Vetrarstarfið hefst hjá hokkídeild í dag

Æfingar samkvæmt tímatöflu vetrarins hefjast hjá hokkídeild í dag. Tímataflan hefur ekki tekið neinum breytingum frá síðasta vetri. Breytingar eru á þjálfaramálum deildarinnar en yfirþjálfarinn Mark LeRose sem ráðinn var á dögunum hefur hætt við stöðuna af persónulegum ástæðum en Íshokkídeildin leitar nú að nýjum yfirþjálfara. Búið er að semja við eftirfarandi þjálfara um að þjálfa í byrjun vetrar:

Meistaraflokkur karla, kvenna og U20: Rúnar Freyr Rúnarsson

U16: Heiðar Örn Kristveigarsson

U14: Hafþór Andri Sigrúnarson

U12 og U9: Sarah Smiley

Byrjendur: Jakob Jóhannesson.

Allar upplýsingar um æfingar og samskipti við þjálfara fara ennþá fram í gegnum Sportabler.