngri leikmanna passar því vel við hlutverk hans hjá Skautafélaginu.

Sumarnámskeið SA hefjast á morgun

Sumarnámskeið Skautafélags Akureyrar hefjast á morgun þriðjudaginn 4. ágúst. Námskeiðin eru bæði fyrir iðkenndur listhlaups og íshokkí og standa yfir í 3 vikur. Skráning er enþá opin en hægt er að skrá sig á námskeiðin í íshokkí í gegnum Nora hér: https://iba.felog.is/ en í listhlaup með því að senda póst á formadur@listhlaup.is.

Sami Lehtinen hættir hjá SA

Sami Lehtinen yfirþjálfari og íshokkídeild SA hafa náð samkomulagi um starfslok Sami hjá félaginu. Sami er með tilboð frá félagi í finnsku úrvalsdeildinni en íshokkídeildin ákvað að standa ekki í vegi fyrir því að hann gæti tekið starfið að sér. Sami náði góðum árangri hjá félaginu á síðasta keppnistímabili þar sem hann skilaði Íslandsmeistaratitlum í U16, U18 og með kvennaliði SA ásamt því að verða deildarmeistari með karlalið félagsins en náði ekki að stýra liðinu í úrslitakeppni þar sem henni var aflýst vegna Covid-19. Skautafélag Akureyrar þakkar Sami fyrir ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.