SA Víkingar í 3. sæti í fyrstu umferð Continental Cup 2025

SA Víkingar náðu í sigur gegn Eistnesku meisturunum Narva PSK frá Eistlandi í síðasta leik liðsins í Evrópukeppninni Continental Cup sem lýkur í dag. SA Víkingar voru sterkari aðilinn í leiknum en jafnt var eftir venjulegan leiktíma og en Jóhann Már Leifsson skoraði sigurmarkið í framlengingu eftir góðan undirbúning Hank Nagel. Unnar Rúnarsson skoraði tvö marka SA í leiknum, Heiðar Jóhannsson eitt og Aron Ingason jöfnunarmarkið í þriðju lotu. Róbert Steingrímsson átti góðan leik í markinu og var með 88% markvörslu.

SA Víkingar hefja leik í Continental Cup í dag

SA Víkingar eru mætir til Vilníus í Litháen þar sem þeir spila í Evrópukeppninni Continental Cup næstu daga. SA Víkingar lögðu af stað á miðvikudag og komu á áfangastað í gærkvöld og leikur sinn fyrsta leik í kvöld gegn heimaliðinu Hockey Punks. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á IIHF Tv kl. 17:00. Áfram SA Víkingar!