Landslið Íslands í krullu á Evrópumeistaramótið

Fimm liðsmenn frá Krulludeild Skautafélags Akureyrar skipa landslið Íslands í krullu (curling) árið 2014. Liðið heldur út á morgun til Zoetermeer í Hollandi til þátttöku í Evrópumeistaramótinu sem haldið verður 5.-11. október.

Skellur á Heimavelli - Víkingar vs Esja 2:5

Frammistaða SA-Víkinga gegn Esjunni var ekki beysin fyrir framan hálftóma stúku í Skautahöllinni á Akureyri í gær. Lokatölur 2 - 5 Esjunni í vil. Esju-menn mætu grimmir til leiks og ljóst var frá upphafi að þeir myndu ekki gefa þumlung eftir á meðan Víkingar voru værukærir, og kannski aðeins um of, eftir góða byrjun í mótinu .

Víkingar vs Esja á morgun þriðjudag kl.19,30

UMFK-Esja er nýjasta liðið í deildinni og stundum nefnt "nýliðarnir"

Enn einn sigur hjá Víkingum og Ásynjur ósigraðar enn

Víkingar báru sigurorð af SR-ingum í Laugardal síðastliðinn föstudag, lokatölur 3-6. Víkingar hafa því unnið 4 leiki í röð og sitja efstir í deildinni með 13 stig. Ásynjur sigruðu Björninn 2-3 með Gullmarki í framlenginu á laugardeginum í Egilshöll og 2. Flokkur tapaði sínum leik 9-2.

SR vs Víkingar 3 : 6 í Laugardalnum í gærkvöldi

Hokkíeyjan greinir frá DiMarkaregni (O:

Opnir tímar fyrir iðkenndur

Frá og með næstu viku verða í boði opnir tímar fyrir iðkenndur á mánudögum kl 13.00-14.50 og fimmtudögum kl 13.00-15.00.

Hvað ungur nemur, gamall temur

Fyrsti innanbúða slagurinn í Íslandsmóti kvenna í Íshokkí fór fram í gærkveldi þegar Ásynjur mættu Ynjum. Lokatölur leiksins urðu 6-0 Ásynjum í vil. Leikurinn var hin mesta skemmtun þrátt fyrir nokkra yfirburði Ásynja en mikið var um fallegt spil.

Ásynju vs Ynjur -> leikur í Mfl. kvenna í Skautahöllinni í kvöld.

SA-Ynjur munu spila sinn fyrsta leik á þessu tímabili í kvöld kl. 19,30 og mótherjarnir eru SA-Ásynjur sem unnu Kvennalið Bjarnarins afar sannfærandi í 5:0 leik á laugardaginn síðasta. Nú verður spennandi að sjá hversu sterkar Ynjur koma inn og hvort þeim tekst að velgja Ásynjum undir uggum. ÁFRAM SA ...........

Gott gengi LSA á Haustmóti ÍSS

Nýliðna helgi var fyrsta mót Skautasambands Ísland í vetur og var það Haustmót. Alls fóru 19 keppendur frá Skautafélgi Akureyrar og stóðu allir sig með prýði. Fyrir nokkra keppendur var þetta þeirra fyrsta sambandsmót og voru þessir ungu og efnilegu keppendur félagi sínu til sóma.

SA-Ásynjur unnu kvennalið Bjarnarins sannfærandi 5 : 0

SA-Ásynjur tókur Kvennalið Bjarnarins í kennslustund í fyrsta leik sínum á tímabilinu og unnu þá viðureign 5-0. Ásynjur eru komnar til baka og Guðrún Blöndal og Birna Baldursdóttir aftur mættar til leiks eftir að hafa tekið sér pásu frá meistaraflokki bróður partinn af tímabilinu í fyrra.