Ísland - Tyrkland 7-2

Íslenska kvennalandsliðið sigraði Tyrkland örugglega í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Sunna Björgvinsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark en Birna Baldursdóttir, Guðrún Marín Viðarsdóttir og Díana Björgvinsdóttir skoruðu einnig í leiknum. Ísland mætir Nýja Sjálandi kl 15.30 í dag og leikurinn er sýndur beint hér.

Kvannalandslið Íslands hefur leik í dag

Kvennalandslið Íslands hefur keppni á heimsmeistaramótinu í II deild B í dag en keppnin fer fram í Jaca á Spáni. Liðin sem eru í riðlinum auk Íslands eru: Ástralía, Belgía, Spánn, Mexíkó, Nýja-Sjáland og Tyrkland.

Vinnudagur

Í dag, sunnudag, verður vinnudagur hjá kruludeild.

Frostmót um helgina - dagskrá

Nú fer fram stærsta barnamót ársins í íshokkí, Frostmótið, en keppendur eru um 150 talsins þar sem keppt er í 5., 6. og 7 flokki. Leikið er í dag laugardag en dagskráin stendur yfir til kl 20 í kvöld. Mótið hefst svo kl 7.50 í fyrramálið og endar kl 13.00 með lokahófi og pizzuveislu. Hér má sjá dagskrá mótsins.

Við lokum á sunnudag kæru félagsmenn

Skautahöllinn lokar á sunnudag en það verður jafnframt síðasta dagurinn þar sem skautað verður í Skautahöllinni á þessu tímabili en slökkt verður á frystivélunum sunnudagskvöld. Framkvæmdirnar hefjast strax á mánudag en þá verður talsvert rót í höllinni svo allir þeir sem eiga dót í höllinni eru vinsamlegast beðnir um að fara með það úr húsi í síðasta lagi á sunnudag.

Fyrsta keppnisdegi á Norðurlandamótinu í Álaborg lokið

Þá er fyrri keppnisdeginum hjá stelpunum okkar lokið á Norðurlandamótinu í Álaborg og stóðu þær sig allar með miklum sóma.

Live stream frá Norðurlandamótinu í Listhlaupi

Það ætti að vera hægt að fylgjast með Norðurlandamótinu live hérna http://livestream.com/AirWorks/events/4870462

Árshátíð 2016 - takið daginn frá!

Árshátíð Skautafélags Akureyrar 2016 verður haldin miðvikudaginn 23. mars (daginn fyrir skírdag) í Golfskálanum. Stefnt er á það að allar deildir félagsins fjölmenni á árshátíðina og leggi sitt að mörkum í skipulagningu dagskrár. Nú koma allir til þess að skemmta sér saman, fögnum frábæru tímabili allra deilda og lítum björtum augum til framtíðar.

SA Víkingar Íslandsmeistarar í 19. sinn og hann Siggi á afmæli í dag

SA Víkingar lyftu Íslandsmeistarabikarnum í 19. sinn í sögu félagsins í gærkvöld eftir sinn þriðja sigur í úrslitakeppninni í jafnmörgum leikum á Esju í hreint ótrúlegum leik í einni skemmtilegustu úrslitakeppni síðari ára. Sigurður Sveinn Sigurðsson formaður Skautafélags Akureyrar afrekaði eitt magnaðasta íþróttaafrek Íslandssögunnar þegar hann vann Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla í 20 sinn á 25 ára ferli sínum á síðasta degi fertugsaldursins. Siggi er 40 ára í dag og afmælisgjöfin gæti því varla hafa verið betri.

Landsliðið í Listhlaupi farið af stað á Norðurlandamót til Álaborgar í Danmörku

Næstu dagana fer fram Norðurlandamót í Listhlaupi á skautum í Álaborg í Danmörku. Helmingur íslenska landsliðsins er að þessu sinni mannað af SA stúlkum.