Heiðursfélagi SA sjötugur

Sjötugsafmæli Ása (mynd Ási)
Sjötugsafmæli Ása (mynd Ási)

Ásgrímur Ágústsson heiðursfélagi Skautafélagsins varð sjötugur á þriðjudaginn. Skautafélagið færði honum gjöf í tilefni af deginum en meistaraflokksmenn Víkinga sáu um afhendinguna í afmælisveislu á heimili Ásgríms áður en þeir héldu til leiks gegn SR. Leikmenn færðu honum líka sigur þennan dag en Ásgrímur færði afmælisveisluna í skautahöllina og bauð svo úrvinda leikmönnum upp á afmælistertu í búningsklefa í lok leiks.