Sami Lehtinen hættir hjá SA

Sami Lehtinen yfirþjálfari og íshokkídeild SA hafa náð samkomulagi um starfslok Sami hjá félaginu. Sami er með tilboð frá félagi í finnsku úrvalsdeildinni en íshokkídeildin ákvað að standa ekki í vegi fyrir því að hann gæti tekið starfið að sér. Sami náði góðum árangri hjá félaginu á síðasta keppnistímabili þar sem hann skilaði Íslandsmeistaratitlum í U16, U18 og með kvennaliði SA ásamt því að verða deildarmeistari með karlalið félagsins en náði ekki að stýra liðinu í úrslitakeppni þar sem henni var aflýst vegna Covid-19. Skautafélag Akureyrar þakkar Sami fyrir ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.