SA-Víkingar sigruðu Björninn 6 : 3

SA-Víkingar sigruðu Björninn um nýliðna helgi með 6 mörkum gegn 3. Víkingar telfdu fram tveimur nýjum leikmönnum en þó engum nýliðum í fjarveru Andra Más Mikaelsonar og Einars Valentin sem eru frá vegna meiðsla. Hinn mikli markaskorari Rúnar Freyr Rúnarsson reimaði aftur á sig skautanna og einnig Hilmar Leifsson sem er aftur kominn til starfa eftir framlengt sumarfrí.

Víkingar vs Björninn 6:3 - SA vs Björninn 5:0

SA átti góðan dag í dag. Mfl. Karla vann sinn leik 6:3, Mfl. Kvenna vann sinn 5:0 og 4.fl vann báða sína leiki dagsins nokkuð sannfærandi á mótinu í Laugardalnum.

Þjálfaramál, mót, af-ís æfingar og nýjar áherslur hjá Hokkídeild

Nú er æfingatímabilið komið á fullt og flestir hafa væntanlega tekið eftir því að nokkuð hefur bæst í þjálfara flóruna það sem af er vetri og aukaæfingum hefur verið fjölgað. Við þetta bætist að Richard Tahtinen meistaraflokksþjálfari verður með tækniæfingar og vídjókennslu mánaðarlega fyrir 5. Flokk og upp úr. Þá mun Richard einnig halda fyirrlestraröð þar sem hann fjallar um íþróttasálfræði og líf íþróttamannsins í víðara samhengi.

Engin æfing í kvöld

2 sigrar um nýliðna helgi hjá SA

Leikmenn SA uppskáru ríkulega í suðurferð nýliðinnar helgi. Víkingar mættu nýju liði Esjunar í fyrsta sinn í Laugardalnum, lokatölur leiksins urðu 8-3. Á sama tíma spilaði 3. Flokkur SA við Björninn í Egilshöll og unnu þeir sinn leik 8-1. Fyrir leikinn í Laugardalnum söng karlakór Esjunnar þjóðsönginn fyrir viðstadda og ljóst að nýji græni liturinn hefur ekki aðeins hleypt fersku blóði í deildarkeppnina heldur er liðið líka með sína eigin sérstæðu stemmningu í kringum sig sem gaman er að en öll umgjörð í kringum leikinn var til fyrirmyndar.

Heiðursfélagi SA sjötugur

Ásgrímur Ágústsson heiðursfélagi Skautafélagsins varð sjötugur á þriðjudaginn. Skautafélagið færði honum gjöf í tilefni af deginum en meistaraflokksmenn Víkinga sáu um afhendinguna í afmælisveislu á heimili Ásgríms áður en þeir héldu til leiks gegn SR.

Sigur í fyrsta heimaleik Víkinga

Fyrsti heimaleikur SA-Víkinga fór fram á þriðjudagskvöldið síðasta og tók liðið á móti SR-ingum sem mættu borubrattir til leiks eftir sigur á Esju helgina á undan á meðan Víkingar töpuðu í framlengingu fyrir Birninum. SA-Víkingar unnu leikinn 5-3 og eru því efstir í deildinni eftir 2 umferðir.

Mannabreytingar í meistaraflokki en áfram sterkt lið

Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á liðskipan SA-Víkinga í meistaraflokki karla yfir sumartímann en liðið sem varð Íslandsmeistari hefur bæði misst og bætt við sig leikmönnum. Richard Tahtinen verður áfram þjálfari liðsins en hann gerði góða hluti með liðið á síðasta ári og getur vonandi byggt ofan á þann grunn á þessu tímabili.

Hökkt í Egilshöllinni í fyrsta leik tímabilsins.

Fyrsti leikur SA-Víkinga á Íslandsmótinu í Íshokkí fór fram í Egilshöllinni um helgina þar sem Bjarnarmenn sigruðu í framlengingu en lokatölur urðu 4-3. Svolítill haust bragur var á leikmönnum Víkinga en Bjarnarmenn virðast koma mjög sterkir undan sumri. Að mörgu leiti var þessi fyrsti leikur liðanna endurtekning á fyrsta leik síðasta tímabils sem Björninn vann líka með gullmarki í lok framlengingar.

Nýtt verð á pappír.

1. okt. 2014